<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Ég hélt ég gæti dansað... 

..en ég held það ekki lengur.

Ég er s.s. búin að vera að fylgjast með þeim brillíant þætti So you think you can dance? á Sirkus og það er alveg magnað að fylgjast með þessum flottu dönsurum. Ok, þetta er jú kroppasýning um leið og ég er alveg að fíla karladansarana bera að ofan fettandi sig og brettandi á sviðinu. Já, takk. Meira af því takk.

Þátttakendurnir eru öll voðalega lítil og krúttleg og í geggjaðri þjálfun með mismunandi dansbakgrunn sem gerir þetta svo fjölbreytt og skemmtilegt. Já, þau eru ábyggilega öll 150 cm á hæð sem gerir það að verkum að þau hafa möguleikann á því að hreyfa sig svo flott. Sko, þess vegna get ég ekki hreyft mig svo ýkja kúl með mína 180 cm. Vissi að það væri ástæða fyrir þessu! Mér finnst lítið fólk yfir höfuð bara hreyfa sig flottara og vera krúttlegra. Get ekki alveg lýst því. Kannski af því ég sjálf er stór og stirð.

Ég hélt eitt sinn að ég gæti kannski mögulega dansað þar sem ég var jú í jazzi þegar ég var 7-9 ára gömul, en komst fljótt að því að ég er ekki alveg að gera mig þar. Útskýring fyrir forvitna gæti legið hér í bloggi sem kallast "Ballerínan ég" (1. nóv. 2004)

En ég dansa samt smá. Fyrir Veru og úti á djamminu verð ég hreinlega að dansa. Kemst í gírinn og tek stundum flashdans tilþrif í góðra vina hópi og splittstökk á gólfið svo buxurnar rifna utan af mér. Svo þetta líf er ekkert búið endilega af því ég rakst á þennan þátt sko. Ég bara öfundast á svipaðan hátt og ég grenjaði yfir FAME á sínum tíma. Ætlaði að leggja allt í sölurnar til að hitta Leroy og fara í FAME dansskólann. Dansararnir í So you think you can dance fóru pottþétt í þann skóla.

Já, maður getur ekki verið flottur, fallegur, frábær og getað ALLT! Ég verð bara fræg fyrir eitthvað annað en dans.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker