mánudagur, desember 11, 2006
WARNING
Varúð - eftirfarandi lesning er ekki fyrir viðkvæma.
Ég fékk tvær viðvaranir í dag.
Önnur þeirra var á miða á skrifborðinu mínu þegar ég mætti í vinnuna í morgun og hljómaði svona: "Þú hefur fengið viðvörun". Tja, þú segir nokkuð hugsaði ég með mér og byrjaði að vinna án þess að blikna. Síðar um daginn frétti ég það svo að ég ætti að taka viðvörunina alvarlega þar sem þetta snérist um jólahreingerningu fyrirtækisins. Það var sem sagt of mikið drasl á skrifborðinu mínu og í kringum það fyrir jól í Nýherja. Ég hafði bara eitt að segja: Það er fokkings 11. desember og ég er nýbúin að taka upp úr ferðatöskunni heima hjá mér, fötin eru samt í klessu, þvotturinn fyllir heilt herbergi og ég gæti vafalaust safnað lónni undir rúmi í mjög raunverulegt jólasveinaskegg. Sem sagt viðvörun accepted en sleik it santa. Reyndar fengu allir hinir í markaðsdeildinni líka viðvörun svo þetta er alltílæ. Eða er ekki örugglega í lagi að vera glataður ef einhver annar er það líka?
Viðvörun númer tvö kom um hádegisbil þegar ég sá miða á bílrúðunni hjá mér. Á honum stóð: "Þú hefur fengið viðvörun. Þetta stæði er aðeins fyrir bíla sem tilheyra Borgartúni 33". Ok, fair enough, ég er víst í Borgartúni 37, en það eina sem ég hugsaði með mér er hvering þeir í 33 viti það? eiginlega?! Heilt hús fullt af fólki á alls konar bílum... jahérna, það er aldeilis gleðilegt að einhver nenni að njósna um mig.
Ég er skipulögð, öguð og flott pía. Ég er samt týpan sem tekur ekki til eftir sig á skyndibitastöðum. Ég nenni því hreinlega ekki, kannski af því ég vann lengi á KFC og tók til eftir milljón manns sem skildu leifarnar sínar eftir á borðunum. Mér fannst það allt í lagi, ég var jú að VINNA þarna. Sumum vinkonum mínum finnst sökum þessa óþægilegt að vera með mér á Stjörnutorginu í mat og vilja helst ekki þekkja mig þegar ég bara stend upp eftir mat, teygi úr mér og melti rólega á meðan þær bagsa við að troða matnum oní dolluna sem segir þakka þér fyrir, og skíta út puttana um leið. Neeei takk. En með árunum er ég samt farin að gera það af og til, og þá bara fyrir þessar vinkonur.
Ég er líka týpan til að leggja ólöglega. Af því ég er að flýta mér og nenni ekki að leita endalaust að stæði. Ég get auðveldlega lagt alveg upp að dyrum í Kringlunni í vissu stuði. Get líka alveg lagt lengst í burtu en ef það er enginn upp við dyrnar þá finnst mér bara fínt að smella bílnum þar og valhoppa inn. En hei, þetta er ekkert því einu sinni lagði ég án þess að blikna í fatlaða stæðið. En svo hætti ég því, sem betur fer. Ætlun mín er sko nebblega alls ekki að vera vond manneskja. Einhver velti því upp að ef ég væri ekki flughrædd væri ég týpan til að slökkva ekki á gemsanum í fluginu... þið skiljið mig. Ætli það sé ekki rétt. EilífðarRebel.
Og af hverju fæ ég svo eða leyfi ég mér að fá svona viðvaranir eins og í dag? Tja, tja það er nú það. Hef aðeins velt þessu fyrir mér. Ég er ekki dóni og ekki ruddi heldur. Ég held að málið sé kannski að ákveðnum tímapunktum verður mér bara skítsama. WhatTheFuck. Hvað-með-það-æ-slakaðu-á. Því ef maður hugsar um það þá er maður alla daga alltaf að standa sig á öllum vígstöðvum. Maður gerir alltaf sitt besta í vinnu, skóla, með manninn og barnið, á heimilinu, félagslífinu og you name it. Og það tekst! Ég set metnað í pakkann og massa hann vel. Stundum með hörku en yfirleitt bara mjúklega með gleði. Og svo kemur svona dót í lífinu eins og að leggja á hárréttum stað eða hafa vel tiltekið á réttum tíma á einhverra annarra forsendum (þegar maður er búinn að vera að drukkna í vinnu og er að massa hana 100% að sjálfsögðu) - og ég bara leyfi mér að svindla. Ég hugsa það alveg áður en ég geri það, en leyfi mér það samt. Það er einhvern veginn eins og mér finnist smá svindl hér og þar sem engin alvarleg viðurlög eru varla geta harmað mikið á endanum, svona þegar maður tekur allt annað í burtu. Að ég leyfi mér þennan slaka hér og þar til að halda mér í hundrað prósentunum annars staðar þar sem mér finnst það meira skipta máli. Því ég er sko líka þessi hundraðprósent týpa.
Já, þeir sem vilja vara sig á mér geri það bara. Ég hef lagast í þessu ef eitthvað er og vil helst ekki hafa það öðruvísi. Varla viljið þið hafa mig orkulausa og pirraða og leiðinlega við ykkur og í staðinn vera að leggja skælbrosandi í stæðið lengst í burtu og takandi til á McDonalds... o, nei,trúið mér að það vill enginn og allra síst ég og ÉG RÆÐ svo ég tók báða appelsínugulu viðvörunarmiðana reif þá og át með beztu lyzt.
(en ok, markaðsstjórinn skipulagði tiltekt á morgun og ég skal rrrreyna að finna annað stæði en ólöglega uppáhaldsstæðið mitt í fyrramálið! Bara af því það eru jólin :S)
Luv,
Erla hundrað prósent
- eða þannig heheheheheehehehe
and lovin´it.
Ég fékk tvær viðvaranir í dag.
Önnur þeirra var á miða á skrifborðinu mínu þegar ég mætti í vinnuna í morgun og hljómaði svona: "Þú hefur fengið viðvörun". Tja, þú segir nokkuð hugsaði ég með mér og byrjaði að vinna án þess að blikna. Síðar um daginn frétti ég það svo að ég ætti að taka viðvörunina alvarlega þar sem þetta snérist um jólahreingerningu fyrirtækisins. Það var sem sagt of mikið drasl á skrifborðinu mínu og í kringum það fyrir jól í Nýherja. Ég hafði bara eitt að segja: Það er fokkings 11. desember og ég er nýbúin að taka upp úr ferðatöskunni heima hjá mér, fötin eru samt í klessu, þvotturinn fyllir heilt herbergi og ég gæti vafalaust safnað lónni undir rúmi í mjög raunverulegt jólasveinaskegg. Sem sagt viðvörun accepted en sleik it santa. Reyndar fengu allir hinir í markaðsdeildinni líka viðvörun svo þetta er alltílæ. Eða er ekki örugglega í lagi að vera glataður ef einhver annar er það líka?
Viðvörun númer tvö kom um hádegisbil þegar ég sá miða á bílrúðunni hjá mér. Á honum stóð: "Þú hefur fengið viðvörun. Þetta stæði er aðeins fyrir bíla sem tilheyra Borgartúni 33". Ok, fair enough, ég er víst í Borgartúni 37, en það eina sem ég hugsaði með mér er hvering þeir í 33 viti það? eiginlega?! Heilt hús fullt af fólki á alls konar bílum... jahérna, það er aldeilis gleðilegt að einhver nenni að njósna um mig.
Ég er skipulögð, öguð og flott pía. Ég er samt týpan sem tekur ekki til eftir sig á skyndibitastöðum. Ég nenni því hreinlega ekki, kannski af því ég vann lengi á KFC og tók til eftir milljón manns sem skildu leifarnar sínar eftir á borðunum. Mér fannst það allt í lagi, ég var jú að VINNA þarna. Sumum vinkonum mínum finnst sökum þessa óþægilegt að vera með mér á Stjörnutorginu í mat og vilja helst ekki þekkja mig þegar ég bara stend upp eftir mat, teygi úr mér og melti rólega á meðan þær bagsa við að troða matnum oní dolluna sem segir þakka þér fyrir, og skíta út puttana um leið. Neeei takk. En með árunum er ég samt farin að gera það af og til, og þá bara fyrir þessar vinkonur.
Ég er líka týpan til að leggja ólöglega. Af því ég er að flýta mér og nenni ekki að leita endalaust að stæði. Ég get auðveldlega lagt alveg upp að dyrum í Kringlunni í vissu stuði. Get líka alveg lagt lengst í burtu en ef það er enginn upp við dyrnar þá finnst mér bara fínt að smella bílnum þar og valhoppa inn. En hei, þetta er ekkert því einu sinni lagði ég án þess að blikna í fatlaða stæðið. En svo hætti ég því, sem betur fer. Ætlun mín er sko nebblega alls ekki að vera vond manneskja. Einhver velti því upp að ef ég væri ekki flughrædd væri ég týpan til að slökkva ekki á gemsanum í fluginu... þið skiljið mig. Ætli það sé ekki rétt. EilífðarRebel.
Og af hverju fæ ég svo eða leyfi ég mér að fá svona viðvaranir eins og í dag? Tja, tja það er nú það. Hef aðeins velt þessu fyrir mér. Ég er ekki dóni og ekki ruddi heldur. Ég held að málið sé kannski að ákveðnum tímapunktum verður mér bara skítsama. WhatTheFuck. Hvað-með-það-æ-slakaðu-á. Því ef maður hugsar um það þá er maður alla daga alltaf að standa sig á öllum vígstöðvum. Maður gerir alltaf sitt besta í vinnu, skóla, með manninn og barnið, á heimilinu, félagslífinu og you name it. Og það tekst! Ég set metnað í pakkann og massa hann vel. Stundum með hörku en yfirleitt bara mjúklega með gleði. Og svo kemur svona dót í lífinu eins og að leggja á hárréttum stað eða hafa vel tiltekið á réttum tíma á einhverra annarra forsendum (þegar maður er búinn að vera að drukkna í vinnu og er að massa hana 100% að sjálfsögðu) - og ég bara leyfi mér að svindla. Ég hugsa það alveg áður en ég geri það, en leyfi mér það samt. Það er einhvern veginn eins og mér finnist smá svindl hér og þar sem engin alvarleg viðurlög eru varla geta harmað mikið á endanum, svona þegar maður tekur allt annað í burtu. Að ég leyfi mér þennan slaka hér og þar til að halda mér í hundrað prósentunum annars staðar þar sem mér finnst það meira skipta máli. Því ég er sko líka þessi hundraðprósent týpa.
Já, þeir sem vilja vara sig á mér geri það bara. Ég hef lagast í þessu ef eitthvað er og vil helst ekki hafa það öðruvísi. Varla viljið þið hafa mig orkulausa og pirraða og leiðinlega við ykkur og í staðinn vera að leggja skælbrosandi í stæðið lengst í burtu og takandi til á McDonalds... o, nei,trúið mér að það vill enginn og allra síst ég og ÉG RÆÐ svo ég tók báða appelsínugulu viðvörunarmiðana reif þá og át með beztu lyzt.
(en ok, markaðsstjórinn skipulagði tiltekt á morgun og ég skal rrrreyna að finna annað stæði en ólöglega uppáhaldsstæðið mitt í fyrramálið! Bara af því það eru jólin :S)
Luv,
Erla hundrað prósent
- eða þannig heheheheheehehehe
and lovin´it.
Comments:
Skrifa ummæli