<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 12, 2005

Óargadýrið 

Ég held það sé kominn illur andi í barnið mitt! Já, daman er ekki nema 10 og hálfs mánaða og vill alls ekki fara að sofa! Eða kallast þetta kannski frekja? Undanfarna viku hefur það verið svakalegt mál að fá dömuna til að sofna á kvöldin. Það beisikklí gengur ekki upp hjá foreldrunum! T.d. fór hún upp í rúm rosa þreytt í gærkvöldi kl. 20:30 og sofnaði kl.1 um nóttina! Hún er að uppgötva hreyfigetu sína og bröltir endalaust í rúminu sínu og finnst það mun meira spennandi heldur en að liggja róleg og bíða eftir að sofna. Nei, það er ekki hennar tebolli. Standa upp, velta sér, fikta í sænginni, fikta í rimlunum, henda sér í sængina og henda snuðinu á gólfið er miklu skemmtilegra heldur en að fara að sofa. Ef ég trufla hana við þessa iðju sína þá verður daman hreinlega brjáluð og öskrar bara á mig. Rífur út úr sér snuðið hendir því á gólfið, setur í brýrnar og segir reiðri röddu "Datt"!! Ég var alveg við það að missa það í gærkvöldi, enda hafði ég hugsað mér að eyða laugardagskvöldinu einhvern veginn öðruvísi heldur en að sinna dömunni brjálaðri allt kvöldið. Ekki það að það sé mikið að gera á laugardagskvöldum svona yfirleitt, maður hangir heima fyrir framan kassann eða ræðir við kallinn undir rauðvínsglasi. En það er ekki í boði lengur. Spurning um að fá norn á svæðið til að reka illa andann úr Verunni. Ég hreinlega nenni þessu ekki! Já, daman heldur að hún sé orðin svaka stór og stjórni pakkanum. Sem hún náttúrulega og gerir.

Út í annað.

Djammþyrsta mamman fékk þorstanum vel svalað á föstudagskvöldið. Gallupsaumóinn fór á djamm og nokkrir vel valdir Gallupgæjar fengu að djamma með okkur. Við pöntuðum okkur grillmat og meððí frá Argentínu sem var himneskt og svo var gestgjafinn með dýrindis eftirrétt sem kallast því frábæra nafni "Litla syndin ljúfa"... ó, já. Þetta var ljúf synd. Og allt kvöldið ljúft. Martiniflaskan kláraðist og við kjöftuðum fram undir morgun, þrátt fyrir að gestgjafinn hafi meira að segja verið farin að sofa!
Ég elska ykkur elsku Galluprararnir mínir :)

Annars er mánuður í Krít og ég farin að hlakka mikið til. Búin að kaupa bikiníbuxur á dömuna, buslusundlaug og handakúta svo hún ætti að vera all sett fyrir sólina og sandinn. Ég held hreinlega að ég eigi eftir að éta pabbann þegar kemur að Krít! Við foreldrarnir hittumst varla þar sem það er rífandi tíð í bissnessnum hjá pabbanum. Þetta eru svona vaktaskipti. Þegar ég fer þá kemur hann rrrrrétt áður. Við gerum high five og vaktaskiptin eru on. Soldið glatað en lítið að gera í því eins og staðan er. Ég held að enginn átti sig á því hvað smiður í eigin bissness geti verið mikið að heiman! En Krít fer að koma, ammi namm.

Ég veit að það er til alls konar tækni við að svæfa börn. Undanfarið í þessu brjálæði þá hef ég beitt aðferðinni að fara út úr herberginu og koma af og til inn og leggja hana niður og setja snuðið upp í hana. ÞAÐ VIRKAR EKKI. Einhverjar aðrar hugmyndir? Það beisikklí virkar ekkert undanfarið. Kannski líður þetta hjá. En þangað til vona ég að ég gangi ekki af göflunum (það gerist nú ábyggilega ekki af því ég er svo þolinmóð) á meðan Veran grenjar sig í svefn eftir mikið brölt og baráttu.


Sjáið sæta grallarasvipinn á óargadýrinu mínu! Posted by Hello

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker