<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 25, 2006

2,5 á jóladag 

Músin er 2,5 ára í dag. Ekki tveggja og hálfs heldur sko 2 ára og 5 mánaða, ef þið voruð ekki búin að fatta systemið. Hún er orðin 94 cm og er ótrúlega skýr, talar með hörðu errrrrrrrrri og góðu essssssi og syngur meira en hún mýgur, nýtt lag á hverjum degi. Hún fór í messu með mér í gær og fannst svakalega leiðinlegt. Talaði mjög hátt í allri þögninni um að hún vildi fara heim NÚNA og það væri ekki gaman í Hólakirkju. En hún tolldi klukkutímann með herkjum (og foreldrarnir rétt svo líka) og mun fá að fara aftur að ári liðnu, jibbí. Hún fékk 12 bækur í jólagjöf og fullt af flottu og skemmtilegu dóti, m.a. prinsessuátfitt sem hún ákvað að væri fiðrildabúningur, en daman flaug allt aðfangadagskvöld eftir að sá pakki var opnaður. Við berum bestu þakkir til þeirra sem gáfu Veru pakka og glöddu hennar litla jólahjarta. Hún er alveg að fatta þetta daman - endalausir pakkar já takk, og skildi ekkert í því af hverju gullskórinn hennar fór ekki út í glugga í gærkvöldi til að fá fleiri pakka. Sjálf fékk ég afar fína pakka og þakka fyrir það. Fyrir MIG, skartgripi, föt og dúllerí. Jólasveinarnir hafa augljóslega hlustað á bænir mínar.


Gleðileg jól


Jolakoss


Musin komin i jolaskap


Vera var baedi idin og dugleg vid ad opna pakkana sina milljon


Vera breyttist i fidrildastelpu eftir einn pakkann og flaug nanast allt adfangadagskvold


Threyttur engill

laugardagur, desember 23, 2006

Pahpatlan 


Vera fékk kartöflu i skóinn í gær. Hún vildi ekki fara að sofa og var vægast sagt óþekk. Mamman var búin að hóta henni nokkrum sinnum með jólasveininum en henni virtist vera alveg sama. En ég ákvað að láta slag standa og náði í ískalda og ljóta kartöflu og setti í skóinn rétt áður en hún vaknaði. Þegar hún sá kartöfluna varð hún meira hissa en svekt. Sagði fyrst: Mamma, mér finnst pahpatla góð! En hún sofnaði nú samt sem áður án vandræða kvöldið eftir svo sveinki hefur haft einhver áhrif. Hvernig útskýrir maður svo fyrir tveggja ára barni að jólasveinninn sé hættur að gefa í skóinn? Og hvað á maður þá að nota - lögguna? Ljóta kallinn? Grýlu? Nei vá oj...


Kv,
kartöflumamman

fimmtudagur, desember 21, 2006

Bráðnauðsynlegur óþarfi 

Ég er pakkastelpa, elska pakka. Elska líka að gefa pakka. Velja þann rétta fyrir hvern og einn, og krossa fingur yfir því að viðkomandi fíli gjöfina. Annars gæti ég sko móðgast. Jólagjafirnar til mín hafa hins vegar minnkað undarlega mikið síðastliðin ár og hvað þá eftir að Vera kom til sögunnar. Það hefur enginn spurt mig hvað mig langar í í jólagjöf í ár og það veitir ekki á gott. Mamma spurði hvað VIÐ eiginmaðurinn vildum að gjöf. Ekki ég. Maður er víst fyrir löngu orðin við. Við öll jafnvel. Svo ég bað um pening fyrir ljósi í stofuna. Hef ekki fundið rétta ljósið ennþá þrátt fyrir leit. Tengdó gefur okkur pening í umslagi eins og oft áður. Sem er fínt og ég vona að ég eyði þessum jólapéningum bara ekki í Bónus. Reyndar fæ Ég gjöf frá nokkrum elsku vinkonum mínum svo þetta er nú allt í lagi. Viggi hefur oft komið sterkur inn en ég veit ekki þessi jólin þar sem heimilið (VIÐ) vorum að fjárfesta í nýrri myndavél.

Fyrir ykkur hin sem ég veit að eruð að leita að gjöf handa mér þá skal ég gefa ykkur tips - mig langar mest í einhvern bráðnauðsynlegan óþarfa fyrir MIG sem kemur vel á óvart. Ég held það falli reyndar flest undir þá skilgreiningu... svo nei, það er ekki erfitt að gleðja mig :)

Miðbæjarpæjan ég 

Eða alla vega wannabe, maður reynir. Ég er ekki búin að stíga fæti inn í Smáralind eða Kringluna síðan í byrjun nóvember og setti mér heit um að halda því til streitu fram yfir jól og áramót. Ég LOFA. Maður verður svo búinn eftir rölt þarna inni. Það er bara ekkert kósí. Ætla að taka miðbæinn á þær gjafir og það stúss sem er eftir. Og það þrátt fyrir óveður. Ég er að reyna að halda í miðbæjarrottufílinginn í mér þótt ég sé orðin hálfgerð úthverfakjélling. Og ég hef sagt það áður og segi það aftur að mér finnst óveður svo spennandi. Smá æsandi meira að segja. Af skrifum mínum hér hef ég oftar en einu sinni verið „greind“ sem spennufíkill (og reyndar einu sinni sem með snert af ofvirkni - sjálf sagði ég einhvern tímann eilífðarRebell...) svo ef vont veður í jólaösinni fær þeirri fíkn uppfyllt þá bý ég alla vega á réttum stað.
Ég ætla sem sagt í spennandi bæjarrölt á morgun og vona að það verði hríð og erfið skilyrði. Þá er maður líka svo extra ánægður þegar maður kemur inn í verslanirnar (meira að segja Viggi!) og heita kakóið og kleinan verður extra gott.

miðvikudagur, desember 20, 2006

Jólatékklistinn 

Ég var að ljúka við að skrifa 69 jólakort - sextíuogníu stykki! Og ég er lömuð í hendinni þrátt fyrir að skrifa eins og sex ára krakki. Ég meina, hvenær skrifar maður svo sem eitthvað með penna og hvað þá þar sem maður þarf að vanda sig.... nei, ég kann varla lengur að skrifa. Bara pikka. Nútíminn að drepa alla náttúru. Sextíuogníu! Neunundsechtsich! sesantanove! Legg ekki í dönskuna. Jú, það er auðvitað gaman að þekkja marga en samt svo leiðinlegt að fá bara ca 20 stk. sjálf! Ég er greinilega ekki eins elskuð og ég elska. Eða eitthvað.

Jólaundirbúningurinn hjá mér stendur sem sagt sem hæst.
Aðventukrans og skreyta heimilið - já, þið hafið kannski lesið um það hér að neðan...
Jólakortin - búin - send á morgun
Jólaljós á höllina - check - og það sannast að hvert fátækt hreysi höll nú er
jólagjafir - bara 10 eftir, massa þær á morgun, veit nákvæmlega hvað ég ætla að kaupa
pakka inn - ekki byrjað
jólalög - var að draga upp Elleni Kristjáns og Ragnheiði Gröndal og það ljómar yfir mér
jólaauglýsingaherferð - lokið
jólainnkaupin - nei
jólabakstur - ekki hafinn
jólahreingerning - neeeeiiii
jólabaðið - á aðfangadagsmorgunn
jólaguðsþjónusta - aðfangadagur kl. 18
jólagleði - já já, alveg eins

Jólaallt að jólagerast.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Ég er líka blaut að neðan... 

uss uss... hvað á þetta eiginlega að þýða?

Sko, þannig var að ég var frekar róleg um helgina þrátt fyrir góða helgarskemmtun. Fór meðal annars í skemmtilegt stelpu þrítugsafmæli með nóg af hvítvíni og mat, það var í Hafnarfirði svo loksins sparaði ég mér leigubílapening og tilheyrandi gubb og ógeð (neee, ekki alltaf, bara þdundum). Svo var familíuhittingur með öllu tilheyrandi hjá Helgasonum og dætrum á laugardagskvöldinu. Það lið telur eitthvað um 30 manns með öllum, þurfti að leigja sal undir liðið en dásamleg tengdamóðir mín útbjó matinn af snilld. Krakkarnir hlupu um og maður var í mömmugírnum allt kvöldið. Vera tók gubbuna um kvöldið og mamman var fim á fjórum fótum í sparifötunum að þrífa gubb. En það fór nú allt vel enda bara jólaöl haft við hönd þar.

Svo fékk ég símtalið þar sem ég poppaði úr einum heilbrigðum gír yfir í annan. Á línunni voru tvær æðislegar og skrækar, doldið fullar, en agalega fyndnar píur sem finnst jafn gaman að djamma og mér. Þær voru búnar með dáldið af jólabjór og glöggi þegar þær ákváðu að stofna klúbb og ég fékk að vita það að eins gott ég svaraði símanum því ég var sú síðasta sem var boðin innganga í klúbbinn. Sjúkket hugsaði ég með mér. Enn einn klúbburinn, já takk, ég var sko til í það. Er í einum góðum saumó, öðrum matarklúbb, drykkjuklúbb, Gallupstelpuklúbb, Gallupstelpuogstrákaklúbb, rauðhærðafélaginu, litlubrjóstafélaginu, mömmuklúbb, mannfræðiklúbbnum Mandela svo eitthvað sé nefnt... svo af hverju ekki einn einn klúbbinn? Klúbburinn Blautar að neðan og einn með kláða heitir hann og mér skildist í gegnum hláturinn að hann væri fyrir flottar konur með skoðanir! Já, takk, ég ég ég! Já, og sem finnst gaman að djamma með konum með skoðanir - já ééégg - ég er blaut! Nafnið á klúbbnum er auðvitað eins tussulegt og hægt er að hafa það, en þannig finnst flottum konum það víst bezt. Alla vegar fullum flottum konum. Og flottar konur kunna líka og mega líka fíbblast af og til. Ætli nafnið vísi ekki bara í að konurnar séu reddi for aksjon - svona samlíking... eh eða eitthvað. Það fékk víst aðeins einn karlmaður inngöngu og jú, hann er þessi með kláðann.

Tja, svona er sú saga. Veit ekki meir. Veit bara að ég er flott og blaut... juminneini.
Hlakka bara til að fá fundarboð!

mánudagur, desember 18, 2006

Kransinn 2006 

Ég hef svolítið skrifað um jólastelpuna mig síðastliðin jól. Ég hef verið lítil jólastelpa og er enn. Finnst flest jólaskraut ljótt en dýrka ljósin. Ég er búin að skreyta heima og er skrautið svo lítið og yfirbragðslaust að fólk hefur ekki tekið eftir því. Get bara ekki fyllt húsið að rauðu ljótu dóti allt í einu. Hins vegar hef ég undanfarin tvö ár lagt metnað minn í að föndrað flottan aðventukrans, af því mér finnst gaman að föndra, sérstaklega í góðra vinkvenna hópi. Þessi jólin föndraði ég líka krans, en jeminn hvað hann er ljótur greyið. Ég hafði engan tíma whatsoever svo ég keypti tilbúinn mosavaxinn hring og vír og stakk hvítum kertum sem ég átti inní skáp ofan í hann og kveikti á kertinu alltof sein - VOILA! Reyndar var ég svo alltaf á leiðinni að kaupa eitthvað flott dót á hann en komst aldrei í það svo þetta er bara útkoman fyrir þessi jólin, minimalisminn í sinni jólalegustu mynd. Varla neitt til að státa sig af, en kannski frekar hlæja að... hí á hann!

En hei - ég er þó að taka þátt!


KransINN 2006

sunnudagur, desember 17, 2006

Vera jólastelpa 


Vera straujar ballkjólinn í nýja eldhúsinu sínu sem hún fékk lánað frá fændsystkinum - daman er bara á bakvið pottana núna eftir ad þetta megadót kom í hús!


A leid a jolaball


dansi dansi


brosa!


svo sæt


og eldhusið strax aftur eftir jólaballið - hér eldar Vera rúsínur fyrir Kanínu - með bros á vör að sjálfsögðu

Elsku sveitapakkið okkar 

Ef þið haldið að ég búi í sveitinni hvað finnst ykkur þá um þetta ha?
Og þeim líður drulluvel; Einbýlishús fyrir 13 millur, 2 snjósleða, engin yfirvinna, vetraríþróttarparadís, hörð norðlensk tunga (vitið þið hvað fei er??) og engir stöðumælar. Engin Smáralind heldur. Sándar í raun wonderful, en jesús minn hvað ég gæti það samt ekki. Heimsókn á bretti í vetur er þó komið á dagskránna.


Ólafsfjardargengið kom... og fór í dag - Daddi litli bró og Svafa megadagmamma með meiru.


Helgi Már, Margrét Líf, Verulíus og Jón Frímann - Dadda og Svöfu börn. Long time no see enda er Ólafsfjörður aðeins meiri sveit en Hafnarfjörður

Jólatrésferðin 

Í dag héldum við út í íslenskan skóg ásamt fríðu föruneyti félaga og vina og söguðum niður hið fullkomna jólatré. Í gaddi en flottu veðri. Ég stefndi á furuna líkt og undanfarin ár en svo öskraði eitt voðalega fínt blágreni virkilega hátt á mig að ég bara varð að taka það með heim. Mamman dró upp sögina og felldi eins og vön skógarhöggskona. Sko eftir að ég var búin að taka fjölskylduna mína út um allan skóg og grandskoða nokkuð mörg tré. Fékk ágætis valkvíða, snert af einhverfu, athyglisbresti og ofvirkni allt á sama tíma við að þurfa að velja EITT tré innan um öll þessi fallegu tré í þessu fallega skógi. Sem var reyndar eins og krækiber í helvíti þarna í Hvalfirðinum. Vin í eyðimörk. Nál í heysátu, nei ok, veit, er ekki bezt í samlíkingunum. Tilbúinn skógur í Hvalfirðinum er soldið fyndinn, en hefur augljóslega tilgang. Krakkarnir hittu jólasveininn og foreldrarnir kepptust við að finna fullkomnasta tréð, á sinn hátt.

Þetta árið styrkti ég sem sagt ekki hafnfirsku hjálparsveitina í jólatrésleitinni heldur andann í sjálfri mér og mínum og sé ekki eftir því. Af því ég er með svo æðislegt stingandi vellyktandi blágreni upp á arminn. Kaupi bara þeim mun fleiri flugelda af þeim þetta árið, eða eitthvað.


Pakkid


Er nog endurskin a thessum utigalla eda?


Irena Hilmarsdottir - 6 manada


eg tek mig vel ut med sog i hendi ekki satt?


Hilli, Osk og litla Irena


the family til i slaginn


Vera var spennt yfir jólasveininum en líka smá smeyk og þotti gott ad vera i öruggu skjóli á bakinu á pabba


Pabbar - Hilli, David og Viggi

fimmtudagur, desember 14, 2006

Ég sagði sigur 


Ó já.

Ég var alein í ræktinni og því tók ég myndavélina með mér til að staðfesta merkisatburðinn. Og jú víst, þetta var Erla-perla sem hljóp.
Ég þarf svo að finna mér nýtt tjallens.

Jólaljós Eins og ég sagði þá lifi ég ekki bara í myrkri - þetta er stór hluti af ljósinu mínu.
Þetta eru gallupgellurnar mínar yndislegu. Myndin er tekin í jólasaumaklúbbnum okkar um daginn og já þið giskuðuð rétt - það var rautt þema.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Sigur í myrkri 

Það er soldið myrkur í minni þennan veturinn. Eitthvað finnst mér eins og skammdegið sé að stríða mér í fyrsta sinn. Maður fer út í myrkri og kemur heim í myrkri og er þess á milli inni í gulu gervi flúorljósi. Ég sem hélt því alltaf fram að þetta hefði engin áhrif á mig, en ég held það hafi það samt, lúmskt. Reyndar hefur bara verið birta í kringum allt aksjónið mitt í desember og maður lifir á því. Það sem bjargar svo hversdeginum mínum er að skreppa út í hádeginu og hlaupa myrkrið úr mér. Það er að takast. Ég ætla meira að segja að fara langleiðina að 10 km á morgun, eða sjá hvað ég kemst langt. Planinu mínu hefur seinkað lítið eitt vegna brennivínseitrunar líkamans sem er víst alvanaleg afleiðing desemberdjammsins, segja fróðir sportistar. Ég tek 10 km takmarkið alla vega pottþétt í næstu viku. Ætla að fara að búa mér til einhvern hittara-playlista sem gefur mér orku á brettinu. Stilla svo hugann á eitthvað brjálæðislegt og sækja þannig þrjóskuna og brjálið í mér sem skal koma mér langt.
Klapplið eru velkomin.
Kv,
Erla SigurLAUGAR!
(einu sinni sigrað ég í lauginni en núna sigra ég í laugum hehe - alveg magnað hvað maður nær að vera fyndinn í myrkrinu, svartur húmor kannski?!
-aaaaaaaaahhhhaaaahhhaahhhaaaaaaa...)

mánudagur, desember 11, 2006

WARNING 

Varúð - eftirfarandi lesning er ekki fyrir viðkvæma.

Ég fékk tvær viðvaranir í dag.
Önnur þeirra var á miða á skrifborðinu mínu þegar ég mætti í vinnuna í morgun og hljómaði svona: "Þú hefur fengið viðvörun". Tja, þú segir nokkuð hugsaði ég með mér og byrjaði að vinna án þess að blikna. Síðar um daginn frétti ég það svo að ég ætti að taka viðvörunina alvarlega þar sem þetta snérist um jólahreingerningu fyrirtækisins. Það var sem sagt of mikið drasl á skrifborðinu mínu og í kringum það fyrir jól í Nýherja. Ég hafði bara eitt að segja: Það er fokkings 11. desember og ég er nýbúin að taka upp úr ferðatöskunni heima hjá mér, fötin eru samt í klessu, þvotturinn fyllir heilt herbergi og ég gæti vafalaust safnað lónni undir rúmi í mjög raunverulegt jólasveinaskegg. Sem sagt viðvörun accepted en sleik it santa. Reyndar fengu allir hinir í markaðsdeildinni líka viðvörun svo þetta er alltílæ. Eða er ekki örugglega í lagi að vera glataður ef einhver annar er það líka?

Viðvörun númer tvö kom um hádegisbil þegar ég sá miða á bílrúðunni hjá mér. Á honum stóð: "Þú hefur fengið viðvörun. Þetta stæði er aðeins fyrir bíla sem tilheyra Borgartúni 33". Ok, fair enough, ég er víst í Borgartúni 37, en það eina sem ég hugsaði með mér er hvering þeir í 33 viti það? eiginlega?! Heilt hús fullt af fólki á alls konar bílum... jahérna, það er aldeilis gleðilegt að einhver nenni að njósna um mig.

Ég er skipulögð, öguð og flott pía. Ég er samt týpan sem tekur ekki til eftir sig á skyndibitastöðum. Ég nenni því hreinlega ekki, kannski af því ég vann lengi á KFC og tók til eftir milljón manns sem skildu leifarnar sínar eftir á borðunum. Mér fannst það allt í lagi, ég var jú að VINNA þarna. Sumum vinkonum mínum finnst sökum þessa óþægilegt að vera með mér á Stjörnutorginu í mat og vilja helst ekki þekkja mig þegar ég bara stend upp eftir mat, teygi úr mér og melti rólega á meðan þær bagsa við að troða matnum oní dolluna sem segir þakka þér fyrir, og skíta út puttana um leið. Neeei takk. En með árunum er ég samt farin að gera það af og til, og þá bara fyrir þessar vinkonur.

Ég er líka týpan til að leggja ólöglega. Af því ég er að flýta mér og nenni ekki að leita endalaust að stæði. Ég get auðveldlega lagt alveg upp að dyrum í Kringlunni í vissu stuði. Get líka alveg lagt lengst í burtu en ef það er enginn upp við dyrnar þá finnst mér bara fínt að smella bílnum þar og valhoppa inn. En hei, þetta er ekkert því einu sinni lagði ég án þess að blikna í fatlaða stæðið. En svo hætti ég því, sem betur fer. Ætlun mín er sko nebblega alls ekki að vera vond manneskja. Einhver velti því upp að ef ég væri ekki flughrædd væri ég týpan til að slökkva ekki á gemsanum í fluginu... þið skiljið mig. Ætli það sé ekki rétt. EilífðarRebel.

Og af hverju fæ ég svo eða leyfi ég mér að fá svona viðvaranir eins og í dag? Tja, tja það er nú það. Hef aðeins velt þessu fyrir mér. Ég er ekki dóni og ekki ruddi heldur. Ég held að málið sé kannski að ákveðnum tímapunktum verður mér bara skítsama. WhatTheFuck. Hvað-með-það-æ-slakaðu-á. Því ef maður hugsar um það þá er maður alla daga alltaf að standa sig á öllum vígstöðvum. Maður gerir alltaf sitt besta í vinnu, skóla, með manninn og barnið, á heimilinu, félagslífinu og you name it. Og það tekst! Ég set metnað í pakkann og massa hann vel. Stundum með hörku en yfirleitt bara mjúklega með gleði. Og svo kemur svona dót í lífinu eins og að leggja á hárréttum stað eða hafa vel tiltekið á réttum tíma á einhverra annarra forsendum (þegar maður er búinn að vera að drukkna í vinnu og er að massa hana 100% að sjálfsögðu) - og ég bara leyfi mér að svindla. Ég hugsa það alveg áður en ég geri það, en leyfi mér það samt. Það er einhvern veginn eins og mér finnist smá svindl hér og þar sem engin alvarleg viðurlög eru varla geta harmað mikið á endanum, svona þegar maður tekur allt annað í burtu. Að ég leyfi mér þennan slaka hér og þar til að halda mér í hundrað prósentunum annars staðar þar sem mér finnst það meira skipta máli. Því ég er sko líka þessi hundraðprósent týpa.

Já, þeir sem vilja vara sig á mér geri það bara. Ég hef lagast í þessu ef eitthvað er og vil helst ekki hafa það öðruvísi. Varla viljið þið hafa mig orkulausa og pirraða og leiðinlega við ykkur og í staðinn vera að leggja skælbrosandi í stæðið lengst í burtu og takandi til á McDonalds... o, nei,trúið mér að það vill enginn og allra síst ég og ÉG RÆÐ svo ég tók báða appelsínugulu viðvörunarmiðana reif þá og át með beztu lyzt.

(en ok, markaðsstjórinn skipulagði tiltekt á morgun og ég skal rrrreyna að finna annað stæði en ólöglega uppáhaldsstæðið mitt í fyrramálið! Bara af því það eru jólin :S)

Luv,
Erla hundrað prósent
- eða þannig heheheheheehehehe
and lovin´it.

JólaSmjattinn ég 

Helgin mín fór í að jóladjammast báða dagana. Vinnudjammið var virkilega vel heppnað og JólaSmjatti fór einstaklega vel fram og var jafn rokkaður og skemmtilegur og endranær. Við Smjattar erum þrítugar og þokkalega þætar. Við teljum okkur án efa vera flottastar og hottastar hvernig sem á það er litið. Verðum það líka 40 og 50 og 60 og 70 því Smjatti er ódauðlegur. Vinkonu- og matarklúbburinn Smjatt telur 8 megapíur en það vantaði 2 sem eru að þvælast í útlöndum, svo við vorum sexxxxx og líka svoldið sexí ekki satt?

Ég verð svo að recordera það að í dag hljóp ég 5 km á 27 og hálfri mínútu. Ég var að kafna enda vel eitruð eftir helgina.
Tíukílómetratakmarkið nálgast en þetta blessaða djamm hefur aðeins sett strik í reikninginn. Djammandi líkami hleypur bara ekki eins hratt og lengi skal ég ykkur segja. En þetta er allt að koma. Smjattar geta allt sem þeir vilja.


Gjörsamlega ómótstæðilegar


okkur finnst sko ekkert leiðinlegt að setja stút á munninn og vera extra sexí


góður stútur á minni og vilborg vel tennt


auk þess að smjatta finnst okkur líka gott að sötra soldið


já, ég sagði það, við í Smjatta erum með eindæmum myndarlegar og þá er ég ekki eingöngu að tala um útlitið heldur einnig matargerðina, en eins og nafn klúbbsins segir til um finnst okkur gott að borða og erum myndarlegar bakvið eldavélina þegar við þurfum. Hér sýnir Vilborg sörurnar sínar sem voru ómótstæðilegar eins og hún sjálf ahhh....


vinkonukaosmynd


Ég er sko bara að óska Beggu gleðilegra jóla þarna - eh held ég

sunnudagur, desember 10, 2006

Múmínálfur fer á skauta 

Vera fór í fyrsta sinn á skauta í dag. Við gerðum okkur ferð inn í Reykjavík City og gáfum svöngum öndum sem er alltaf jafn gaman ef maður er tveggja ára. Svo röltum við í Kolaportið og keyptum nýja prjónavettlinga á dömuna af gamalli prjónakellingu. Já, já, ok af því mamman kann ekki að prjóna vettlinga og hvaðmeðþað. Svo kíktum við á nýja skautasvellið á Ingólfstorgi og horfðum á fólkið skauta í smá stund. Eða þar til Vera sagðist vilja skauta á skautasvellinu. Mamman var ekki lengi að bregðast við og leigði minnstu skautana sem voru samt 2-3 númerum of stórir og smellti þeim á dömuna, og eitt stykki skauta á sjálfa sig líka. Svo tókum við nokkuð marga hringi á svellinu og Veru fannst þetta þvílíkt gaman. Hún stóð ágætlega í lappirnar og við renndum okkur saman á dágóðri ferð. Hún sagði stollt trekk í trekk: "Ég skauta eins og Múmín!" Já, Múmínálfarnir eru í uppáhaldi þessar stundirnar. Ég var líka svakalega stollt af henni og hugsaði með mér að það næsta væri að smella á hana snjóbretti eða skíði í vetur. Hver veit. Eftir skautaupplifunina miklu var haldið í matarveislu til ömmu Jónu og afa Sigga og þar fékk heimilishundurinn Gína góða athygli Verunnar sem dýrkar dýrið. Þetta var alla vega hinn fínasti sunnudagur og Vera fór að sofa enn eina nýja reynsluna og gat varla sofnað því hún þurfti alltaf að vera að segja mér fréttirnar, skælbrosandi með uppglennt augun og spenning í röddinni: "Mamma, ég einu sinni skauta eins og Múmín"... Æj hvað liti sæti Múmínálfurinn minn er frábær :)


Reykjavik City - verð að segja að þegar ég er á rölti um miðbæ Reykjavíkur sakna ég þess að vissu leyti að búa þar ekki lengur....


Braudi kastad af afli i endurnar


Sko - stendur sjalf!


Muminalfar a skautum


Vera og Gina vinkonur

fimmtudagur, desember 07, 2006

Jóladjamm 

Ég hef nú ekki verið sérlega þekkt fyrir að hafa lítið fyrir stafni og er desember vafalaust sá mánuður sem maður er hvað mest bissí. Útlandadagskráin var þokkalega þétt og ég hitti Veruna varla í eina og hálfa viku. Jólahlaðborðin hlaðast svo á mann núna og það er eins allur matur í heiminum þurfi að étast fyrir jól. Og þvílíkt hollusta - reykt&saltað=bjúgur og sviti. Þetta er kannski eini mánuðurinn sem mér gæti mögulega fundist eitthvað vit í því að vera grænmetisæta. Eða nei, hamborgarhryggurinn er of góður. Svo þurfa allir kórar að syngja inn aðventuna og í kvöld kláraði ég þriðju jólatónleikana. Þvílíkt djamm þar enda sungum við eins og englar fyrir fullu húsi öll kvöldin. Allir vinahópar þurfa að hittast og gleðjast yfir jesú. Held samt að maturinn og pakkaleikurinn ásamt skvísu- og brjóstakeppni sé meira dræf í mínum vinkvennahóp heldur en endilega að fagna jólunum. Feisum það - desember og jólin eru bara feit og góð afsökun fyrir allsherjar djammi. Það má allt í desember. Éta, éta meira, versla viðbjóðslega mikið af óþarfa, kaupa allt sem vantar eða vantar ekki nýtt inn á heimilið "fyrir jól", hitta long lost friends svona til að friða fallegu jólagleðisálina, djamma með vinnunni, djamma með viðskiptavinum, djamma á jólaballi, í jólaföndri, í bakstri og jólaþessuoghinuruglinu. Jólin eru ekkert smá gott markaðsplott. Jesú hlýtur að vera á góðum prósentum.

Það er sem sagt mikið um að vera hjá Erlu-perlu. Á morgun er það vinnudjamm og hinn daginn vinkonudjamm. Og sofið á milli býst ég við enda þessi jóladjömm með eindæmum gleðileg langt undir morgunn. Þetta er jú allt í tilefni jólanna að sjálfsögðu. Allir extra flottir og næs. Gefa gjafir og fagna sigri ljóssins. Samt er ég ekki tilbúin með aðventukransinn, engin jólaljós komin upp og hvað þá baksturinn hafinn. Ég er ekki einu sinni búin að taka upp úr ferðatöskunni...

Köben 

Köben var fín og Odense líka. Nenni ekki að skrifa ferðasöguna en hún einkenndist af jólabjór og jarðaberja mojito á þotuliðsbarnum á St. Petri, dönsku jóladóti, rússíbanaferð í tívolí, miklu sjopping og kærkomnum vinkonuhittingi. Svo ekki sé minnst á að ég sé hætt að vera flughrædd. Já, fyrir ykkur sem ekki vissuð þá VAR ég svo flughrædd að púlsinn í kyrrstöðu í flugtaki var a.m.k. 150 og ég skulda ykkur eina góða flughræðslusögu frá því í sumar jisusminn. En no more. Púlsinn var bara 80 og ég var hvorki uppdópuð né drukkin. Geri aðrir betur. Svo Köben hafði alla vega þann tilgang ef ekki annan.

En næst: Ísland. Upplifa jólin í gegnum Veru svo ég hafi gaman að þeim, standa mig í 10 km hlaupinu mínu, fara á fullt af alls konar jólajóladjammi og bara elska friðinn og strjúka kviðinn.


vinur minn


...og svo hofst keppnin...


ullalla - geri adrir betur


jiiisus minn


ok eg var ad reyna ad gera eins og thaer... en �ts!


Þessi vann eiginlega


Sonja og Gestur � Odense

miðvikudagur, desember 06, 2006

Jólatónleikar 


Ég hef nú auglýst jólatónleika elsku kórsins míns hér á síðunni undanfarin 3 ár en held ég hafi samt aldrei séð neinn sem ég þekki fyrir utan mömmu og áður ömmu hehe.

Já, áhugamálin eru misjöfn. EN - ef þið viljið komast í annan heim í jólastemmningu og hlusta á dýrðlegan kórsöng þá eru tónleikar í kvöld og annað kvöld með Kammerkór Hafnarfjarðar kl. 20 í Hásölum í Hafnarfirði.

Það voru einir tónleikar í gærkvöldi og ég hreinlega táraðist yfir því hvað við vorum himnesk. Hvað þá einsöngvarinn og píanóleikarinn úff.


Kv,
Erla kórnörd

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker