þriðjudagur, desember 19, 2006
Ég er líka blaut að neðan...
uss uss... hvað á þetta eiginlega að þýða?
Sko, þannig var að ég var frekar róleg um helgina þrátt fyrir góða helgarskemmtun. Fór meðal annars í skemmtilegt stelpu þrítugsafmæli með nóg af hvítvíni og mat, það var í Hafnarfirði svo loksins sparaði ég mér leigubílapening og tilheyrandi gubb og ógeð (neee, ekki alltaf, bara þdundum). Svo var familíuhittingur með öllu tilheyrandi hjá Helgasonum og dætrum á laugardagskvöldinu. Það lið telur eitthvað um 30 manns með öllum, þurfti að leigja sal undir liðið en dásamleg tengdamóðir mín útbjó matinn af snilld. Krakkarnir hlupu um og maður var í mömmugírnum allt kvöldið. Vera tók gubbuna um kvöldið og mamman var fim á fjórum fótum í sparifötunum að þrífa gubb. En það fór nú allt vel enda bara jólaöl haft við hönd þar.
Svo fékk ég símtalið þar sem ég poppaði úr einum heilbrigðum gír yfir í annan. Á línunni voru tvær æðislegar og skrækar, doldið fullar, en agalega fyndnar píur sem finnst jafn gaman að djamma og mér. Þær voru búnar með dáldið af jólabjór og glöggi þegar þær ákváðu að stofna klúbb og ég fékk að vita það að eins gott ég svaraði símanum því ég var sú síðasta sem var boðin innganga í klúbbinn. Sjúkket hugsaði ég með mér. Enn einn klúbburinn, já takk, ég var sko til í það. Er í einum góðum saumó, öðrum matarklúbb, drykkjuklúbb, Gallupstelpuklúbb, Gallupstelpuogstrákaklúbb, rauðhærðafélaginu, litlubrjóstafélaginu, mömmuklúbb, mannfræðiklúbbnum Mandela svo eitthvað sé nefnt... svo af hverju ekki einn einn klúbbinn? Klúbburinn Blautar að neðan og einn með kláða heitir hann og mér skildist í gegnum hláturinn að hann væri fyrir flottar konur með skoðanir! Já, takk, ég ég ég! Já, og sem finnst gaman að djamma með konum með skoðanir - já ééégg - ég er blaut! Nafnið á klúbbnum er auðvitað eins tussulegt og hægt er að hafa það, en þannig finnst flottum konum það víst bezt. Alla vegar fullum flottum konum. Og flottar konur kunna líka og mega líka fíbblast af og til. Ætli nafnið vísi ekki bara í að konurnar séu reddi for aksjon - svona samlíking... eh eða eitthvað. Það fékk víst aðeins einn karlmaður inngöngu og jú, hann er þessi með kláðann.
Tja, svona er sú saga. Veit ekki meir. Veit bara að ég er flott og blaut... juminneini.
Hlakka bara til að fá fundarboð!
Sko, þannig var að ég var frekar róleg um helgina þrátt fyrir góða helgarskemmtun. Fór meðal annars í skemmtilegt stelpu þrítugsafmæli með nóg af hvítvíni og mat, það var í Hafnarfirði svo loksins sparaði ég mér leigubílapening og tilheyrandi gubb og ógeð (neee, ekki alltaf, bara þdundum). Svo var familíuhittingur með öllu tilheyrandi hjá Helgasonum og dætrum á laugardagskvöldinu. Það lið telur eitthvað um 30 manns með öllum, þurfti að leigja sal undir liðið en dásamleg tengdamóðir mín útbjó matinn af snilld. Krakkarnir hlupu um og maður var í mömmugírnum allt kvöldið. Vera tók gubbuna um kvöldið og mamman var fim á fjórum fótum í sparifötunum að þrífa gubb. En það fór nú allt vel enda bara jólaöl haft við hönd þar.
Svo fékk ég símtalið þar sem ég poppaði úr einum heilbrigðum gír yfir í annan. Á línunni voru tvær æðislegar og skrækar, doldið fullar, en agalega fyndnar píur sem finnst jafn gaman að djamma og mér. Þær voru búnar með dáldið af jólabjór og glöggi þegar þær ákváðu að stofna klúbb og ég fékk að vita það að eins gott ég svaraði símanum því ég var sú síðasta sem var boðin innganga í klúbbinn. Sjúkket hugsaði ég með mér. Enn einn klúbburinn, já takk, ég var sko til í það. Er í einum góðum saumó, öðrum matarklúbb, drykkjuklúbb, Gallupstelpuklúbb, Gallupstelpuogstrákaklúbb, rauðhærðafélaginu, litlubrjóstafélaginu, mömmuklúbb, mannfræðiklúbbnum Mandela svo eitthvað sé nefnt... svo af hverju ekki einn einn klúbbinn? Klúbburinn Blautar að neðan og einn með kláða heitir hann og mér skildist í gegnum hláturinn að hann væri fyrir flottar konur með skoðanir! Já, takk, ég ég ég! Já, og sem finnst gaman að djamma með konum með skoðanir - já ééégg - ég er blaut! Nafnið á klúbbnum er auðvitað eins tussulegt og hægt er að hafa það, en þannig finnst flottum konum það víst bezt. Alla vegar fullum flottum konum. Og flottar konur kunna líka og mega líka fíbblast af og til. Ætli nafnið vísi ekki bara í að konurnar séu reddi for aksjon - svona samlíking... eh eða eitthvað. Það fékk víst aðeins einn karlmaður inngöngu og jú, hann er þessi með kláðann.
Tja, svona er sú saga. Veit ekki meir. Veit bara að ég er flott og blaut... juminneini.
Hlakka bara til að fá fundarboð!
Comments:
Skrifa ummæli