<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 25, 2005

Vera Víglunds 11 mánaða! 

Þá er hún Vera orðin 11 mánaða í dag.
Til hamingju litla krútta!

Vera er orðin þvílíkt stór og klár. Kann að segja mamma, babba (pabbI breyttist skyndilega í babba), datt, nammi, obbosí, bæ og NEI! Hún er orðin þessi þvílíki bröltari og er farin að labba mikið með þótt hún fljúgi mest áfram út um allt á rassinum. Vera dillar sér og klappar við hvert tækifæri þegar tónlist heyrist, hvort sem það er í útvarpinu eða raul (gaul) frá mömmunni og er yfir höfuð mjög fjörug og spræk. Hún er komin með 5 tennur og borðar allan mat, eða bara það sem er í matinn á H6 hverju sinni. Vera er ákveðin ung dama sem veit hvað hún vill og ekki vill. Öskrar á mömmuna ef hún gerir eitthvað vitlaust og notar öskrið líka óspart til að fá sínu framgengt hvað sem það er. Með tilheyrandi grettu eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þvílíka skapið í einum litlum líkama þar á ferð! En það er gott að vita hvernig maður vill hafa hlutina - mamman þekkir þetta!

Vera 11 mánaða skvísan mín er bara sætust í heiminum geiminum fyrir ykkur sem ekki vitið það eða eruð ekki búin að fatta það... ;)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker