fimmtudagur, júní 30, 2005
Í útilegu...
...bara´upp á grín!
Já, stefnan er tekin á Snæfellsnesið um helgina. Á Arnarstapa nánar tiltekið. Mín er búin að vera að plana útilegu á vegum Starfsmannafélags vinnunnar og það ætla barasta þó nokkuð margir að mæta. Spáin er fín og ég hlakka til. Það verður spennandi og gaman að fylgjast með Veru í sinni fyrstu útilegu.
Já, stefnan er tekin á Snæfellsnesið um helgina. Á Arnarstapa nánar tiltekið. Mín er búin að vera að plana útilegu á vegum Starfsmannafélags vinnunnar og það ætla barasta þó nokkuð margir að mæta. Spáin er fín og ég hlakka til. Það verður spennandi og gaman að fylgjast með Veru í sinni fyrstu útilegu.
miðvikudagur, júní 29, 2005
Móðirin ég
Ég er jú orðin móðir.
Ég er samt ennþá að reyna að vera stelpa, kona, eiginkona (tja eða öllu heldur kærasta svo við höfum það á hreinu), vinkona, frænka, kórfélagi, Gallupari og húsmóðir. Og ég sjálf, með sjálfri mér. Ekki má gleyma því. Mér finnst satt að segja svakalega erfitt að sinna öllum þessum annars skemmtilegu hlutverkum. Mér finnst aldrei tími til neins. Allra erfiðasta hlutverkið mitt um þessar mundir er þó móðurhlutverkið. Það kemst ekkert annað nálægt því. Eins brjálæðislega gaman og það er finnst mér það brjálæðislega erfitt.
Er ég brjáluð?
Það snýst ALLT um litlu Veruna mína. Frá morgni til kvölds. Sem þýðir að það er afar lítill tími fyrir önnur hlutverk en hlutverk móðurinnar. Hlekkurinn á milli okkar verður bara þyngri og þyngri. Og ég sem hélt í einfeldni minni að hann myndi léttast eftir að brjóstagjöf lauk. Jú, það hefði átt að getað skapað mér eitthvað frelsi, en það fer lítið fyrir því þegar það er enginn annar til taks en móðirin ég að gefa pelann og svæfa. Pabbinn er í vinnunni fram yfir háttatíma. Ég vakna með músinni, ég skipti á og klæði, tek þá erfiðu ákvörðun um hvort ég eigi að fara í hálfra mínútu sturtu eða fá mér seríós í snatri því bæði er ekki í boði, keyri til dagmömmunnar með hana hressa eða óhressa, sæki hana í stuði eða óstuði, eyði tíma með henni í hvernig formi sem er þar til hún fer að sofa auðveldlega eða erfiðlega um kl. 20 - 20:30. Í eyrum sumra, mæðra og ekki, kann þetta að hljóma ekkert mál. En sorrí, mér finnst þetta bara mál. Mér finnst þetta erfitt mál. Alla vega er ég í kvartgírnum núna.
Mér líður oft eins og einstæðri móður sem er þreytt og tætt, úrill og pirruð, eirðarlaus og leiðinleg. Með bauga, bólur og tætt hárið. Vöðvabólgu og heilabólgu. Sem er að gera sitt besta sem einhvern veginn virðist þó ekki duga. Að vinna og vinna en vinnunni lýkur aldrei. Að reyna og reyna en nær samt aldrei í toppi. Að gefa og gefa og eiga algjörlega ekkert eftir. Sérstaklega á kvöldin. Eins og núna. Ég veit það ekki, sumar mömmur eru eflaust umburðalyndar og þolinmóðar út í hið óendanlega og kvarta aldrei. Þegar maður spyr þær hvernig gengur fær maður svarið: "Alveg frábærlega meiriháttar geðveikislega æðislega vel!". Ég ákvað hins vegar bara að blogga þetta út. Here you go! Það gengur auðvitað vel EN ég er stundum gjörsamlega að koksa á þessu. Nema það er auðvitað ekki í boði. Mömmuhlutverkið er alltaf í karakter.
Vera er voðalega góð stelpa og ég elska hana meira en orð fá lýst. Hún er eflaust mjög svipuð öðrum börnum. Er frekar róleg en þó með skap. Á sína góðu og slæmu daga. Sofnar stundum strax og stundum ekki. Grenjar sig stundum í svefn og stundum ekki. Það gjörsamlega rífur mig að innan (af þreytu og vanlíðan) að heyra hana öskra. Hún vaknar stundum á nóttunni og vakir í 2 tíma og hvorki hún né ég vitum af hverju. Þá á ég það til að vera mjög leiðinleg móðir. Hún sefur samt langoftast vel. Hún vaknar stundum kl. 6 á morgnanna og býður glöð eða pirruð góðan daginn. Og mamman er tætt alla þann dag.
Ég bið til guðs að ég verði ekki þessa mamma sem öskrar á barnið sitt úti í búð -hvað sem á dynur. Það hefur mér alltaf þótt ömurlegar mömmur. Skil þær þó pínu pons núna, ég á það til að vera alveg að flippa á Veru inni í mér en hleypi því sjaldnast út. Ég held andlitinu, brosinu og blíða tóninum í gegnum grenj og öskur í langflestum tilvikum. Kannski spring ég bara einn daginn. Í loft upp. Búmmmmmmmmmmmm.... Ég hef orðið reið við hana og hún varð skíthrædd við mig. Mér leist ekkert á óttann í augunum á henni og velti því fyrir mér hvort ég væri ekki bara eitthvað geðveik að vera ekki að höndla þetta.
Ég meina, allar hinar mömmurnar höndla þetta.
Og mig sem langar í 4 börn...
Ég er samt ennþá að reyna að vera stelpa, kona, eiginkona (tja eða öllu heldur kærasta svo við höfum það á hreinu), vinkona, frænka, kórfélagi, Gallupari og húsmóðir. Og ég sjálf, með sjálfri mér. Ekki má gleyma því. Mér finnst satt að segja svakalega erfitt að sinna öllum þessum annars skemmtilegu hlutverkum. Mér finnst aldrei tími til neins. Allra erfiðasta hlutverkið mitt um þessar mundir er þó móðurhlutverkið. Það kemst ekkert annað nálægt því. Eins brjálæðislega gaman og það er finnst mér það brjálæðislega erfitt.
Er ég brjáluð?
Það snýst ALLT um litlu Veruna mína. Frá morgni til kvölds. Sem þýðir að það er afar lítill tími fyrir önnur hlutverk en hlutverk móðurinnar. Hlekkurinn á milli okkar verður bara þyngri og þyngri. Og ég sem hélt í einfeldni minni að hann myndi léttast eftir að brjóstagjöf lauk. Jú, það hefði átt að getað skapað mér eitthvað frelsi, en það fer lítið fyrir því þegar það er enginn annar til taks en móðirin ég að gefa pelann og svæfa. Pabbinn er í vinnunni fram yfir háttatíma. Ég vakna með músinni, ég skipti á og klæði, tek þá erfiðu ákvörðun um hvort ég eigi að fara í hálfra mínútu sturtu eða fá mér seríós í snatri því bæði er ekki í boði, keyri til dagmömmunnar með hana hressa eða óhressa, sæki hana í stuði eða óstuði, eyði tíma með henni í hvernig formi sem er þar til hún fer að sofa auðveldlega eða erfiðlega um kl. 20 - 20:30. Í eyrum sumra, mæðra og ekki, kann þetta að hljóma ekkert mál. En sorrí, mér finnst þetta bara mál. Mér finnst þetta erfitt mál. Alla vega er ég í kvartgírnum núna.
Mér líður oft eins og einstæðri móður sem er þreytt og tætt, úrill og pirruð, eirðarlaus og leiðinleg. Með bauga, bólur og tætt hárið. Vöðvabólgu og heilabólgu. Sem er að gera sitt besta sem einhvern veginn virðist þó ekki duga. Að vinna og vinna en vinnunni lýkur aldrei. Að reyna og reyna en nær samt aldrei í toppi. Að gefa og gefa og eiga algjörlega ekkert eftir. Sérstaklega á kvöldin. Eins og núna. Ég veit það ekki, sumar mömmur eru eflaust umburðalyndar og þolinmóðar út í hið óendanlega og kvarta aldrei. Þegar maður spyr þær hvernig gengur fær maður svarið: "Alveg frábærlega meiriháttar geðveikislega æðislega vel!". Ég ákvað hins vegar bara að blogga þetta út. Here you go! Það gengur auðvitað vel EN ég er stundum gjörsamlega að koksa á þessu. Nema það er auðvitað ekki í boði. Mömmuhlutverkið er alltaf í karakter.
Vera er voðalega góð stelpa og ég elska hana meira en orð fá lýst. Hún er eflaust mjög svipuð öðrum börnum. Er frekar róleg en þó með skap. Á sína góðu og slæmu daga. Sofnar stundum strax og stundum ekki. Grenjar sig stundum í svefn og stundum ekki. Það gjörsamlega rífur mig að innan (af þreytu og vanlíðan) að heyra hana öskra. Hún vaknar stundum á nóttunni og vakir í 2 tíma og hvorki hún né ég vitum af hverju. Þá á ég það til að vera mjög leiðinleg móðir. Hún sefur samt langoftast vel. Hún vaknar stundum kl. 6 á morgnanna og býður glöð eða pirruð góðan daginn. Og mamman er tætt alla þann dag.
Ég bið til guðs að ég verði ekki þessa mamma sem öskrar á barnið sitt úti í búð -hvað sem á dynur. Það hefur mér alltaf þótt ömurlegar mömmur. Skil þær þó pínu pons núna, ég á það til að vera alveg að flippa á Veru inni í mér en hleypi því sjaldnast út. Ég held andlitinu, brosinu og blíða tóninum í gegnum grenj og öskur í langflestum tilvikum. Kannski spring ég bara einn daginn. Í loft upp. Búmmmmmmmmmmmm.... Ég hef orðið reið við hana og hún varð skíthrædd við mig. Mér leist ekkert á óttann í augunum á henni og velti því fyrir mér hvort ég væri ekki bara eitthvað geðveik að vera ekki að höndla þetta.
Ég meina, allar hinar mömmurnar höndla þetta.
Og mig sem langar í 4 börn...
Á bólakafi
SundVeran mín í Nirvana pósu
Flotta sundstellingin!
Síðasti ungbarnasundtíminn var í síðustu viku. Þetta er búið að vera svo hrikalega gaman, bæði fyrir Veru og okkur foreldrana. Þessi klukkutími á viku hefur sameinað okkur fjölskylduna í leik og gleði ásamt því sem Vera hefur æft sig í að kafa og sprikla. Hún elskar að fara í sund og sprikla og að sitja undir dynjandi sturtunni eftir tímann. Nú þegar námskeiðið er búið ætlum við að reyna að halda áfram að fara saman reglulega í sund. Til að halda tækninni við og leika okkur saman. Næsta námskeið er nefninlega ekki fyrr en hún verður orðin 2 ára...
Mæli með ungbarnasundi fyrir alla með lítil kríli.
mánudagur, júní 27, 2005
Þetta helst...
Þá er enn ein helgin liðin í aldanna skaut. Þessi var bara fín. Síðasti ungbarnssundtíminn er búinn, eitt stykki afmæli og eitt brúðkaup af þremur að baki og mamma er flutt heim! Nóg að gera á þeim bænum og gaman að því.
Annars eru aðrar fréttir þær helstar að tennurnar í mér eru svona að hvítna hægt og bítandi, ég er komin með tannkul af þessu sterka tannhreinsiefni, myndavélin mín er í viðgerð og ég sakna hennar meira en orð fá lýst og því eru engar myndir til frá helginni góðu -snökt- og Vera var eins og engill í næturpössun hjá afa Sigga og Jónu konunni hans sem sagði hana eitt auðveldasta barn sem hún hefði passað :)
Annars eru aðrar fréttir þær helstar að tennurnar í mér eru svona að hvítna hægt og bítandi, ég er komin með tannkul af þessu sterka tannhreinsiefni, myndavélin mín er í viðgerð og ég sakna hennar meira en orð fá lýst og því eru engar myndir til frá helginni góðu -snökt- og Vera var eins og engill í næturpössun hjá afa Sigga og Jónu konunni hans sem sagði hana eitt auðveldasta barn sem hún hefði passað :)
laugardagur, júní 25, 2005
Vera Víglunds 11 mánaða!
Þá er hún Vera orðin 11 mánaða í dag.
Til hamingju litla krútta!
Vera er orðin þvílíkt stór og klár. Kann að segja mamma, babba (pabbI breyttist skyndilega í babba), datt, nammi, obbosí, bæ og NEI! Hún er orðin þessi þvílíki bröltari og er farin að labba mikið með þótt hún fljúgi mest áfram út um allt á rassinum. Vera dillar sér og klappar við hvert tækifæri þegar tónlist heyrist, hvort sem það er í útvarpinu eða raul (gaul) frá mömmunni og er yfir höfuð mjög fjörug og spræk. Hún er komin með 5 tennur og borðar allan mat, eða bara það sem er í matinn á H6 hverju sinni. Vera er ákveðin ung dama sem veit hvað hún vill og ekki vill. Öskrar á mömmuna ef hún gerir eitthvað vitlaust og notar öskrið líka óspart til að fá sínu framgengt hvað sem það er. Með tilheyrandi grettu eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þvílíka skapið í einum litlum líkama þar á ferð! En það er gott að vita hvernig maður vill hafa hlutina - mamman þekkir þetta!
Vera 11 mánaða skvísan mín er bara sætust í heiminum geiminum fyrir ykkur sem ekki vitið það eða eruð ekki búin að fatta það... ;)
Til hamingju litla krútta!
Vera er orðin þvílíkt stór og klár. Kann að segja mamma, babba (pabbI breyttist skyndilega í babba), datt, nammi, obbosí, bæ og NEI! Hún er orðin þessi þvílíki bröltari og er farin að labba mikið með þótt hún fljúgi mest áfram út um allt á rassinum. Vera dillar sér og klappar við hvert tækifæri þegar tónlist heyrist, hvort sem það er í útvarpinu eða raul (gaul) frá mömmunni og er yfir höfuð mjög fjörug og spræk. Hún er komin með 5 tennur og borðar allan mat, eða bara það sem er í matinn á H6 hverju sinni. Vera er ákveðin ung dama sem veit hvað hún vill og ekki vill. Öskrar á mömmuna ef hún gerir eitthvað vitlaust og notar öskrið líka óspart til að fá sínu framgengt hvað sem það er. Með tilheyrandi grettu eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þvílíka skapið í einum litlum líkama þar á ferð! En það er gott að vita hvernig maður vill hafa hlutina - mamman þekkir þetta!
Vera 11 mánaða skvísan mín er bara sætust í heiminum geiminum fyrir ykkur sem ekki vitið það eða eruð ekki búin að fatta það... ;)
Vera veit sko alveg hvað á að gera við gemsann! Hér er hún að tala í símann - að herma eftir mömmunni sem þykir víst frekar símaglöð...
þriðjudagur, júní 21, 2005
Extreme makover
Það er brjálað hjá mér að gera í bjúdítrítmenti þessa dagana. Allt kemur einhvern veginn í einu. Ég er búin að setja upp plan hjá mér hvað er á hverjum degi til að gleyma ekki einhverju á dagskránni. Ég get svarið það að ég hef aldrei verið eins bissí við að sinna sjálfri mér og bjúdíinu.
Það er fótaaðgerð og fótsnyrting fyrir Krít, klipping, taka fæðingarblett, tannsi og hvítta tennurnar, litun, plokkun og vax. Og hver veit nema ég taki einn ljósatíma eða tvo fyrir sólarleguna á Krít. Ég á hreinlega eftir að vera óþekkjanleg eftir þetta allt saman! Ég finn að þetta hefur jákvæð áhrif á egóið en aðeins þyngri áhrif á budduna...
Það er fótaaðgerð og fótsnyrting fyrir Krít, klipping, taka fæðingarblett, tannsi og hvítta tennurnar, litun, plokkun og vax. Og hver veit nema ég taki einn ljósatíma eða tvo fyrir sólarleguna á Krít. Ég á hreinlega eftir að vera óþekkjanleg eftir þetta allt saman! Ég finn að þetta hefur jákvæð áhrif á egóið en aðeins þyngri áhrif á budduna...
sunnudagur, júní 19, 2005
Ég er kona!
Og hvað er svona merkilegt við það? Við kunnum að bora í vegg og skipta um dekk á vörubíl og getum hæglega borið áburðarpoka ef við vildum.
En það er samt margt annað merkilegt við það að vera kona. Ég fer á túr, ég gef barninu brjóst og út af því (tja, hverju öðru ef maður hugsar þetta from skratz?) er ég með lægri laun heldur en náunginn karlmaðurinn við hliðina á mér í vinnunni. Jebb, þessi með typpið.
Og á ég að kvarta?
Þótt ég sé kona og stolt af því er ég glötuð baráttukona. Sit bara hér á rassinum og klóra mér í hausnum og skil ekkert í því af hverju ég er t.d. með lægri laun heldur en karlkyns mannfræðingurinn við hliðina á mér.
Í dag eru 90 ár síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt. Ég á því kynsystrum mínum í gamla daga heilmikið að þakka. Kvarta ekki yfir því. Rauðsokkum og harðlínu feministum þakka ég hér með allt gamalt og gott. Þær náðu langt og voru/eru sannar í baráttu sinni. Pæliði í því - kosningaréttur! Þvílíki sjálfsagði hluturinn í dag. Já, einhvers staðar urðu þær að byrja.
Maður spyr sig samt af hverju staðan er ennþá eins og hún er í dag. Launamunur kynjanna er staðreynd og bein tengsl konunnar við heimilið eru ennþá algjör. Þó svo að ég þekki í dag mun fleiri flottar karríerkonur heldur en húsmæður sem hræra í pottum virðist eldgamla staðalímyndin að drepa alla framþróun í jafnréttisbaráttunni.
Samkvæmt launakönnun VR 2004 er kynbundinn launamunur, þ.e. þegar búið er að taka tillit til vinnutíma, aldurs, starfsaldurs og starfsstéttar er 15%. Karlar eru að meðaltali með hærri laun en konur á öllum menntastigum að teknu tilliti til vinnutíma. Karlar óska líka að meðaltali eftir hærri launum en konur. Af hverju ætli það sé? Jú, þeir hljóta að finna og vita að þeir eru okkur æðri hvað þetta varðar. Þeir vita af þessum mun og leyfa sér að vera djarfir. Flestir yfirmenn eru svo líka karlmenn þannig að karl og díla við karl hlýtur að gefa betri niðurstöðu heldur en kona að díla við karl. Ég hef nú engar rannsóknir á bak við mig í þessari pælingu, en hei, gæti meikað sens. Þetta er s.s. allt körlunum að kenna!!
Eða hvað? Erum við konur kannski sjálfar að setja okkur á þennan lægri pall ómeðvitað. Viljum við í alvöru verða eins og karlarnir? Af hverju biðjum við ekki um eins hátt kaup og karlarnir? Ég veit það ekki, en innst inni þá held ég að náttúran hafi skapað okkur þannig að einhvern veginn virðumst við hafa meiri taugar til barnanna (en gvuð, ekki taka því þannig að pabbarnir séu ekki með taugar til barna sinna!!) og jafnvel vilja heitar vera heima með þeim heldur en úti að vinna. Fórnum okkur frekar fyrir fjölskylduna og forgangsröðum félagslegu hlutunum ofar heldur en vinnunni. Tengslin við heimilið eru því kannski ekki svo gamaldags þegar allt kemur til alls. Mjúka ímyndin er föst á okkur og auðvitað þurfa soft manneskjur ekki eins há laun og sá harði nagli við hliðina á. Æj, ég veit það ekki. Hvort kemur á undan - eggið eða hænan?
Ég er ánægð með að vera kona. Nenni ekki að kvarta yfir því. Ég er tiltölulega sátt við mitt, næ að sinna vinnunni, heimilinu, barninu og karlinum dável. Ég er hamingjusöm og á ofan í mig og á. Þegar ég hins vegar hugsa svo til þess að það er ein kantóna í Sviss þar sem konur eru glænýbúnar að fá kosningarétt verður mér pínu flökurt. Er ég þá heppin að vera á Íslandi. Við verðum samt að halda áfram að berjast - segið mér bara hvað ég á að gera til að þetta takist, ég hef ekki verið ötul í baráttunni hingað til - lít þvílíkt upp til hugsjónakvennanna sem berjast fyrir mig!
Þetta er kúl dagur.
Go gals!
E
En það er samt margt annað merkilegt við það að vera kona. Ég fer á túr, ég gef barninu brjóst og út af því (tja, hverju öðru ef maður hugsar þetta from skratz?) er ég með lægri laun heldur en náunginn karlmaðurinn við hliðina á mér í vinnunni. Jebb, þessi með typpið.
Og á ég að kvarta?
Þótt ég sé kona og stolt af því er ég glötuð baráttukona. Sit bara hér á rassinum og klóra mér í hausnum og skil ekkert í því af hverju ég er t.d. með lægri laun heldur en karlkyns mannfræðingurinn við hliðina á mér.
Í dag eru 90 ár síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt. Ég á því kynsystrum mínum í gamla daga heilmikið að þakka. Kvarta ekki yfir því. Rauðsokkum og harðlínu feministum þakka ég hér með allt gamalt og gott. Þær náðu langt og voru/eru sannar í baráttu sinni. Pæliði í því - kosningaréttur! Þvílíki sjálfsagði hluturinn í dag. Já, einhvers staðar urðu þær að byrja.
Maður spyr sig samt af hverju staðan er ennþá eins og hún er í dag. Launamunur kynjanna er staðreynd og bein tengsl konunnar við heimilið eru ennþá algjör. Þó svo að ég þekki í dag mun fleiri flottar karríerkonur heldur en húsmæður sem hræra í pottum virðist eldgamla staðalímyndin að drepa alla framþróun í jafnréttisbaráttunni.
Samkvæmt launakönnun VR 2004 er kynbundinn launamunur, þ.e. þegar búið er að taka tillit til vinnutíma, aldurs, starfsaldurs og starfsstéttar er 15%. Karlar eru að meðaltali með hærri laun en konur á öllum menntastigum að teknu tilliti til vinnutíma. Karlar óska líka að meðaltali eftir hærri launum en konur. Af hverju ætli það sé? Jú, þeir hljóta að finna og vita að þeir eru okkur æðri hvað þetta varðar. Þeir vita af þessum mun og leyfa sér að vera djarfir. Flestir yfirmenn eru svo líka karlmenn þannig að karl og díla við karl hlýtur að gefa betri niðurstöðu heldur en kona að díla við karl. Ég hef nú engar rannsóknir á bak við mig í þessari pælingu, en hei, gæti meikað sens. Þetta er s.s. allt körlunum að kenna!!
Eða hvað? Erum við konur kannski sjálfar að setja okkur á þennan lægri pall ómeðvitað. Viljum við í alvöru verða eins og karlarnir? Af hverju biðjum við ekki um eins hátt kaup og karlarnir? Ég veit það ekki, en innst inni þá held ég að náttúran hafi skapað okkur þannig að einhvern veginn virðumst við hafa meiri taugar til barnanna (en gvuð, ekki taka því þannig að pabbarnir séu ekki með taugar til barna sinna!!) og jafnvel vilja heitar vera heima með þeim heldur en úti að vinna. Fórnum okkur frekar fyrir fjölskylduna og forgangsröðum félagslegu hlutunum ofar heldur en vinnunni. Tengslin við heimilið eru því kannski ekki svo gamaldags þegar allt kemur til alls. Mjúka ímyndin er föst á okkur og auðvitað þurfa soft manneskjur ekki eins há laun og sá harði nagli við hliðina á. Æj, ég veit það ekki. Hvort kemur á undan - eggið eða hænan?
Ég er ánægð með að vera kona. Nenni ekki að kvarta yfir því. Ég er tiltölulega sátt við mitt, næ að sinna vinnunni, heimilinu, barninu og karlinum dável. Ég er hamingjusöm og á ofan í mig og á. Þegar ég hins vegar hugsa svo til þess að það er ein kantóna í Sviss þar sem konur eru glænýbúnar að fá kosningarétt verður mér pínu flökurt. Er ég þá heppin að vera á Íslandi. Við verðum samt að halda áfram að berjast - segið mér bara hvað ég á að gera til að þetta takist, ég hef ekki verið ötul í baráttunni hingað til - lít þvílíkt upp til hugsjónakvennanna sem berjast fyrir mig!
Þetta er kúl dagur.
Go gals!
E
föstudagur, júní 17, 2005
Hæ hó...
jibbí jei! 17. júní er svo skemmtilegur dagur.
17. júní var svo æðislegur dagur þegar maður var lítill. Það var skrúðganga í hvernig veðri sem er, prúðbúinn í oftast nær nýjum sumarfötum. Það var blaðra, reyndar ekki risa gasblaðra með mynd af einhverri Disney persónu, bara venjuleg blaðra dugði þá, candy floss, snuddusleikjó og rella. Múnderingin var algjör. Síðar meir þegar ég komst á unglingsaldurinn var ég iðulega að vinna í bás Sundfélagsins að selja pylsur og alls kyns 17. júní fylgihluti á Thorsplani í Hafnarfirði. Það var fútt í þeirri sjálfboðavinnu man ég, manni leið þvílíkt important að vera að afgeiða þetta flotta dót. Síðan þegar ég nálgaðist tvítugsaldurinn og var hætt í sundinu, orðin pæja, þá einhvern veginn var 17. júní ekki eins merkilegur. Maður var oftar en ekki að vinna og skrúðgangan varð hallærisleg. Glætan að maður fengi sér snuddusleikjó eða svo mikið sem léti sjá sig með blöðru.
Svo núna þegar barnið er komið í fjölskylduna má segja að barnið í mér sé aftur mætt þegar 17. júní ber að garði. Ég keypti blöðru handa litlu dömunni og var næstum því búin að kaupa mér snuddusleikjó. Nema ég var hjá tannsa í gær, svo ég hætti við. Mínu Mús blaðran hennar Veru fauk ansi snemma upp í loft og týndist en þá var bara keypt önnur. Ég meina, dóttir mín varð að hafa blöðru! Ekki að hún hafi haft vit á því en barnið í sjálfri mér sóttist eftir því. Við slepptum að arka í sjálfri skrúðgöngunni, en samt ekki því við fylgdumst með af dyrastafnum á H6, en hver ein og einasta skrúðganga í Hafnarfirði gengur framhjá húsinu mínu. Sem er ágætt. Maður gæti aldrei í lífinu misst af 17. júní skrúðgöngu eða öðrum merkilegum eða ómerkilegum skrúðgöngum í Hafnarfirði þótt maður vildi. Við stóðum álengdar og heilsuðum og nikkuðum til kunningja og vina í göngunni frá hliðarlínunni, mjög þægilegt. Skrúðgangan var svakalega löng í dag, enda veðrið eins og í draumi. Lúðrasveit Hafnarfjarðar blés í lúðra (nú er það?!) og fór fremst í flokki. Það eiginlega vantaði alla vega 10 slíkar lúðrasveitir í viðbót til að allir myndu heyra 17. júní tónana. Ég myndi sko ekki nenna í skrúðgöngu nema vera beint á eftir lúðrasveitinni takk. Annars er þetta ekkert fun. Sjáum til á næsta ári. Ég treð mér fremst þótt ég þurfi að beita hörku. Daman mín á að fá að heyra tónlistina!
Ó, well. Við fylgdumst svo með hátíðarhöldunum í Hafnarfirði þótt ég hafi nú að mestu leyti legið í sólbaði, með vörn nr. 20 á mér. Enda brann ég ekki! Vera var æðisleg í dag, í frábæru skapi og naut skarkalans og mergðarinnar. Dagurinn endaði svo í afmælisgrilli sem setti punktinn yfir i-ið (jibbí jeiiiiiii-i) á þessum dýrlega degi. Ekki dropi af rigningu, maður er alveg hissa! Bara skínandi skínandi sól. 20 stiga hiti kl. 9 um kvöld í Reykjavík, ég hlýt að lifa í draumi, 17. júní hækkaði til muna í áliti hjá mér í dag, bara vegna veðurs. Vonandi verður sumarið allt svona. Þá held ég að ég taki mér bara launalaust frí í allt sumar!
Mamman og Vera á fyrsta 17. júníinum saman í dag
17. júní var svo æðislegur dagur þegar maður var lítill. Það var skrúðganga í hvernig veðri sem er, prúðbúinn í oftast nær nýjum sumarfötum. Það var blaðra, reyndar ekki risa gasblaðra með mynd af einhverri Disney persónu, bara venjuleg blaðra dugði þá, candy floss, snuddusleikjó og rella. Múnderingin var algjör. Síðar meir þegar ég komst á unglingsaldurinn var ég iðulega að vinna í bás Sundfélagsins að selja pylsur og alls kyns 17. júní fylgihluti á Thorsplani í Hafnarfirði. Það var fútt í þeirri sjálfboðavinnu man ég, manni leið þvílíkt important að vera að afgeiða þetta flotta dót. Síðan þegar ég nálgaðist tvítugsaldurinn og var hætt í sundinu, orðin pæja, þá einhvern veginn var 17. júní ekki eins merkilegur. Maður var oftar en ekki að vinna og skrúðgangan varð hallærisleg. Glætan að maður fengi sér snuddusleikjó eða svo mikið sem léti sjá sig með blöðru.
Svo núna þegar barnið er komið í fjölskylduna má segja að barnið í mér sé aftur mætt þegar 17. júní ber að garði. Ég keypti blöðru handa litlu dömunni og var næstum því búin að kaupa mér snuddusleikjó. Nema ég var hjá tannsa í gær, svo ég hætti við. Mínu Mús blaðran hennar Veru fauk ansi snemma upp í loft og týndist en þá var bara keypt önnur. Ég meina, dóttir mín varð að hafa blöðru! Ekki að hún hafi haft vit á því en barnið í sjálfri mér sóttist eftir því. Við slepptum að arka í sjálfri skrúðgöngunni, en samt ekki því við fylgdumst með af dyrastafnum á H6, en hver ein og einasta skrúðganga í Hafnarfirði gengur framhjá húsinu mínu. Sem er ágætt. Maður gæti aldrei í lífinu misst af 17. júní skrúðgöngu eða öðrum merkilegum eða ómerkilegum skrúðgöngum í Hafnarfirði þótt maður vildi. Við stóðum álengdar og heilsuðum og nikkuðum til kunningja og vina í göngunni frá hliðarlínunni, mjög þægilegt. Skrúðgangan var svakalega löng í dag, enda veðrið eins og í draumi. Lúðrasveit Hafnarfjarðar blés í lúðra (nú er það?!) og fór fremst í flokki. Það eiginlega vantaði alla vega 10 slíkar lúðrasveitir í viðbót til að allir myndu heyra 17. júní tónana. Ég myndi sko ekki nenna í skrúðgöngu nema vera beint á eftir lúðrasveitinni takk. Annars er þetta ekkert fun. Sjáum til á næsta ári. Ég treð mér fremst þótt ég þurfi að beita hörku. Daman mín á að fá að heyra tónlistina!
Ó, well. Við fylgdumst svo með hátíðarhöldunum í Hafnarfirði þótt ég hafi nú að mestu leyti legið í sólbaði, með vörn nr. 20 á mér. Enda brann ég ekki! Vera var æðisleg í dag, í frábæru skapi og naut skarkalans og mergðarinnar. Dagurinn endaði svo í afmælisgrilli sem setti punktinn yfir i-ið (jibbí jeiiiiiii-i) á þessum dýrlega degi. Ekki dropi af rigningu, maður er alveg hissa! Bara skínandi skínandi sól. 20 stiga hiti kl. 9 um kvöld í Reykjavík, ég hlýt að lifa í draumi, 17. júní hækkaði til muna í áliti hjá mér í dag, bara vegna veðurs. Vonandi verður sumarið allt svona. Þá held ég að ég taki mér bara launalaust frí í allt sumar!
Mamman og Vera á fyrsta 17. júníinum saman í dag
fimmtudagur, júní 16, 2005
Bissí sumar
Ég var að fatta rétt í þessu að allt sumarið er þvílíkt bókað hjá mér, þ.e. um helgar. Ég hafði ekki hugsað út í það að það eru 3 brúðkaup, nokkur afmæli, 1 útilega, 2 vikna útlandaferð, skírn uppi í bústað og gæsun í vændum. Og þá er sumarið búið! Jesús minn. Þið megið samt alveg halda áfram að bjóða mér í partý og bústaðaferðir og brúðkaup. Ég mæti pottþétt! Ég verð í fyrsta sinn í 5 vikna samfleyttu fríi frá vinnu og hlakka ég mikið til að eyða þeim tíma með múslunni. Ah, það verður gott að fá frí eftir 3 1/2 mánaða vinnu...
miðvikudagur, júní 15, 2005
Blessuð blíðan
Ég vildi að það væri alltaf svona hlýtt og gott veður á Íslandi á sumrin. Þá hefði maður bókstaflega ekki yfir mörgu að kvarta um land og mið. Ekki nema kannski snjóleysi á veturna... já, það vantar sól á sumrin og snjó á veturna. Hvers konar veðurfar er eiginlega hér? Ég er s.s. að fíla blíðviðrið svakalega vel. Klæði mig upp í svonefn Krítarföt á hverjum degi. Föt sem ég hef splæst í fyrir sumarfríið, en ég komst að því um daginn að ég hreinlega átti sama og engin sumarleg föt. Svo það þýddi ekkert annað en að safna smá slatta af pilsum og kjólum fyrir Krít. Og af hverju ekki að nota það í Reykjavík á dögum sem þessum?
Ég er s.s. Erla sumarlega þessa dagana ef þið hafið ekki tekið eftir því.
Vera klæðist bara kjólum og stuttermabolum og svo spókum við mæðgurnar okkur saman í bænum eftir vinnu eða förum í sund. Af hverju getur maður ekki unnið 80% vinnudag alla ævi? Spurning um að reyna.
Reyndar er eitt við þessi blíðviðri og það eru þessi fallegu kvöld. Ég sit föst heima hvert einasta kvöld núna með dömuna. Verð að segja að þótt ég elski Veru út af lífinu þá finnst mér þetta leiðinlegasti parturinn. Að geta ekki skroppið út í göngutúr, í heimsókn, á fótboltaleiki, í bíó, í Kubb...
Annars eru:
10 dagar í mömmu
26 dagar í Krít
- and counting...
Ég er s.s. Erla sumarlega þessa dagana ef þið hafið ekki tekið eftir því.
Vera klæðist bara kjólum og stuttermabolum og svo spókum við mæðgurnar okkur saman í bænum eftir vinnu eða förum í sund. Af hverju getur maður ekki unnið 80% vinnudag alla ævi? Spurning um að reyna.
Reyndar er eitt við þessi blíðviðri og það eru þessi fallegu kvöld. Ég sit föst heima hvert einasta kvöld núna með dömuna. Verð að segja að þótt ég elski Veru út af lífinu þá finnst mér þetta leiðinlegasti parturinn. Að geta ekki skroppið út í göngutúr, í heimsókn, á fótboltaleiki, í bíó, í Kubb...
Annars eru:
10 dagar í mömmu
26 dagar í Krít
- and counting...
þriðjudagur, júní 14, 2005
Eyrun
Vera fékk rör í eyrun í gær. Hún stóð sig eins og hetja, og mamman líka, þrátt fyrir nokkur erfið tár sem læddust óvart fram þegar múslan var svæfð. Oh, það var óþægilegt. En pabbinn var þarna líka, sterkur sem stál að vanda og hughreysti okkur báðar. Læknirinn sagði mikinn vökva og gröft vera í eyrunum á henni en það ætti að fara út um rörin á næstunni. Þetta tók stuttan tíma og Vera varð sjálfri sér líka stuttu á eftir. Spræk sem lækur eins og vanalega. Litla átvaglið mitt lét það ekki einu sinni á sig fá að þurfa að fasta í heila 6 klukkutíma fyrir aðgerðina. Sötraði bara vatn og eplasafa og var sátt við það.
Það virðist sem rörin hafi fælt óargadýrið í Verunni í burtu, því hún sofnaði ljúfum svefni án alls pirrings í gærkvöldi. Rumskaði þó tvisvar, stóð upp í rúminu hálfsofandi og án þess að virkilega fatta að hún væri staðin upp, frekar fyndið. En það var auðvelt að svæfa hana aftur.
Svo rörin eru pottþétt að gera sitt gagn.
Áfram rör!!
Það virðist sem rörin hafi fælt óargadýrið í Verunni í burtu, því hún sofnaði ljúfum svefni án alls pirrings í gærkvöldi. Rumskaði þó tvisvar, stóð upp í rúminu hálfsofandi og án þess að virkilega fatta að hún væri staðin upp, frekar fyndið. En það var auðvelt að svæfa hana aftur.
Svo rörin eru pottþétt að gera sitt gagn.
Áfram rör!!
sunnudagur, júní 12, 2005
Óargadýrið
Ég held það sé kominn illur andi í barnið mitt! Já, daman er ekki nema 10 og hálfs mánaða og vill alls ekki fara að sofa! Eða kallast þetta kannski frekja? Undanfarna viku hefur það verið svakalegt mál að fá dömuna til að sofna á kvöldin. Það beisikklí gengur ekki upp hjá foreldrunum! T.d. fór hún upp í rúm rosa þreytt í gærkvöldi kl. 20:30 og sofnaði kl.1 um nóttina! Hún er að uppgötva hreyfigetu sína og bröltir endalaust í rúminu sínu og finnst það mun meira spennandi heldur en að liggja róleg og bíða eftir að sofna. Nei, það er ekki hennar tebolli. Standa upp, velta sér, fikta í sænginni, fikta í rimlunum, henda sér í sængina og henda snuðinu á gólfið er miklu skemmtilegra heldur en að fara að sofa. Ef ég trufla hana við þessa iðju sína þá verður daman hreinlega brjáluð og öskrar bara á mig. Rífur út úr sér snuðið hendir því á gólfið, setur í brýrnar og segir reiðri röddu "Datt"!! Ég var alveg við það að missa það í gærkvöldi, enda hafði ég hugsað mér að eyða laugardagskvöldinu einhvern veginn öðruvísi heldur en að sinna dömunni brjálaðri allt kvöldið. Ekki það að það sé mikið að gera á laugardagskvöldum svona yfirleitt, maður hangir heima fyrir framan kassann eða ræðir við kallinn undir rauðvínsglasi. En það er ekki í boði lengur. Spurning um að fá norn á svæðið til að reka illa andann úr Verunni. Ég hreinlega nenni þessu ekki! Já, daman heldur að hún sé orðin svaka stór og stjórni pakkanum. Sem hún náttúrulega og gerir.
Út í annað.
Djammþyrsta mamman fékk þorstanum vel svalað á föstudagskvöldið. Gallupsaumóinn fór á djamm og nokkrir vel valdir Gallupgæjar fengu að djamma með okkur. Við pöntuðum okkur grillmat og meððí frá Argentínu sem var himneskt og svo var gestgjafinn með dýrindis eftirrétt sem kallast því frábæra nafni "Litla syndin ljúfa"... ó, já. Þetta var ljúf synd. Og allt kvöldið ljúft. Martiniflaskan kláraðist og við kjöftuðum fram undir morgun, þrátt fyrir að gestgjafinn hafi meira að segja verið farin að sofa!
Ég elska ykkur elsku Galluprararnir mínir :)
Annars er mánuður í Krít og ég farin að hlakka mikið til. Búin að kaupa bikiníbuxur á dömuna, buslusundlaug og handakúta svo hún ætti að vera all sett fyrir sólina og sandinn. Ég held hreinlega að ég eigi eftir að éta pabbann þegar kemur að Krít! Við foreldrarnir hittumst varla þar sem það er rífandi tíð í bissnessnum hjá pabbanum. Þetta eru svona vaktaskipti. Þegar ég fer þá kemur hann rrrrrétt áður. Við gerum high five og vaktaskiptin eru on. Soldið glatað en lítið að gera í því eins og staðan er. Ég held að enginn átti sig á því hvað smiður í eigin bissness geti verið mikið að heiman! En Krít fer að koma, ammi namm.
Ég veit að það er til alls konar tækni við að svæfa börn. Undanfarið í þessu brjálæði þá hef ég beitt aðferðinni að fara út úr herberginu og koma af og til inn og leggja hana niður og setja snuðið upp í hana. ÞAÐ VIRKAR EKKI. Einhverjar aðrar hugmyndir? Það beisikklí virkar ekkert undanfarið. Kannski líður þetta hjá. En þangað til vona ég að ég gangi ekki af göflunum (það gerist nú ábyggilega ekki af því ég er svo þolinmóð) á meðan Veran grenjar sig í svefn eftir mikið brölt og baráttu.
Sjáið sæta grallarasvipinn á óargadýrinu mínu!
Út í annað.
Djammþyrsta mamman fékk þorstanum vel svalað á föstudagskvöldið. Gallupsaumóinn fór á djamm og nokkrir vel valdir Gallupgæjar fengu að djamma með okkur. Við pöntuðum okkur grillmat og meððí frá Argentínu sem var himneskt og svo var gestgjafinn með dýrindis eftirrétt sem kallast því frábæra nafni "Litla syndin ljúfa"... ó, já. Þetta var ljúf synd. Og allt kvöldið ljúft. Martiniflaskan kláraðist og við kjöftuðum fram undir morgun, þrátt fyrir að gestgjafinn hafi meira að segja verið farin að sofa!
Ég elska ykkur elsku Galluprararnir mínir :)
Annars er mánuður í Krít og ég farin að hlakka mikið til. Búin að kaupa bikiníbuxur á dömuna, buslusundlaug og handakúta svo hún ætti að vera all sett fyrir sólina og sandinn. Ég held hreinlega að ég eigi eftir að éta pabbann þegar kemur að Krít! Við foreldrarnir hittumst varla þar sem það er rífandi tíð í bissnessnum hjá pabbanum. Þetta eru svona vaktaskipti. Þegar ég fer þá kemur hann rrrrrétt áður. Við gerum high five og vaktaskiptin eru on. Soldið glatað en lítið að gera í því eins og staðan er. Ég held að enginn átti sig á því hvað smiður í eigin bissness geti verið mikið að heiman! En Krít fer að koma, ammi namm.
Ég veit að það er til alls konar tækni við að svæfa börn. Undanfarið í þessu brjálæði þá hef ég beitt aðferðinni að fara út úr herberginu og koma af og til inn og leggja hana niður og setja snuðið upp í hana. ÞAÐ VIRKAR EKKI. Einhverjar aðrar hugmyndir? Það beisikklí virkar ekkert undanfarið. Kannski líður þetta hjá. En þangað til vona ég að ég gangi ekki af göflunum (það gerist nú ábyggilega ekki af því ég er svo þolinmóð) á meðan Veran grenjar sig í svefn eftir mikið brölt og baráttu.
Sjáið sæta grallarasvipinn á óargadýrinu mínu!
fimmtudagur, júní 09, 2005
Sætasta Veran
Jesús minn, á mamman sæta stelpu eða hvað??
Þarna er Vera nýkomin úr baði í gærkvöldi.
Hér er Vera við sína uppáhalds iðju þessa dagana, að kuðlast í sængunum uppi í rúmi
þriðjudagur, júní 07, 2005
Herbergið og helv...hafrakexið
Haldiði að ég hafi ekki bara pakkað nánast öllum töskunum mínum niður um helgina. Töskuflóðið er sem sagt farið niður í kjallara og töskuherbergið officially ekki lengur til! Þetta hlýtur að þýða að maður sé að verða fullorðinn. Vera stefnir að því að flytja bráðum í sitt eigið herbergi og ekki langar mig að hafa það fullt af gömlum töskum frá mömmunni. Neibb, þetta á að vera fínt barnaherbergi og með öllu laust við töskur. Með fiðrildagardínum og blómóttu veggfóðri á súðinni. Bleikt og krúttlegt að sjálfsögðu.
Vera er einmitt nýbúin að uppgötva þetta herbergi, sem er fullt af skemmtilegu öðruvísi dóti heldur en hún er vön að leika sér við niðri í stofu. Og núna þegar við erum uppi á efri hæðinni eitthvað að gera tekur hún strax á harðasprettinn inn í herbergið sitt, svaka ánægð. Og hún er farin að fara ansi hratt yfir með þessari rassaskriðtækni sinni. Er eins og lítil kanína á fleygiferð!!
Annars gerðist eitt hræðilegt í gær. Ég gaf Veru hafrakex til að borða á meðan ég tók til matinn. Svo byrjar hún að hósta lítillega og kexið stendur greinilega í henni. Svo hóstaði hún alltaf meira og meira þar til kom að því að barnið stóð á öndinni. Hún varð eldrauð í framan og náði ekki andanum, með kexið fast í hálsinum. Ég bankaði á bakið á henni og reyndi að hjálpa henni en það gekk ekki í fyrstu. Svo ég tók hana upp og barði hreinlega á bakið á henni, öskrandi móðursjúk og skíthrædd. Vera var ennþá þögul og rauð í framan nokkrum sekúndum síðar, þetta gerðist jú allt á nokkrum sekúndum. Svo ég tók upp símann og var búin að stimpla inn 112 þegar ég leit aftur á hana. Þá horfði hún á mig með þessum þvílíkt sæta undrunarsvip, alveg hissa á því af hverju mamman væri hágrenjandi og í uppnámi. Ég settist bara niður og knúsaði hana í spað, gvuðslifandifegin því að þetta hafi nú allt bjargast. Þetta var hrikaleg tilfinning sem kom yfir mig þarna horfandi á Veru að reyna að anda.
Á þessum sekúndum, sem virtust mínútur í panikinni, fann ég hvað ég elskaði Veruna hrikalega mikið. Og að ég gæti hreinlega ekki lifað án hennar. Þetta atvik var algjörlega ólýsanlega óþægilegt. Já, svona stríðir lífið manni stundum.
Ég ætla alla vega aldrei aftur að gefa henni hafrakex. That´s for sure!
Oh, ég er að vinna fram á kvöld og Viggi sótti Veru til dagmammanna. Og ég sakna hennar svo hrikalega... snökt.
Vorkennið mér núna takk!
Kv,
Erla vinnuhestur
Vera er einmitt nýbúin að uppgötva þetta herbergi, sem er fullt af skemmtilegu öðruvísi dóti heldur en hún er vön að leika sér við niðri í stofu. Og núna þegar við erum uppi á efri hæðinni eitthvað að gera tekur hún strax á harðasprettinn inn í herbergið sitt, svaka ánægð. Og hún er farin að fara ansi hratt yfir með þessari rassaskriðtækni sinni. Er eins og lítil kanína á fleygiferð!!
Annars gerðist eitt hræðilegt í gær. Ég gaf Veru hafrakex til að borða á meðan ég tók til matinn. Svo byrjar hún að hósta lítillega og kexið stendur greinilega í henni. Svo hóstaði hún alltaf meira og meira þar til kom að því að barnið stóð á öndinni. Hún varð eldrauð í framan og náði ekki andanum, með kexið fast í hálsinum. Ég bankaði á bakið á henni og reyndi að hjálpa henni en það gekk ekki í fyrstu. Svo ég tók hana upp og barði hreinlega á bakið á henni, öskrandi móðursjúk og skíthrædd. Vera var ennþá þögul og rauð í framan nokkrum sekúndum síðar, þetta gerðist jú allt á nokkrum sekúndum. Svo ég tók upp símann og var búin að stimpla inn 112 þegar ég leit aftur á hana. Þá horfði hún á mig með þessum þvílíkt sæta undrunarsvip, alveg hissa á því af hverju mamman væri hágrenjandi og í uppnámi. Ég settist bara niður og knúsaði hana í spað, gvuðslifandifegin því að þetta hafi nú allt bjargast. Þetta var hrikaleg tilfinning sem kom yfir mig þarna horfandi á Veru að reyna að anda.
Á þessum sekúndum, sem virtust mínútur í panikinni, fann ég hvað ég elskaði Veruna hrikalega mikið. Og að ég gæti hreinlega ekki lifað án hennar. Þetta atvik var algjörlega ólýsanlega óþægilegt. Já, svona stríðir lífið manni stundum.
Ég ætla alla vega aldrei aftur að gefa henni hafrakex. That´s for sure!
Oh, ég er að vinna fram á kvöld og Viggi sótti Veru til dagmammanna. Og ég sakna hennar svo hrikalega... snökt.
Vorkennið mér núna takk!
Kv,
Erla vinnuhestur
mánudagur, júní 06, 2005
Amma Vala
Amma Vala var jarðsett í kyrrþey að hennar ósk, fyrir tæpum 2 vikum.
Hér kemur minningargrein sem ég skrifaði um hana og birtist í Mogganum í gær.
Hún amma Vala var góð kona.
Hún var svona ekta amma, vel í holdum og svo góð og blíð við börnin.
Hún var svona amma sem gaf mér alltaf nammi og pening þegar ég var lítil. Á leið heim með mömmu og pabba úr útilegu kíktum við iðulega við á Bugðutanganum í Mosó og kíktum á ömmu og afa. Það var fastur liður líka að fá kókópuffs hjá ömmu Völu í þessum heimsóknum því heima var ekkert annað í boði en kornflex sem þótti ekki svo spennandi. Amma Vala vissi því nákvæmlega hvar hún ætti að skora hjá okkur krökkunum.
Amma Vala var mikill húmoristi og ég er ekki frá því að létt lundin og húmorinn í henni hafi komið henni langt í lífinu á síðustu árum. Þá meina ég andlega séð. Amma Vala var síðustu árin mikill sjúklingur og þurfti því mikið að vera heima við. Hún hugsaði vel um afa meðan hann var á lífi, jafnvel þrátt fyrir að vera oft og tíðum mjög lasin. Þá samt gerði hún soðningu handa honum í sínu versta ástandi. Afi hefði ekki getað fengið betri umönnun eftir sín veikindi. Eftir að afi dó í fyrra get ég ímyndað mér að einmannaleikinn hafi látið á sér kræla hjá ömmu Völu, en amma var jákvæð og það var alltaf stutt í brosið og hláturinn. Amma sagðist alltaf hafa það fínt og vildi aldrei láta hafa fyrir sér. Hún var nægjusöm og gerði að mér fannst lítið út á veraldlega hluti. Til að mynda var síðasta jólagjöfin til okkar Veru frá ömmu Völu handmálað kerti frá nunnunum í klaustrinu í Hafnarfirði. Henni fannst það mest viðeigandi á jólunum og falleg gjöf og gaf hún öllum börnum og barnabörnum slíkt kerti. Hún trúði heitt á Guð og hlakkaði til að fá að fara hinu megin til afa. Á dánarbeðinu var hún hin rólegasta og í mjög góðu jafnvægi sem mér finnst sýna hennar innri manneskju sem var sátt og sæl í ró.
Við kjöftuðum alltaf mjög mikið þegar við hittumst og hún hafði brennandi áhuga á lífinu þrátt fyrir að geta lítið tekið þátt í því síðustu ár. Eftir að Vera dóttir mín, og hennar fyrsta langömmubarn, fæddist í fyrrasumar, var sérstaklega gaman að koma í heimsókn til ömmu á Kleppsveginn því amma var mjög laginn með Veru og fannst mér hún yngjast upp um mörg ár þegar Vera birtist henni, en hún og lék við hana og dúllaðist með hana eins og hún gat. Ég fann líka að Vera fékk sömu góðu ömmutilfinninguna og ég í mjúkum faðmi hennar.
Nú er amma Vala er farin og ég ætla að minnast hennar með því að kveikja á kertinu sem hún gaf okkur, en á því er mynd af Maríu mey með jesúbarnið. Ég ætla að segja Veru frá ömmu Völu þegar hún verður stór, þessari traustu konu, og ég veit að amma Vala horfir niður á okkur, heilsuhraust, hress og hamingjusöm á himnum með afa og englunum.
Vertu nú yfir og allt um kring
Með eilífri blessun þinni
Sitji Guðs englar saman í hring
Sænginni yfir minni.
Hér kemur minningargrein sem ég skrifaði um hana og birtist í Mogganum í gær.
Hún amma Vala var góð kona.
Hún var svona ekta amma, vel í holdum og svo góð og blíð við börnin.
Hún var svona amma sem gaf mér alltaf nammi og pening þegar ég var lítil. Á leið heim með mömmu og pabba úr útilegu kíktum við iðulega við á Bugðutanganum í Mosó og kíktum á ömmu og afa. Það var fastur liður líka að fá kókópuffs hjá ömmu Völu í þessum heimsóknum því heima var ekkert annað í boði en kornflex sem þótti ekki svo spennandi. Amma Vala vissi því nákvæmlega hvar hún ætti að skora hjá okkur krökkunum.
Amma Vala var mikill húmoristi og ég er ekki frá því að létt lundin og húmorinn í henni hafi komið henni langt í lífinu á síðustu árum. Þá meina ég andlega séð. Amma Vala var síðustu árin mikill sjúklingur og þurfti því mikið að vera heima við. Hún hugsaði vel um afa meðan hann var á lífi, jafnvel þrátt fyrir að vera oft og tíðum mjög lasin. Þá samt gerði hún soðningu handa honum í sínu versta ástandi. Afi hefði ekki getað fengið betri umönnun eftir sín veikindi. Eftir að afi dó í fyrra get ég ímyndað mér að einmannaleikinn hafi látið á sér kræla hjá ömmu Völu, en amma var jákvæð og það var alltaf stutt í brosið og hláturinn. Amma sagðist alltaf hafa það fínt og vildi aldrei láta hafa fyrir sér. Hún var nægjusöm og gerði að mér fannst lítið út á veraldlega hluti. Til að mynda var síðasta jólagjöfin til okkar Veru frá ömmu Völu handmálað kerti frá nunnunum í klaustrinu í Hafnarfirði. Henni fannst það mest viðeigandi á jólunum og falleg gjöf og gaf hún öllum börnum og barnabörnum slíkt kerti. Hún trúði heitt á Guð og hlakkaði til að fá að fara hinu megin til afa. Á dánarbeðinu var hún hin rólegasta og í mjög góðu jafnvægi sem mér finnst sýna hennar innri manneskju sem var sátt og sæl í ró.
Við kjöftuðum alltaf mjög mikið þegar við hittumst og hún hafði brennandi áhuga á lífinu þrátt fyrir að geta lítið tekið þátt í því síðustu ár. Eftir að Vera dóttir mín, og hennar fyrsta langömmubarn, fæddist í fyrrasumar, var sérstaklega gaman að koma í heimsókn til ömmu á Kleppsveginn því amma var mjög laginn með Veru og fannst mér hún yngjast upp um mörg ár þegar Vera birtist henni, en hún og lék við hana og dúllaðist með hana eins og hún gat. Ég fann líka að Vera fékk sömu góðu ömmutilfinninguna og ég í mjúkum faðmi hennar.
Nú er amma Vala er farin og ég ætla að minnast hennar með því að kveikja á kertinu sem hún gaf okkur, en á því er mynd af Maríu mey með jesúbarnið. Ég ætla að segja Veru frá ömmu Völu þegar hún verður stór, þessari traustu konu, og ég veit að amma Vala horfir niður á okkur, heilsuhraust, hress og hamingjusöm á himnum með afa og englunum.
Vertu nú yfir og allt um kring
Með eilífri blessun þinni
Sitji Guðs englar saman í hring
Sænginni yfir minni.
sunnudagur, júní 05, 2005
Fín helgi
Helgin var fín.
Manni finnst einhvern veginn ekkert spes hafa gerst en þegar maður fer að rifja helgina upp kemur upp úr kafinu að þetta var hin fínasta helgi með lots to do.
Veðrið var náttúrulega frábært á laugardaginn. Þá fórum við í ungbarnasund og hentum Verunni út í laugina á þvílíku farti. Já, námskeiðið er komið það langt og börnin orðin það stór að maður er farinn að bókstaflega henda þeim út í og láta þau kafa sjálf og sprikla þar til þau komast upp á yfirborðið, og þetta tekur þó nokkrar laaangar sekúndur fyrir mömmuna. En er ógeðslega gaman. Pabbinn var náttúrulega að vinna alla helgina eins og hann gat inn á milli íventa svo við Vera tjilluðum bara saman á meðan. Mamman fór m.a. í Smáralindina og keypti sér ný sólgleraugu af því það var svo mikil sól. Og líka af því hún var svo mikill klaufi að týna ógeðslega flottu uppáhalds D&G sólgleraugunum sínum einhvers staðar. Ef þú veist um þau - plís láttu mig vita! Fundarlaunum heitið! Ég sakna þeirra ennþá þrátt fyrir að vera komin með ný. Þetta er soldið bilað, en þau voru í það miklu uppáhaldi hjá mér og það attached við mig að þegar ég uppgötvaði að þau væru týnd og tröllum gefin leið mér eins og ég hefði týnt hluta af sjálfri mér. Ég væri bara ekki sama manneskjan án gleraugnanna! Ég veit, bilun. En mér leið líka svona í eitt sinn þegar ég týndi einni mjög spes loðhúfu sem amma Silla átti. Mér fannst bara vanta hluta af mér. Ég var ekki sama mannsekjan án húfunnar sem gerði mig að ákveðnum karakter. Stupid but true. Hrikalegt að vera orðinn svona háður einhverjum skitnum hlutum og að þeir séu svona risa biti af sjálfsmyndinni.
En well, þetta var útúrdúrspæling.
Í gærkvöldi skellti ég mér svo á árshátíð kórsins míns. Glæsileg og mjög skemmtileg árshátíð með skemmtiatriðum í lagi. Sérstaklega náttúrulega var sópranatriðið best, en við tókum Grýlurnar með stæl ;) Ég fór samt snemma heim - skil ekkert hvað var að mér, kom með heila rauðvín og ætlaði mér að klára hana, en það tókst ekki! Ég varð eitthvað þung í hausnum og bara gat ekki drukkið það! Hmmmm... er heilinn eitthvað að mótmæla djammandi mömmunni?
Í morgun hjóluðum við Vera svo á Smárahvamminn þar sem amma Silla bjó. Vökvuðum gróðurhúsið og inniblómin. Lékum okkur í grasinu og átum nokkur blóm. Svo héldum við familían upp í sumarbústað til tengdó þar sem svilkona mín hélt upp á þrítugsafmælið sitt með góðri grillveislu. Hún á von á sínu 3. barni í haust, þvílík dugnaður þar á bænum! Og ég sem ætla mér að eignast 4 börn og er 29 ára rétt svo byrjuð...ó, well.
Dagurinn endaði svo á kóræfingu, en það var generalprufa fyrir kórtónleikana annað kvöld. Jebb, síðustu kórtónleikarnir fyrir sumarfrí eru í Hásölum annað kvöld kl. 20 ef þið viljið mæta. En þið virðist ekki hafa mikinn áhuga á kórtónlist því þið mætið aldrei!! Skamm. Nei, bara að grínast. EN ef þið hafið ekkert að gera þá verða þetta mjög fallegir og krúttlegir sumartónleikar sem ykkur mun ekki leiðast á elskurnar!
Jæja kæra dagbók. Ég þarf að fara að taka til í kofanum. það er ótrúlegt hvað allt verður strax í drasli á no time...
Vera gíruð upp í góða veðrinu í gær!
Manni finnst einhvern veginn ekkert spes hafa gerst en þegar maður fer að rifja helgina upp kemur upp úr kafinu að þetta var hin fínasta helgi með lots to do.
Veðrið var náttúrulega frábært á laugardaginn. Þá fórum við í ungbarnasund og hentum Verunni út í laugina á þvílíku farti. Já, námskeiðið er komið það langt og börnin orðin það stór að maður er farinn að bókstaflega henda þeim út í og láta þau kafa sjálf og sprikla þar til þau komast upp á yfirborðið, og þetta tekur þó nokkrar laaangar sekúndur fyrir mömmuna. En er ógeðslega gaman. Pabbinn var náttúrulega að vinna alla helgina eins og hann gat inn á milli íventa svo við Vera tjilluðum bara saman á meðan. Mamman fór m.a. í Smáralindina og keypti sér ný sólgleraugu af því það var svo mikil sól. Og líka af því hún var svo mikill klaufi að týna ógeðslega flottu uppáhalds D&G sólgleraugunum sínum einhvers staðar. Ef þú veist um þau - plís láttu mig vita! Fundarlaunum heitið! Ég sakna þeirra ennþá þrátt fyrir að vera komin með ný. Þetta er soldið bilað, en þau voru í það miklu uppáhaldi hjá mér og það attached við mig að þegar ég uppgötvaði að þau væru týnd og tröllum gefin leið mér eins og ég hefði týnt hluta af sjálfri mér. Ég væri bara ekki sama manneskjan án gleraugnanna! Ég veit, bilun. En mér leið líka svona í eitt sinn þegar ég týndi einni mjög spes loðhúfu sem amma Silla átti. Mér fannst bara vanta hluta af mér. Ég var ekki sama mannsekjan án húfunnar sem gerði mig að ákveðnum karakter. Stupid but true. Hrikalegt að vera orðinn svona háður einhverjum skitnum hlutum og að þeir séu svona risa biti af sjálfsmyndinni.
En well, þetta var útúrdúrspæling.
Í gærkvöldi skellti ég mér svo á árshátíð kórsins míns. Glæsileg og mjög skemmtileg árshátíð með skemmtiatriðum í lagi. Sérstaklega náttúrulega var sópranatriðið best, en við tókum Grýlurnar með stæl ;) Ég fór samt snemma heim - skil ekkert hvað var að mér, kom með heila rauðvín og ætlaði mér að klára hana, en það tókst ekki! Ég varð eitthvað þung í hausnum og bara gat ekki drukkið það! Hmmmm... er heilinn eitthvað að mótmæla djammandi mömmunni?
Í morgun hjóluðum við Vera svo á Smárahvamminn þar sem amma Silla bjó. Vökvuðum gróðurhúsið og inniblómin. Lékum okkur í grasinu og átum nokkur blóm. Svo héldum við familían upp í sumarbústað til tengdó þar sem svilkona mín hélt upp á þrítugsafmælið sitt með góðri grillveislu. Hún á von á sínu 3. barni í haust, þvílík dugnaður þar á bænum! Og ég sem ætla mér að eignast 4 börn og er 29 ára rétt svo byrjuð...ó, well.
Dagurinn endaði svo á kóræfingu, en það var generalprufa fyrir kórtónleikana annað kvöld. Jebb, síðustu kórtónleikarnir fyrir sumarfrí eru í Hásölum annað kvöld kl. 20 ef þið viljið mæta. En þið virðist ekki hafa mikinn áhuga á kórtónlist því þið mætið aldrei!! Skamm. Nei, bara að grínast. EN ef þið hafið ekkert að gera þá verða þetta mjög fallegir og krúttlegir sumartónleikar sem ykkur mun ekki leiðast á elskurnar!
Jæja kæra dagbók. Ég þarf að fara að taka til í kofanum. það er ótrúlegt hvað allt verður strax í drasli á no time...
Vera gíruð upp í góða veðrinu í gær!
föstudagur, júní 03, 2005
Bikiní og blóm - sandalar og sallat :)
Mig langar svo að verða smá brún núna þegar sumarið er alveg komið og ég nýbúin að kaupa mér voðalega fínt hvítt pils og svona. Ekki það að ég sé með fallegustu fætur í heimi (slatti af æðahnútum og slitum í genunum...æji...!) en ef þeir væru brúnir þá væru þeir alla vega skömminni skárri. Spurning um að smyrja á sig brúnkukremi fyrir nóttina og verða pínu brún á morgun þegar ég fer á árshátið kórsins míns. Verst hvað þessi krembrúnka dugir skammt. Og hvað það er ógeðslega vond fýla af þessum brúnkukremum. Sængurfötin hjá manni anga alveg eftir þetta, jakk. Svo ég er alls ekki dugleg við þessa iðju.
En ég keypti mér líka bronslitaða pæjusandala í dag og þegar ég horfði á eldbleikar táslurnar í sandölunum og búðarstelpan sá hvað ég var að pæla (=not looking good!) sagði hún: "Bara smá brúnkukrem og þá er þetta komið"! Já, ætli brúnkukremið sé ekki bara málið í sumar. Alla vega þar til ég fer til Krítar og verð vonandi smá pínu ekta brún. Svo er ég náttúrulega alltaf með freknur í andlitinu á sumrin sem gefa hraustlegt útlit. Finnst þær bara krúttlegar.
Nú, auk þess að hafa splæst í sandala þá var bæjarferðin í dag eiginlega til þess ætluð að kaupa bikiní. Sem mér tókst á endanum. Nældi mér í ágætis bikiní á lítinn pening eftir þó nokkra leit. Leitin gekk samt ekki út á að finna nógu ódýrt heldur frekar nógu "passar á lítil brjóst sem eru næstum horfin"... Gvuð, ég fékk bara sjokk í mátunarklefunum í dag. Mátaði hvern bikiníhaldarann á fætur öðrum og all pokaði hreinlega á mér og mínum dúllum. Endaði að kaupa mér einhverja smástelpustærð fyrir brjóstin en xl fyrir rassinn. Eins gott að það sé hægt að kaupa sitt hvort númerið fyrir efri og neðri part! Annars myndi ég þurfa að troða sokkum innan á brjóstin eða eitthvað. Alla vega, þetta tókst og ég er barasta sæmilega ánægð með þetta. Það er samt alltaf jafn hræðilegt að vera staddur í mátunarklefa í kastarabirtu dauðans með rassinn beint í spegilinn og allt sem honum fylgir...hálfnakinn einn í klefanum að reyna að finna eitthvað sem passar. Oh, hrikaleg upplifun!! Maður á að fá þetta lánað heim og gera þetta þegar maður er búinn að bera á sig brúnkukremið og í kvöldsólinni þar sem engir díteilar sjást!
Svo keypti ég sumarblóm og setti í potta í garðinn minn. Þar sem það er ekkert gras í garðinum mínum kaupi ég sumarblóm og set í ker og potta og það setur þvílíkan sumarlegan svip á H6. Vera hefur ekki enn reynt að borða þessi blóm...Svo er auðvitað búið að sá fyrir salati og radísum í stóra kassann sem eitt sinn hýsti forljótt dautt grenitré...sem betur fer fékk það að fjúka í fyrra. Sallat í staðinn - amminamm. Ætli salatið verði svo ekki akkúrat reddí þegar við verðum úti á Krít og eyðileggst allt...nei, vonandi ekki. Annars býð ég hér með hverjum sem vill og langar í salat að koma hingað og fá sér þegar það verður tilbúið, það er nóg til! Svona, fáðu þér meira!
Gjössovel og verðiþéraðgóðu elskan mín.
En ég keypti mér líka bronslitaða pæjusandala í dag og þegar ég horfði á eldbleikar táslurnar í sandölunum og búðarstelpan sá hvað ég var að pæla (=not looking good!) sagði hún: "Bara smá brúnkukrem og þá er þetta komið"! Já, ætli brúnkukremið sé ekki bara málið í sumar. Alla vega þar til ég fer til Krítar og verð vonandi smá pínu ekta brún. Svo er ég náttúrulega alltaf með freknur í andlitinu á sumrin sem gefa hraustlegt útlit. Finnst þær bara krúttlegar.
Nú, auk þess að hafa splæst í sandala þá var bæjarferðin í dag eiginlega til þess ætluð að kaupa bikiní. Sem mér tókst á endanum. Nældi mér í ágætis bikiní á lítinn pening eftir þó nokkra leit. Leitin gekk samt ekki út á að finna nógu ódýrt heldur frekar nógu "passar á lítil brjóst sem eru næstum horfin"... Gvuð, ég fékk bara sjokk í mátunarklefunum í dag. Mátaði hvern bikiníhaldarann á fætur öðrum og all pokaði hreinlega á mér og mínum dúllum. Endaði að kaupa mér einhverja smástelpustærð fyrir brjóstin en xl fyrir rassinn. Eins gott að það sé hægt að kaupa sitt hvort númerið fyrir efri og neðri part! Annars myndi ég þurfa að troða sokkum innan á brjóstin eða eitthvað. Alla vega, þetta tókst og ég er barasta sæmilega ánægð með þetta. Það er samt alltaf jafn hræðilegt að vera staddur í mátunarklefa í kastarabirtu dauðans með rassinn beint í spegilinn og allt sem honum fylgir...hálfnakinn einn í klefanum að reyna að finna eitthvað sem passar. Oh, hrikaleg upplifun!! Maður á að fá þetta lánað heim og gera þetta þegar maður er búinn að bera á sig brúnkukremið og í kvöldsólinni þar sem engir díteilar sjást!
Svo keypti ég sumarblóm og setti í potta í garðinn minn. Þar sem það er ekkert gras í garðinum mínum kaupi ég sumarblóm og set í ker og potta og það setur þvílíkan sumarlegan svip á H6. Vera hefur ekki enn reynt að borða þessi blóm...Svo er auðvitað búið að sá fyrir salati og radísum í stóra kassann sem eitt sinn hýsti forljótt dautt grenitré...sem betur fer fékk það að fjúka í fyrra. Sallat í staðinn - amminamm. Ætli salatið verði svo ekki akkúrat reddí þegar við verðum úti á Krít og eyðileggst allt...nei, vonandi ekki. Annars býð ég hér með hverjum sem vill og langar í salat að koma hingað og fá sér þegar það verður tilbúið, það er nóg til! Svona, fáðu þér meira!
Gjössovel og verðiþéraðgóðu elskan mín.
fimmtudagur, júní 02, 2005
Heiðmörkin góða
Við Vera skelltum okkur með nokkrum vinum upp í Heiðmörk eftir vinnu og lékum okkur og grilluðum pUlsur. Oh, það er svo gott að komast aðeins út fyrir bæinn og gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt. Það var mjög gott veður, logn og sól en svo þegar kvöldaði kólnaði og þá var ekkert annað að gera en að dúða mína - já, Vera var vel dúðuð eins og sjá má!