fimmtudagur, desember 07, 2006
Köben
Köben var fín og Odense líka. Nenni ekki að skrifa ferðasöguna en hún einkenndist af jólabjór og jarðaberja mojito á þotuliðsbarnum á St. Petri, dönsku jóladóti, rússíbanaferð í tívolí, miklu sjopping og kærkomnum vinkonuhittingi. Svo ekki sé minnst á að ég sé hætt að vera flughrædd. Já, fyrir ykkur sem ekki vissuð þá VAR ég svo flughrædd að púlsinn í kyrrstöðu í flugtaki var a.m.k. 150 og ég skulda ykkur eina góða flughræðslusögu frá því í sumar jisusminn. En no more. Púlsinn var bara 80 og ég var hvorki uppdópuð né drukkin. Geri aðrir betur. Svo Köben hafði alla vega þann tilgang ef ekki annan.
En næst: Ísland. Upplifa jólin í gegnum Veru svo ég hafi gaman að þeim, standa mig í 10 km hlaupinu mínu, fara á fullt af alls konar jólajóladjammi og bara elska friðinn og strjúka kviðinn.
vinur minn
En næst: Ísland. Upplifa jólin í gegnum Veru svo ég hafi gaman að þeim, standa mig í 10 km hlaupinu mínu, fara á fullt af alls konar jólajóladjammi og bara elska friðinn og strjúka kviðinn.
vinur minn
Comments:
Skrifa ummæli