<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 05, 2005

Fín helgi 

Helgin var fín.
Manni finnst einhvern veginn ekkert spes hafa gerst en þegar maður fer að rifja helgina upp kemur upp úr kafinu að þetta var hin fínasta helgi með lots to do.

Veðrið var náttúrulega frábært á laugardaginn. Þá fórum við í ungbarnasund og hentum Verunni út í laugina á þvílíku farti. Já, námskeiðið er komið það langt og börnin orðin það stór að maður er farinn að bókstaflega henda þeim út í og láta þau kafa sjálf og sprikla þar til þau komast upp á yfirborðið, og þetta tekur þó nokkrar laaangar sekúndur fyrir mömmuna. En er ógeðslega gaman. Pabbinn var náttúrulega að vinna alla helgina eins og hann gat inn á milli íventa svo við Vera tjilluðum bara saman á meðan. Mamman fór m.a. í Smáralindina og keypti sér ný sólgleraugu af því það var svo mikil sól. Og líka af því hún var svo mikill klaufi að týna ógeðslega flottu uppáhalds D&G sólgleraugunum sínum einhvers staðar. Ef þú veist um þau - plís láttu mig vita! Fundarlaunum heitið! Ég sakna þeirra ennþá þrátt fyrir að vera komin með ný. Þetta er soldið bilað, en þau voru í það miklu uppáhaldi hjá mér og það attached við mig að þegar ég uppgötvaði að þau væru týnd og tröllum gefin leið mér eins og ég hefði týnt hluta af sjálfri mér. Ég væri bara ekki sama manneskjan án gleraugnanna! Ég veit, bilun. En mér leið líka svona í eitt sinn þegar ég týndi einni mjög spes loðhúfu sem amma Silla átti. Mér fannst bara vanta hluta af mér. Ég var ekki sama mannsekjan án húfunnar sem gerði mig að ákveðnum karakter. Stupid but true. Hrikalegt að vera orðinn svona háður einhverjum skitnum hlutum og að þeir séu svona risa biti af sjálfsmyndinni.
En well, þetta var útúrdúrspæling.

Í gærkvöldi skellti ég mér svo á árshátíð kórsins míns. Glæsileg og mjög skemmtileg árshátíð með skemmtiatriðum í lagi. Sérstaklega náttúrulega var sópranatriðið best, en við tókum Grýlurnar með stæl ;) Ég fór samt snemma heim - skil ekkert hvað var að mér, kom með heila rauðvín og ætlaði mér að klára hana, en það tókst ekki! Ég varð eitthvað þung í hausnum og bara gat ekki drukkið það! Hmmmm... er heilinn eitthvað að mótmæla djammandi mömmunni?

Í morgun hjóluðum við Vera svo á Smárahvamminn þar sem amma Silla bjó. Vökvuðum gróðurhúsið og inniblómin. Lékum okkur í grasinu og átum nokkur blóm. Svo héldum við familían upp í sumarbústað til tengdó þar sem svilkona mín hélt upp á þrítugsafmælið sitt með góðri grillveislu. Hún á von á sínu 3. barni í haust, þvílík dugnaður þar á bænum! Og ég sem ætla mér að eignast 4 börn og er 29 ára rétt svo byrjuð...ó, well.

Dagurinn endaði svo á kóræfingu, en það var generalprufa fyrir kórtónleikana annað kvöld. Jebb, síðustu kórtónleikarnir fyrir sumarfrí eru í Hásölum annað kvöld kl. 20 ef þið viljið mæta. En þið virðist ekki hafa mikinn áhuga á kórtónlist því þið mætið aldrei!! Skamm. Nei, bara að grínast. EN ef þið hafið ekkert að gera þá verða þetta mjög fallegir og krúttlegir sumartónleikar sem ykkur mun ekki leiðast á elskurnar!

Jæja kæra dagbók. Ég þarf að fara að taka til í kofanum. það er ótrúlegt hvað allt verður strax í drasli á no time...


Vera gíruð upp í góða veðrinu í gær! Posted by Hello

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker