<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 15, 2005

Blessuð blíðan 

Ég vildi að það væri alltaf svona hlýtt og gott veður á Íslandi á sumrin. Þá hefði maður bókstaflega ekki yfir mörgu að kvarta um land og mið. Ekki nema kannski snjóleysi á veturna... já, það vantar sól á sumrin og snjó á veturna. Hvers konar veðurfar er eiginlega hér? Ég er s.s. að fíla blíðviðrið svakalega vel. Klæði mig upp í svonefn Krítarföt á hverjum degi. Föt sem ég hef splæst í fyrir sumarfríið, en ég komst að því um daginn að ég hreinlega átti sama og engin sumarleg föt. Svo það þýddi ekkert annað en að safna smá slatta af pilsum og kjólum fyrir Krít. Og af hverju ekki að nota það í Reykjavík á dögum sem þessum?
Ég er s.s. Erla sumarlega þessa dagana ef þið hafið ekki tekið eftir því.
Vera klæðist bara kjólum og stuttermabolum og svo spókum við mæðgurnar okkur saman í bænum eftir vinnu eða förum í sund. Af hverju getur maður ekki unnið 80% vinnudag alla ævi? Spurning um að reyna.
Reyndar er eitt við þessi blíðviðri og það eru þessi fallegu kvöld. Ég sit föst heima hvert einasta kvöld núna með dömuna. Verð að segja að þótt ég elski Veru út af lífinu þá finnst mér þetta leiðinlegasti parturinn. Að geta ekki skroppið út í göngutúr, í heimsókn, á fótboltaleiki, í bíó, í Kubb...

Annars eru:
10 dagar í mömmu
26 dagar í Krít

- and counting...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker