<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 25, 2006

2,5 á jóladag 

Músin er 2,5 ára í dag. Ekki tveggja og hálfs heldur sko 2 ára og 5 mánaða, ef þið voruð ekki búin að fatta systemið. Hún er orðin 94 cm og er ótrúlega skýr, talar með hörðu errrrrrrrrri og góðu essssssi og syngur meira en hún mýgur, nýtt lag á hverjum degi. Hún fór í messu með mér í gær og fannst svakalega leiðinlegt. Talaði mjög hátt í allri þögninni um að hún vildi fara heim NÚNA og það væri ekki gaman í Hólakirkju. En hún tolldi klukkutímann með herkjum (og foreldrarnir rétt svo líka) og mun fá að fara aftur að ári liðnu, jibbí. Hún fékk 12 bækur í jólagjöf og fullt af flottu og skemmtilegu dóti, m.a. prinsessuátfitt sem hún ákvað að væri fiðrildabúningur, en daman flaug allt aðfangadagskvöld eftir að sá pakki var opnaður. Við berum bestu þakkir til þeirra sem gáfu Veru pakka og glöddu hennar litla jólahjarta. Hún er alveg að fatta þetta daman - endalausir pakkar já takk, og skildi ekkert í því af hverju gullskórinn hennar fór ekki út í glugga í gærkvöldi til að fá fleiri pakka. Sjálf fékk ég afar fína pakka og þakka fyrir það. Fyrir MIG, skartgripi, föt og dúllerí. Jólasveinarnir hafa augljóslega hlustað á bænir mínar.


Gleðileg jól

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker