miðvikudagur, júní 29, 2005
Móðirin ég
Ég er jú orðin móðir.
Ég er samt ennþá að reyna að vera stelpa, kona, eiginkona (tja eða öllu heldur kærasta svo við höfum það á hreinu), vinkona, frænka, kórfélagi, Gallupari og húsmóðir. Og ég sjálf, með sjálfri mér. Ekki má gleyma því. Mér finnst satt að segja svakalega erfitt að sinna öllum þessum annars skemmtilegu hlutverkum. Mér finnst aldrei tími til neins. Allra erfiðasta hlutverkið mitt um þessar mundir er þó móðurhlutverkið. Það kemst ekkert annað nálægt því. Eins brjálæðislega gaman og það er finnst mér það brjálæðislega erfitt.
Er ég brjáluð?
Það snýst ALLT um litlu Veruna mína. Frá morgni til kvölds. Sem þýðir að það er afar lítill tími fyrir önnur hlutverk en hlutverk móðurinnar. Hlekkurinn á milli okkar verður bara þyngri og þyngri. Og ég sem hélt í einfeldni minni að hann myndi léttast eftir að brjóstagjöf lauk. Jú, það hefði átt að getað skapað mér eitthvað frelsi, en það fer lítið fyrir því þegar það er enginn annar til taks en móðirin ég að gefa pelann og svæfa. Pabbinn er í vinnunni fram yfir háttatíma. Ég vakna með músinni, ég skipti á og klæði, tek þá erfiðu ákvörðun um hvort ég eigi að fara í hálfra mínútu sturtu eða fá mér seríós í snatri því bæði er ekki í boði, keyri til dagmömmunnar með hana hressa eða óhressa, sæki hana í stuði eða óstuði, eyði tíma með henni í hvernig formi sem er þar til hún fer að sofa auðveldlega eða erfiðlega um kl. 20 - 20:30. Í eyrum sumra, mæðra og ekki, kann þetta að hljóma ekkert mál. En sorrí, mér finnst þetta bara mál. Mér finnst þetta erfitt mál. Alla vega er ég í kvartgírnum núna.
Mér líður oft eins og einstæðri móður sem er þreytt og tætt, úrill og pirruð, eirðarlaus og leiðinleg. Með bauga, bólur og tætt hárið. Vöðvabólgu og heilabólgu. Sem er að gera sitt besta sem einhvern veginn virðist þó ekki duga. Að vinna og vinna en vinnunni lýkur aldrei. Að reyna og reyna en nær samt aldrei í toppi. Að gefa og gefa og eiga algjörlega ekkert eftir. Sérstaklega á kvöldin. Eins og núna. Ég veit það ekki, sumar mömmur eru eflaust umburðalyndar og þolinmóðar út í hið óendanlega og kvarta aldrei. Þegar maður spyr þær hvernig gengur fær maður svarið: "Alveg frábærlega meiriháttar geðveikislega æðislega vel!". Ég ákvað hins vegar bara að blogga þetta út. Here you go! Það gengur auðvitað vel EN ég er stundum gjörsamlega að koksa á þessu. Nema það er auðvitað ekki í boði. Mömmuhlutverkið er alltaf í karakter.
Vera er voðalega góð stelpa og ég elska hana meira en orð fá lýst. Hún er eflaust mjög svipuð öðrum börnum. Er frekar róleg en þó með skap. Á sína góðu og slæmu daga. Sofnar stundum strax og stundum ekki. Grenjar sig stundum í svefn og stundum ekki. Það gjörsamlega rífur mig að innan (af þreytu og vanlíðan) að heyra hana öskra. Hún vaknar stundum á nóttunni og vakir í 2 tíma og hvorki hún né ég vitum af hverju. Þá á ég það til að vera mjög leiðinleg móðir. Hún sefur samt langoftast vel. Hún vaknar stundum kl. 6 á morgnanna og býður glöð eða pirruð góðan daginn. Og mamman er tætt alla þann dag.
Ég bið til guðs að ég verði ekki þessa mamma sem öskrar á barnið sitt úti í búð -hvað sem á dynur. Það hefur mér alltaf þótt ömurlegar mömmur. Skil þær þó pínu pons núna, ég á það til að vera alveg að flippa á Veru inni í mér en hleypi því sjaldnast út. Ég held andlitinu, brosinu og blíða tóninum í gegnum grenj og öskur í langflestum tilvikum. Kannski spring ég bara einn daginn. Í loft upp. Búmmmmmmmmmmmm.... Ég hef orðið reið við hana og hún varð skíthrædd við mig. Mér leist ekkert á óttann í augunum á henni og velti því fyrir mér hvort ég væri ekki bara eitthvað geðveik að vera ekki að höndla þetta.
Ég meina, allar hinar mömmurnar höndla þetta.
Og mig sem langar í 4 börn...
Ég er samt ennþá að reyna að vera stelpa, kona, eiginkona (tja eða öllu heldur kærasta svo við höfum það á hreinu), vinkona, frænka, kórfélagi, Gallupari og húsmóðir. Og ég sjálf, með sjálfri mér. Ekki má gleyma því. Mér finnst satt að segja svakalega erfitt að sinna öllum þessum annars skemmtilegu hlutverkum. Mér finnst aldrei tími til neins. Allra erfiðasta hlutverkið mitt um þessar mundir er þó móðurhlutverkið. Það kemst ekkert annað nálægt því. Eins brjálæðislega gaman og það er finnst mér það brjálæðislega erfitt.
Er ég brjáluð?
Það snýst ALLT um litlu Veruna mína. Frá morgni til kvölds. Sem þýðir að það er afar lítill tími fyrir önnur hlutverk en hlutverk móðurinnar. Hlekkurinn á milli okkar verður bara þyngri og þyngri. Og ég sem hélt í einfeldni minni að hann myndi léttast eftir að brjóstagjöf lauk. Jú, það hefði átt að getað skapað mér eitthvað frelsi, en það fer lítið fyrir því þegar það er enginn annar til taks en móðirin ég að gefa pelann og svæfa. Pabbinn er í vinnunni fram yfir háttatíma. Ég vakna með músinni, ég skipti á og klæði, tek þá erfiðu ákvörðun um hvort ég eigi að fara í hálfra mínútu sturtu eða fá mér seríós í snatri því bæði er ekki í boði, keyri til dagmömmunnar með hana hressa eða óhressa, sæki hana í stuði eða óstuði, eyði tíma með henni í hvernig formi sem er þar til hún fer að sofa auðveldlega eða erfiðlega um kl. 20 - 20:30. Í eyrum sumra, mæðra og ekki, kann þetta að hljóma ekkert mál. En sorrí, mér finnst þetta bara mál. Mér finnst þetta erfitt mál. Alla vega er ég í kvartgírnum núna.
Mér líður oft eins og einstæðri móður sem er þreytt og tætt, úrill og pirruð, eirðarlaus og leiðinleg. Með bauga, bólur og tætt hárið. Vöðvabólgu og heilabólgu. Sem er að gera sitt besta sem einhvern veginn virðist þó ekki duga. Að vinna og vinna en vinnunni lýkur aldrei. Að reyna og reyna en nær samt aldrei í toppi. Að gefa og gefa og eiga algjörlega ekkert eftir. Sérstaklega á kvöldin. Eins og núna. Ég veit það ekki, sumar mömmur eru eflaust umburðalyndar og þolinmóðar út í hið óendanlega og kvarta aldrei. Þegar maður spyr þær hvernig gengur fær maður svarið: "Alveg frábærlega meiriháttar geðveikislega æðislega vel!". Ég ákvað hins vegar bara að blogga þetta út. Here you go! Það gengur auðvitað vel EN ég er stundum gjörsamlega að koksa á þessu. Nema það er auðvitað ekki í boði. Mömmuhlutverkið er alltaf í karakter.
Vera er voðalega góð stelpa og ég elska hana meira en orð fá lýst. Hún er eflaust mjög svipuð öðrum börnum. Er frekar róleg en þó með skap. Á sína góðu og slæmu daga. Sofnar stundum strax og stundum ekki. Grenjar sig stundum í svefn og stundum ekki. Það gjörsamlega rífur mig að innan (af þreytu og vanlíðan) að heyra hana öskra. Hún vaknar stundum á nóttunni og vakir í 2 tíma og hvorki hún né ég vitum af hverju. Þá á ég það til að vera mjög leiðinleg móðir. Hún sefur samt langoftast vel. Hún vaknar stundum kl. 6 á morgnanna og býður glöð eða pirruð góðan daginn. Og mamman er tætt alla þann dag.
Ég bið til guðs að ég verði ekki þessa mamma sem öskrar á barnið sitt úti í búð -hvað sem á dynur. Það hefur mér alltaf þótt ömurlegar mömmur. Skil þær þó pínu pons núna, ég á það til að vera alveg að flippa á Veru inni í mér en hleypi því sjaldnast út. Ég held andlitinu, brosinu og blíða tóninum í gegnum grenj og öskur í langflestum tilvikum. Kannski spring ég bara einn daginn. Í loft upp. Búmmmmmmmmmmmm.... Ég hef orðið reið við hana og hún varð skíthrædd við mig. Mér leist ekkert á óttann í augunum á henni og velti því fyrir mér hvort ég væri ekki bara eitthvað geðveik að vera ekki að höndla þetta.
Ég meina, allar hinar mömmurnar höndla þetta.
Og mig sem langar í 4 börn...
Comments:
Skrifa ummæli