fimmtudagur, desember 21, 2006
Miðbæjarpæjan ég
Eða alla vega wannabe, maður reynir. Ég er ekki búin að stíga fæti inn í Smáralind eða Kringluna síðan í byrjun nóvember og setti mér heit um að halda því til streitu fram yfir jól og áramót. Ég LOFA. Maður verður svo búinn eftir rölt þarna inni. Það er bara ekkert kósí. Ætla að taka miðbæinn á þær gjafir og það stúss sem er eftir. Og það þrátt fyrir óveður. Ég er að reyna að halda í miðbæjarrottufílinginn í mér þótt ég sé orðin hálfgerð úthverfakjélling. Og ég hef sagt það áður og segi það aftur að mér finnst óveður svo spennandi. Smá æsandi meira að segja. Af skrifum mínum hér hef ég oftar en einu sinni verið „greind“ sem spennufíkill (og reyndar einu sinni sem með snert af ofvirkni - sjálf sagði ég einhvern tímann eilífðarRebell...) svo ef vont veður í jólaösinni fær þeirri fíkn uppfyllt þá bý ég alla vega á réttum stað.
Ég ætla sem sagt í spennandi bæjarrölt á morgun og vona að það verði hríð og erfið skilyrði. Þá er maður líka svo extra ánægður þegar maður kemur inn í verslanirnar (meira að segja Viggi!) og heita kakóið og kleinan verður extra gott.
Ég ætla sem sagt í spennandi bæjarrölt á morgun og vona að það verði hríð og erfið skilyrði. Þá er maður líka svo extra ánægður þegar maður kemur inn í verslanirnar (meira að segja Viggi!) og heita kakóið og kleinan verður extra gott.
Comments:
Skrifa ummæli