<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 18, 2006

Kransinn 2006 

Ég hef svolítið skrifað um jólastelpuna mig síðastliðin jól. Ég hef verið lítil jólastelpa og er enn. Finnst flest jólaskraut ljótt en dýrka ljósin. Ég er búin að skreyta heima og er skrautið svo lítið og yfirbragðslaust að fólk hefur ekki tekið eftir því. Get bara ekki fyllt húsið að rauðu ljótu dóti allt í einu. Hins vegar hef ég undanfarin tvö ár lagt metnað minn í að föndrað flottan aðventukrans, af því mér finnst gaman að föndra, sérstaklega í góðra vinkvenna hópi. Þessi jólin föndraði ég líka krans, en jeminn hvað hann er ljótur greyið. Ég hafði engan tíma whatsoever svo ég keypti tilbúinn mosavaxinn hring og vír og stakk hvítum kertum sem ég átti inní skáp ofan í hann og kveikti á kertinu alltof sein - VOILA! Reyndar var ég svo alltaf á leiðinni að kaupa eitthvað flott dót á hann en komst aldrei í það svo þetta er bara útkoman fyrir þessi jólin, minimalisminn í sinni jólalegustu mynd. Varla neitt til að státa sig af, en kannski frekar hlæja að... hí á hann!

En hei - ég er þó að taka þátt!


KransINN 2006

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker