mánudagur, júní 27, 2005
Þetta helst...
Þá er enn ein helgin liðin í aldanna skaut. Þessi var bara fín. Síðasti ungbarnssundtíminn er búinn, eitt stykki afmæli og eitt brúðkaup af þremur að baki og mamma er flutt heim! Nóg að gera á þeim bænum og gaman að því.
Annars eru aðrar fréttir þær helstar að tennurnar í mér eru svona að hvítna hægt og bítandi, ég er komin með tannkul af þessu sterka tannhreinsiefni, myndavélin mín er í viðgerð og ég sakna hennar meira en orð fá lýst og því eru engar myndir til frá helginni góðu -snökt- og Vera var eins og engill í næturpössun hjá afa Sigga og Jónu konunni hans sem sagði hana eitt auðveldasta barn sem hún hefði passað :)
Annars eru aðrar fréttir þær helstar að tennurnar í mér eru svona að hvítna hægt og bítandi, ég er komin með tannkul af þessu sterka tannhreinsiefni, myndavélin mín er í viðgerð og ég sakna hennar meira en orð fá lýst og því eru engar myndir til frá helginni góðu -snökt- og Vera var eins og engill í næturpössun hjá afa Sigga og Jónu konunni hans sem sagði hana eitt auðveldasta barn sem hún hefði passað :)
Comments:
Skrifa ummæli