<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, desember 10, 2006

Múmínálfur fer á skauta 

Vera fór í fyrsta sinn á skauta í dag. Við gerðum okkur ferð inn í Reykjavík City og gáfum svöngum öndum sem er alltaf jafn gaman ef maður er tveggja ára. Svo röltum við í Kolaportið og keyptum nýja prjónavettlinga á dömuna af gamalli prjónakellingu. Já, já, ok af því mamman kann ekki að prjóna vettlinga og hvaðmeðþað. Svo kíktum við á nýja skautasvellið á Ingólfstorgi og horfðum á fólkið skauta í smá stund. Eða þar til Vera sagðist vilja skauta á skautasvellinu. Mamman var ekki lengi að bregðast við og leigði minnstu skautana sem voru samt 2-3 númerum of stórir og smellti þeim á dömuna, og eitt stykki skauta á sjálfa sig líka. Svo tókum við nokkuð marga hringi á svellinu og Veru fannst þetta þvílíkt gaman. Hún stóð ágætlega í lappirnar og við renndum okkur saman á dágóðri ferð. Hún sagði stollt trekk í trekk: "Ég skauta eins og Múmín!" Já, Múmínálfarnir eru í uppáhaldi þessar stundirnar. Ég var líka svakalega stollt af henni og hugsaði með mér að það næsta væri að smella á hana snjóbretti eða skíði í vetur. Hver veit. Eftir skautaupplifunina miklu var haldið í matarveislu til ömmu Jónu og afa Sigga og þar fékk heimilishundurinn Gína góða athygli Verunnar sem dýrkar dýrið. Þetta var alla vega hinn fínasti sunnudagur og Vera fór að sofa enn eina nýja reynsluna og gat varla sofnað því hún þurfti alltaf að vera að segja mér fréttirnar, skælbrosandi með uppglennt augun og spenning í röddinni: "Mamma, ég einu sinni skauta eins og Múmín"... Æj hvað liti sæti Múmínálfurinn minn er frábær :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker