<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 07, 2006

Jóladjamm 

Ég hef nú ekki verið sérlega þekkt fyrir að hafa lítið fyrir stafni og er desember vafalaust sá mánuður sem maður er hvað mest bissí. Útlandadagskráin var þokkalega þétt og ég hitti Veruna varla í eina og hálfa viku. Jólahlaðborðin hlaðast svo á mann núna og það er eins allur matur í heiminum þurfi að étast fyrir jól. Og þvílíkt hollusta - reykt&saltað=bjúgur og sviti. Þetta er kannski eini mánuðurinn sem mér gæti mögulega fundist eitthvað vit í því að vera grænmetisæta. Eða nei, hamborgarhryggurinn er of góður. Svo þurfa allir kórar að syngja inn aðventuna og í kvöld kláraði ég þriðju jólatónleikana. Þvílíkt djamm þar enda sungum við eins og englar fyrir fullu húsi öll kvöldin. Allir vinahópar þurfa að hittast og gleðjast yfir jesú. Held samt að maturinn og pakkaleikurinn ásamt skvísu- og brjóstakeppni sé meira dræf í mínum vinkvennahóp heldur en endilega að fagna jólunum. Feisum það - desember og jólin eru bara feit og góð afsökun fyrir allsherjar djammi. Það má allt í desember. Éta, éta meira, versla viðbjóðslega mikið af óþarfa, kaupa allt sem vantar eða vantar ekki nýtt inn á heimilið "fyrir jól", hitta long lost friends svona til að friða fallegu jólagleðisálina, djamma með vinnunni, djamma með viðskiptavinum, djamma á jólaballi, í jólaföndri, í bakstri og jólaþessuoghinuruglinu. Jólin eru ekkert smá gott markaðsplott. Jesú hlýtur að vera á góðum prósentum.

Það er sem sagt mikið um að vera hjá Erlu-perlu. Á morgun er það vinnudjamm og hinn daginn vinkonudjamm. Og sofið á milli býst ég við enda þessi jóladjömm með eindæmum gleðileg langt undir morgunn. Þetta er jú allt í tilefni jólanna að sjálfsögðu. Allir extra flottir og næs. Gefa gjafir og fagna sigri ljóssins. Samt er ég ekki tilbúin með aðventukransinn, engin jólaljós komin upp og hvað þá baksturinn hafinn. Ég er ekki einu sinni búin að taka upp úr ferðatöskunni...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker