föstudagur, júní 17, 2005
Hæ hó...
jibbí jei! 17. júní er svo skemmtilegur dagur.
17. júní var svo æðislegur dagur þegar maður var lítill. Það var skrúðganga í hvernig veðri sem er, prúðbúinn í oftast nær nýjum sumarfötum. Það var blaðra, reyndar ekki risa gasblaðra með mynd af einhverri Disney persónu, bara venjuleg blaðra dugði þá, candy floss, snuddusleikjó og rella. Múnderingin var algjör. Síðar meir þegar ég komst á unglingsaldurinn var ég iðulega að vinna í bás Sundfélagsins að selja pylsur og alls kyns 17. júní fylgihluti á Thorsplani í Hafnarfirði. Það var fútt í þeirri sjálfboðavinnu man ég, manni leið þvílíkt important að vera að afgeiða þetta flotta dót. Síðan þegar ég nálgaðist tvítugsaldurinn og var hætt í sundinu, orðin pæja, þá einhvern veginn var 17. júní ekki eins merkilegur. Maður var oftar en ekki að vinna og skrúðgangan varð hallærisleg. Glætan að maður fengi sér snuddusleikjó eða svo mikið sem léti sjá sig með blöðru.
Svo núna þegar barnið er komið í fjölskylduna má segja að barnið í mér sé aftur mætt þegar 17. júní ber að garði. Ég keypti blöðru handa litlu dömunni og var næstum því búin að kaupa mér snuddusleikjó. Nema ég var hjá tannsa í gær, svo ég hætti við. Mínu Mús blaðran hennar Veru fauk ansi snemma upp í loft og týndist en þá var bara keypt önnur. Ég meina, dóttir mín varð að hafa blöðru! Ekki að hún hafi haft vit á því en barnið í sjálfri mér sóttist eftir því. Við slepptum að arka í sjálfri skrúðgöngunni, en samt ekki því við fylgdumst með af dyrastafnum á H6, en hver ein og einasta skrúðganga í Hafnarfirði gengur framhjá húsinu mínu. Sem er ágætt. Maður gæti aldrei í lífinu misst af 17. júní skrúðgöngu eða öðrum merkilegum eða ómerkilegum skrúðgöngum í Hafnarfirði þótt maður vildi. Við stóðum álengdar og heilsuðum og nikkuðum til kunningja og vina í göngunni frá hliðarlínunni, mjög þægilegt. Skrúðgangan var svakalega löng í dag, enda veðrið eins og í draumi. Lúðrasveit Hafnarfjarðar blés í lúðra (nú er það?!) og fór fremst í flokki. Það eiginlega vantaði alla vega 10 slíkar lúðrasveitir í viðbót til að allir myndu heyra 17. júní tónana. Ég myndi sko ekki nenna í skrúðgöngu nema vera beint á eftir lúðrasveitinni takk. Annars er þetta ekkert fun. Sjáum til á næsta ári. Ég treð mér fremst þótt ég þurfi að beita hörku. Daman mín á að fá að heyra tónlistina!
Ó, well. Við fylgdumst svo með hátíðarhöldunum í Hafnarfirði þótt ég hafi nú að mestu leyti legið í sólbaði, með vörn nr. 20 á mér. Enda brann ég ekki! Vera var æðisleg í dag, í frábæru skapi og naut skarkalans og mergðarinnar. Dagurinn endaði svo í afmælisgrilli sem setti punktinn yfir i-ið (jibbí jeiiiiiii-i) á þessum dýrlega degi. Ekki dropi af rigningu, maður er alveg hissa! Bara skínandi skínandi sól. 20 stiga hiti kl. 9 um kvöld í Reykjavík, ég hlýt að lifa í draumi, 17. júní hækkaði til muna í áliti hjá mér í dag, bara vegna veðurs. Vonandi verður sumarið allt svona. Þá held ég að ég taki mér bara launalaust frí í allt sumar!
Mamman og Vera á fyrsta 17. júníinum saman í dag
17. júní var svo æðislegur dagur þegar maður var lítill. Það var skrúðganga í hvernig veðri sem er, prúðbúinn í oftast nær nýjum sumarfötum. Það var blaðra, reyndar ekki risa gasblaðra með mynd af einhverri Disney persónu, bara venjuleg blaðra dugði þá, candy floss, snuddusleikjó og rella. Múnderingin var algjör. Síðar meir þegar ég komst á unglingsaldurinn var ég iðulega að vinna í bás Sundfélagsins að selja pylsur og alls kyns 17. júní fylgihluti á Thorsplani í Hafnarfirði. Það var fútt í þeirri sjálfboðavinnu man ég, manni leið þvílíkt important að vera að afgeiða þetta flotta dót. Síðan þegar ég nálgaðist tvítugsaldurinn og var hætt í sundinu, orðin pæja, þá einhvern veginn var 17. júní ekki eins merkilegur. Maður var oftar en ekki að vinna og skrúðgangan varð hallærisleg. Glætan að maður fengi sér snuddusleikjó eða svo mikið sem léti sjá sig með blöðru.
Svo núna þegar barnið er komið í fjölskylduna má segja að barnið í mér sé aftur mætt þegar 17. júní ber að garði. Ég keypti blöðru handa litlu dömunni og var næstum því búin að kaupa mér snuddusleikjó. Nema ég var hjá tannsa í gær, svo ég hætti við. Mínu Mús blaðran hennar Veru fauk ansi snemma upp í loft og týndist en þá var bara keypt önnur. Ég meina, dóttir mín varð að hafa blöðru! Ekki að hún hafi haft vit á því en barnið í sjálfri mér sóttist eftir því. Við slepptum að arka í sjálfri skrúðgöngunni, en samt ekki því við fylgdumst með af dyrastafnum á H6, en hver ein og einasta skrúðganga í Hafnarfirði gengur framhjá húsinu mínu. Sem er ágætt. Maður gæti aldrei í lífinu misst af 17. júní skrúðgöngu eða öðrum merkilegum eða ómerkilegum skrúðgöngum í Hafnarfirði þótt maður vildi. Við stóðum álengdar og heilsuðum og nikkuðum til kunningja og vina í göngunni frá hliðarlínunni, mjög þægilegt. Skrúðgangan var svakalega löng í dag, enda veðrið eins og í draumi. Lúðrasveit Hafnarfjarðar blés í lúðra (nú er það?!) og fór fremst í flokki. Það eiginlega vantaði alla vega 10 slíkar lúðrasveitir í viðbót til að allir myndu heyra 17. júní tónana. Ég myndi sko ekki nenna í skrúðgöngu nema vera beint á eftir lúðrasveitinni takk. Annars er þetta ekkert fun. Sjáum til á næsta ári. Ég treð mér fremst þótt ég þurfi að beita hörku. Daman mín á að fá að heyra tónlistina!
Ó, well. Við fylgdumst svo með hátíðarhöldunum í Hafnarfirði þótt ég hafi nú að mestu leyti legið í sólbaði, með vörn nr. 20 á mér. Enda brann ég ekki! Vera var æðisleg í dag, í frábæru skapi og naut skarkalans og mergðarinnar. Dagurinn endaði svo í afmælisgrilli sem setti punktinn yfir i-ið (jibbí jeiiiiiii-i) á þessum dýrlega degi. Ekki dropi af rigningu, maður er alveg hissa! Bara skínandi skínandi sól. 20 stiga hiti kl. 9 um kvöld í Reykjavík, ég hlýt að lifa í draumi, 17. júní hækkaði til muna í áliti hjá mér í dag, bara vegna veðurs. Vonandi verður sumarið allt svona. Þá held ég að ég taki mér bara launalaust frí í allt sumar!
Mamman og Vera á fyrsta 17. júníinum saman í dag
Comments:
Skrifa ummæli