fimmtudagur, desember 21, 2006
Bráðnauðsynlegur óþarfi
Ég er pakkastelpa, elska pakka. Elska líka að gefa pakka. Velja þann rétta fyrir hvern og einn, og krossa fingur yfir því að viðkomandi fíli gjöfina. Annars gæti ég sko móðgast. Jólagjafirnar til mín hafa hins vegar minnkað undarlega mikið síðastliðin ár og hvað þá eftir að Vera kom til sögunnar. Það hefur enginn spurt mig hvað mig langar í í jólagjöf í ár og það veitir ekki á gott. Mamma spurði hvað VIÐ eiginmaðurinn vildum að gjöf. Ekki ég. Maður er víst fyrir löngu orðin við. Við öll jafnvel. Svo ég bað um pening fyrir ljósi í stofuna. Hef ekki fundið rétta ljósið ennþá þrátt fyrir leit. Tengdó gefur okkur pening í umslagi eins og oft áður. Sem er fínt og ég vona að ég eyði þessum jólapéningum bara ekki í Bónus. Reyndar fæ Ég gjöf frá nokkrum elsku vinkonum mínum svo þetta er nú allt í lagi. Viggi hefur oft komið sterkur inn en ég veit ekki þessi jólin þar sem heimilið (VIÐ) vorum að fjárfesta í nýrri myndavél.
Fyrir ykkur hin sem ég veit að eruð að leita að gjöf handa mér þá skal ég gefa ykkur tips - mig langar mest í einhvern bráðnauðsynlegan óþarfa fyrir MIG sem kemur vel á óvart. Ég held það falli reyndar flest undir þá skilgreiningu... svo nei, það er ekki erfitt að gleðja mig :)
Fyrir ykkur hin sem ég veit að eruð að leita að gjöf handa mér þá skal ég gefa ykkur tips - mig langar mest í einhvern bráðnauðsynlegan óþarfa fyrir MIG sem kemur vel á óvart. Ég held það falli reyndar flest undir þá skilgreiningu... svo nei, það er ekki erfitt að gleðja mig :)
Comments:
Skrifa ummæli