<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 14, 2005

Eyrun 

Vera fékk rör í eyrun í gær. Hún stóð sig eins og hetja, og mamman líka, þrátt fyrir nokkur erfið tár sem læddust óvart fram þegar múslan var svæfð. Oh, það var óþægilegt. En pabbinn var þarna líka, sterkur sem stál að vanda og hughreysti okkur báðar. Læknirinn sagði mikinn vökva og gröft vera í eyrunum á henni en það ætti að fara út um rörin á næstunni. Þetta tók stuttan tíma og Vera varð sjálfri sér líka stuttu á eftir. Spræk sem lækur eins og vanalega. Litla átvaglið mitt lét það ekki einu sinni á sig fá að þurfa að fasta í heila 6 klukkutíma fyrir aðgerðina. Sötraði bara vatn og eplasafa og var sátt við það.

Það virðist sem rörin hafi fælt óargadýrið í Verunni í burtu, því hún sofnaði ljúfum svefni án alls pirrings í gærkvöldi. Rumskaði þó tvisvar, stóð upp í rúminu hálfsofandi og án þess að virkilega fatta að hún væri staðin upp, frekar fyndið. En það var auðvelt að svæfa hana aftur.
Svo rörin eru pottþétt að gera sitt gagn.
Áfram rör!!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker