fimmtudagur, júní 16, 2005
Bissí sumar
Ég var að fatta rétt í þessu að allt sumarið er þvílíkt bókað hjá mér, þ.e. um helgar. Ég hafði ekki hugsað út í það að það eru 3 brúðkaup, nokkur afmæli, 1 útilega, 2 vikna útlandaferð, skírn uppi í bústað og gæsun í vændum. Og þá er sumarið búið! Jesús minn. Þið megið samt alveg halda áfram að bjóða mér í partý og bústaðaferðir og brúðkaup. Ég mæti pottþétt! Ég verð í fyrsta sinn í 5 vikna samfleyttu fríi frá vinnu og hlakka ég mikið til að eyða þeim tíma með múslunni. Ah, það verður gott að fá frí eftir 3 1/2 mánaða vinnu...
Comments:
Skrifa ummæli