<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 06, 2006

Jólatónleikar 


Ég hef nú auglýst jólatónleika elsku kórsins míns hér á síðunni undanfarin 3 ár en held ég hafi samt aldrei séð neinn sem ég þekki fyrir utan mömmu og áður ömmu hehe.

Já, áhugamálin eru misjöfn. EN - ef þið viljið komast í annan heim í jólastemmningu og hlusta á dýrðlegan kórsöng þá eru tónleikar í kvöld og annað kvöld með Kammerkór Hafnarfjarðar kl. 20 í Hásölum í Hafnarfirði.

Það voru einir tónleikar í gærkvöldi og ég hreinlega táraðist yfir því hvað við vorum himnesk. Hvað þá einsöngvarinn og píanóleikarinn úff.


Kv,
Erla kórnörd

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker