<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 11, 2006

JólaSmjattinn ég 

Helgin mín fór í að jóladjammast báða dagana. Vinnudjammið var virkilega vel heppnað og JólaSmjatti fór einstaklega vel fram og var jafn rokkaður og skemmtilegur og endranær. Við Smjattar erum þrítugar og þokkalega þætar. Við teljum okkur án efa vera flottastar og hottastar hvernig sem á það er litið. Verðum það líka 40 og 50 og 60 og 70 því Smjatti er ódauðlegur. Vinkonu- og matarklúbburinn Smjatt telur 8 megapíur en það vantaði 2 sem eru að þvælast í útlöndum, svo við vorum sexxxxx og líka svoldið sexí ekki satt?

Ég verð svo að recordera það að í dag hljóp ég 5 km á 27 og hálfri mínútu. Ég var að kafna enda vel eitruð eftir helgina.
Tíukílómetratakmarkið nálgast en þetta blessaða djamm hefur aðeins sett strik í reikninginn. Djammandi líkami hleypur bara ekki eins hratt og lengi skal ég ykkur segja. En þetta er allt að koma. Smjattar geta allt sem þeir vilja.


Gjörsamlega ómótstæðilegar

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker