miðvikudagur, desember 13, 2006
Sigur í myrkri
Það er soldið myrkur í minni þennan veturinn. Eitthvað finnst mér eins og skammdegið sé að stríða mér í fyrsta sinn. Maður fer út í myrkri og kemur heim í myrkri og er þess á milli inni í gulu gervi flúorljósi. Ég sem hélt því alltaf fram að þetta hefði engin áhrif á mig, en ég held það hafi það samt, lúmskt. Reyndar hefur bara verið birta í kringum allt aksjónið mitt í desember og maður lifir á því. Það sem bjargar svo hversdeginum mínum er að skreppa út í hádeginu og hlaupa myrkrið úr mér. Það er að takast. Ég ætla meira að segja að fara langleiðina að 10 km á morgun, eða sjá hvað ég kemst langt. Planinu mínu hefur seinkað lítið eitt vegna brennivínseitrunar líkamans sem er víst alvanaleg afleiðing desemberdjammsins, segja fróðir sportistar. Ég tek 10 km takmarkið alla vega pottþétt í næstu viku. Ætla að fara að búa mér til einhvern hittara-playlista sem gefur mér orku á brettinu. Stilla svo hugann á eitthvað brjálæðislegt og sækja þannig þrjóskuna og brjálið í mér sem skal koma mér langt.
Klapplið eru velkomin.
Kv,
Erla SigurLAUGAR!
(einu sinni sigrað ég í lauginni en núna sigra ég í laugum hehe - alveg magnað hvað maður nær að vera fyndinn í myrkrinu, svartur húmor kannski?!
-aaaaaaaaahhhhaaaahhhaahhhaaaaaaa...)
Klapplið eru velkomin.
Kv,
Erla SigurLAUGAR!
(einu sinni sigrað ég í lauginni en núna sigra ég í laugum hehe - alveg magnað hvað maður nær að vera fyndinn í myrkrinu, svartur húmor kannski?!
-aaaaaaaaahhhhaaaahhhaahhhaaaaaaa...)
Comments:
Skrifa ummæli