mánudagur, júní 06, 2005
Amma Vala
Amma Vala var jarðsett í kyrrþey að hennar ósk, fyrir tæpum 2 vikum.
Hér kemur minningargrein sem ég skrifaði um hana og birtist í Mogganum í gær.
Hún amma Vala var góð kona.
Hún var svona ekta amma, vel í holdum og svo góð og blíð við börnin.
Hún var svona amma sem gaf mér alltaf nammi og pening þegar ég var lítil. Á leið heim með mömmu og pabba úr útilegu kíktum við iðulega við á Bugðutanganum í Mosó og kíktum á ömmu og afa. Það var fastur liður líka að fá kókópuffs hjá ömmu Völu í þessum heimsóknum því heima var ekkert annað í boði en kornflex sem þótti ekki svo spennandi. Amma Vala vissi því nákvæmlega hvar hún ætti að skora hjá okkur krökkunum.
Amma Vala var mikill húmoristi og ég er ekki frá því að létt lundin og húmorinn í henni hafi komið henni langt í lífinu á síðustu árum. Þá meina ég andlega séð. Amma Vala var síðustu árin mikill sjúklingur og þurfti því mikið að vera heima við. Hún hugsaði vel um afa meðan hann var á lífi, jafnvel þrátt fyrir að vera oft og tíðum mjög lasin. Þá samt gerði hún soðningu handa honum í sínu versta ástandi. Afi hefði ekki getað fengið betri umönnun eftir sín veikindi. Eftir að afi dó í fyrra get ég ímyndað mér að einmannaleikinn hafi látið á sér kræla hjá ömmu Völu, en amma var jákvæð og það var alltaf stutt í brosið og hláturinn. Amma sagðist alltaf hafa það fínt og vildi aldrei láta hafa fyrir sér. Hún var nægjusöm og gerði að mér fannst lítið út á veraldlega hluti. Til að mynda var síðasta jólagjöfin til okkar Veru frá ömmu Völu handmálað kerti frá nunnunum í klaustrinu í Hafnarfirði. Henni fannst það mest viðeigandi á jólunum og falleg gjöf og gaf hún öllum börnum og barnabörnum slíkt kerti. Hún trúði heitt á Guð og hlakkaði til að fá að fara hinu megin til afa. Á dánarbeðinu var hún hin rólegasta og í mjög góðu jafnvægi sem mér finnst sýna hennar innri manneskju sem var sátt og sæl í ró.
Við kjöftuðum alltaf mjög mikið þegar við hittumst og hún hafði brennandi áhuga á lífinu þrátt fyrir að geta lítið tekið þátt í því síðustu ár. Eftir að Vera dóttir mín, og hennar fyrsta langömmubarn, fæddist í fyrrasumar, var sérstaklega gaman að koma í heimsókn til ömmu á Kleppsveginn því amma var mjög laginn með Veru og fannst mér hún yngjast upp um mörg ár þegar Vera birtist henni, en hún og lék við hana og dúllaðist með hana eins og hún gat. Ég fann líka að Vera fékk sömu góðu ömmutilfinninguna og ég í mjúkum faðmi hennar.
Nú er amma Vala er farin og ég ætla að minnast hennar með því að kveikja á kertinu sem hún gaf okkur, en á því er mynd af Maríu mey með jesúbarnið. Ég ætla að segja Veru frá ömmu Völu þegar hún verður stór, þessari traustu konu, og ég veit að amma Vala horfir niður á okkur, heilsuhraust, hress og hamingjusöm á himnum með afa og englunum.
Vertu nú yfir og allt um kring
Með eilífri blessun þinni
Sitji Guðs englar saman í hring
Sænginni yfir minni.
Hér kemur minningargrein sem ég skrifaði um hana og birtist í Mogganum í gær.
Hún amma Vala var góð kona.
Hún var svona ekta amma, vel í holdum og svo góð og blíð við börnin.
Hún var svona amma sem gaf mér alltaf nammi og pening þegar ég var lítil. Á leið heim með mömmu og pabba úr útilegu kíktum við iðulega við á Bugðutanganum í Mosó og kíktum á ömmu og afa. Það var fastur liður líka að fá kókópuffs hjá ömmu Völu í þessum heimsóknum því heima var ekkert annað í boði en kornflex sem þótti ekki svo spennandi. Amma Vala vissi því nákvæmlega hvar hún ætti að skora hjá okkur krökkunum.
Amma Vala var mikill húmoristi og ég er ekki frá því að létt lundin og húmorinn í henni hafi komið henni langt í lífinu á síðustu árum. Þá meina ég andlega séð. Amma Vala var síðustu árin mikill sjúklingur og þurfti því mikið að vera heima við. Hún hugsaði vel um afa meðan hann var á lífi, jafnvel þrátt fyrir að vera oft og tíðum mjög lasin. Þá samt gerði hún soðningu handa honum í sínu versta ástandi. Afi hefði ekki getað fengið betri umönnun eftir sín veikindi. Eftir að afi dó í fyrra get ég ímyndað mér að einmannaleikinn hafi látið á sér kræla hjá ömmu Völu, en amma var jákvæð og það var alltaf stutt í brosið og hláturinn. Amma sagðist alltaf hafa það fínt og vildi aldrei láta hafa fyrir sér. Hún var nægjusöm og gerði að mér fannst lítið út á veraldlega hluti. Til að mynda var síðasta jólagjöfin til okkar Veru frá ömmu Völu handmálað kerti frá nunnunum í klaustrinu í Hafnarfirði. Henni fannst það mest viðeigandi á jólunum og falleg gjöf og gaf hún öllum börnum og barnabörnum slíkt kerti. Hún trúði heitt á Guð og hlakkaði til að fá að fara hinu megin til afa. Á dánarbeðinu var hún hin rólegasta og í mjög góðu jafnvægi sem mér finnst sýna hennar innri manneskju sem var sátt og sæl í ró.
Við kjöftuðum alltaf mjög mikið þegar við hittumst og hún hafði brennandi áhuga á lífinu þrátt fyrir að geta lítið tekið þátt í því síðustu ár. Eftir að Vera dóttir mín, og hennar fyrsta langömmubarn, fæddist í fyrrasumar, var sérstaklega gaman að koma í heimsókn til ömmu á Kleppsveginn því amma var mjög laginn með Veru og fannst mér hún yngjast upp um mörg ár þegar Vera birtist henni, en hún og lék við hana og dúllaðist með hana eins og hún gat. Ég fann líka að Vera fékk sömu góðu ömmutilfinninguna og ég í mjúkum faðmi hennar.
Nú er amma Vala er farin og ég ætla að minnast hennar með því að kveikja á kertinu sem hún gaf okkur, en á því er mynd af Maríu mey með jesúbarnið. Ég ætla að segja Veru frá ömmu Völu þegar hún verður stór, þessari traustu konu, og ég veit að amma Vala horfir niður á okkur, heilsuhraust, hress og hamingjusöm á himnum með afa og englunum.
Vertu nú yfir og allt um kring
Með eilífri blessun þinni
Sitji Guðs englar saman í hring
Sænginni yfir minni.
Comments:
Skrifa ummæli