föstudagur, febrúar 25, 2005
Vera 7 mánaða!
Jæja, þá er Vera orðin 7 mánaða. Komin með dágott hár, tennurnar að fara að sýna sig og hana langar augljóslega að fara að skríða. Hún reynir og reynir, færir fæturnar undir sig þegar hún situr og heldur að hún geti allt, en lendir alltaf á maganum og er þannig eins og selur á þurru landi! En hún er lífsglöð og jákvæð og reynir aftur og aftur... og þetta fer að koma! Mamman bíður bara róleg, ánægð yfir því að hún geti ekki fært sig úr stað...
Vera 7 mánaða pía! Takið eftir spennunni í hárinu - þvílíka krúttið. Vá, hvað hún verður ennþá sætari með hár :)
Sæta afmælisstelpan
Vera 7 mánaða pía! Takið eftir spennunni í hárinu - þvílíka krúttið. Vá, hvað hún verður ennþá sætari með hár :)
Sæta afmælisstelpan
Farin í orlof
Jæja, þá er mamman farin í húsmæðraorlof til Stokkhólms.
Vera fer að sjálfsögðu með.
Við ætlum að hitta Skarpa litla frænda og Dódó frænku og borða elg og sænskar kjötbollur.
Sjáumst!
Vera að hringja í Skarpa frænda
Vera fer að sjálfsögðu með.
Við ætlum að hitta Skarpa litla frænda og Dódó frænku og borða elg og sænskar kjötbollur.
Sjáumst!
Vera að hringja í Skarpa frænda
þriðjudagur, febrúar 22, 2005
Eins og óð fluga
Vinnan nálgast eins og trítilóð fluga. Úff. Ég trúi því ekki. Fyrst Stokkhólmur í tvær vikur, svo kemur mamma í 10 daga heimsókn, páskar og svo vinna. Vinna. Vinna. Vinna. Viggi verður heima með Veru í mánuð eftir að ég byrja að vinna en mér finnst ég samt bara ekki tilbúin til að fara frá henni. Hún er svo lítil þessi mús. Og mér finnst ég heldur bara ekki tilbúin til að fara bara aftur að virkja heilann og vinna með honum. Þá vel ég heldur slef og gubb og kúk og grátur. Ef ég gæti væri ég alveg til í að vera heima í hálft ár í viðbót. Alla vega fram á haust. Af hverju er fæðingarorlofið ekki eitt ár? Mömmur eiga að vera heima að hugsa um börnin sín ef þeim langar til þess. Og mig langar til þess.
Lífið er óréttlátt.
Alla vega ekki barnvænt.
Og ekki mömmuvænt heldur.
Lífið er óréttlátt.
Alla vega ekki barnvænt.
Og ekki mömmuvænt heldur.
mánudagur, febrúar 21, 2005
Hamingjuóskir
...til vinkonu minnar sem er ólétt! Já, þetta er allt að koma hjá okkur stelpunum. Kominn tími á okkur, allar orðnar 28 ára með háskólagráðu, kalla og hús og bíl og allt í lukkunnar velstandi. Vantar bara kiddarana. Hinar 5 hljóta að fara að fylgja í kjölfarið fyrr en síðar. Vinkonan tilkynnti mér þetta í kvöld og ég öskraði upp yfir mig af spenningi og ánægju. Öskraði óvart framan í greyið Veru sem fékk grátkast af hræðslu. Svo við grétum saman af gleði og hræðslu :) Fékk meira að segja smá abbótilfinningu...hún ólétt og ekki ég... uh, já, ég á litlu sætu Veru mús. Þetta er bara svo æðislegt, að fá krílið í hendurnar glænýtt... og maður veit það ekki einu sinni þegar maður er óléttur. Getur ekki hlakkað til einhvers sem maður hefur ekki upplifað.
Vá, lífið er fallegt.
Vá, lífið er fallegt.
sunnudagur, febrúar 20, 2005
Skitzóinn ég
Það er smá spennufall í gangi núna. Allt búið. Ahbú. Árshátíðin yfirstaðin og sömuleiðis tvennir tónleikar, einir síðdegis í gær, rétt fyrir árshátíð og aðrir í kvöld. Magnaðir tónleikar. Jazz og djæf. Þvílíkt grúv í gangi. Ég er loks búin að ákveða hvað mig langar til að verða þegar ég verð stór: Jazzsöngkona. Í alvöru! Hún Kristjana sem söng með okkur var svo geggjuð að ég ákvað að ég ætla að verða eins og hún. Svo næst á dagskrá er að fara í söngnám. Ég meina það! Það verður alla vega gaman þótt ég verði aldrei fræg! Enda er ég svo feimin að ég myndi aldrei vilja verða fræg. Eða þannig...
Þetta er sem sagt búið að vera rosaleg törn. Allt búið að vera að gerast í einu. Árshátíðarundirbúningur og tónleikaundirbúningur. Púffí. En uppskeran var þess virði. Þetta heppnaðist allt alveg eins og best væri á kosið. Bondþemað var tekið alvarlega og karlarnir mættu vatnsgreiddir í smóking og konurnar í síðkjólum búnar að fara í greiðslu og meiköpp. Og vá hvað þetta var gaman! Skari Skrípó er náttlega bara hrikalega fyndinn og Í svörtum fötum sá um að halda stuðinu gangandi fram á rauða nótt. Og ég skreið heim einmitt um rauða nótt í nótt. Og er búin að vera mygluð í dag. Vera vaknaði auðvitað kl. 8:30 sharp eins og alltaf, enginn sjéns hér á bæ trarírallala. Og ég hlakka til að lesa gagnrýnina um tónleikana sem voru í kvöld. Við vorum æði! Maður mátti alveg halda í sér til að missa sig ekki í jazzgrúvinu og flippa bara og tjútta eins og brjálæðingur. Það er víst ekki alveg málið þegar maður er að syngja í kór... en þeim mun meira málið þegar maður syngur með Í svörtum fötum - og það sannreyndi ég í nótt! Ó, je!
Já, í gær fór ég frá því að vera saklausa sæta kórstelpan sem syngur eins og engill í að verða þessi þvílíka þrusu töffara bondgella (þó ég segi sjálf frá!) í anda Honey Rider. Aha. Þvílík og önnur eins transformering hefur bara ekki átt sér stað!
And I love it.
Þetta er sem sagt búið að vera rosaleg törn. Allt búið að vera að gerast í einu. Árshátíðarundirbúningur og tónleikaundirbúningur. Púffí. En uppskeran var þess virði. Þetta heppnaðist allt alveg eins og best væri á kosið. Bondþemað var tekið alvarlega og karlarnir mættu vatnsgreiddir í smóking og konurnar í síðkjólum búnar að fara í greiðslu og meiköpp. Og vá hvað þetta var gaman! Skari Skrípó er náttlega bara hrikalega fyndinn og Í svörtum fötum sá um að halda stuðinu gangandi fram á rauða nótt. Og ég skreið heim einmitt um rauða nótt í nótt. Og er búin að vera mygluð í dag. Vera vaknaði auðvitað kl. 8:30 sharp eins og alltaf, enginn sjéns hér á bæ trarírallala. Og ég hlakka til að lesa gagnrýnina um tónleikana sem voru í kvöld. Við vorum æði! Maður mátti alveg halda í sér til að missa sig ekki í jazzgrúvinu og flippa bara og tjútta eins og brjálæðingur. Það er víst ekki alveg málið þegar maður er að syngja í kór... en þeim mun meira málið þegar maður syngur með Í svörtum fötum - og það sannreyndi ég í nótt! Ó, je!
Já, í gær fór ég frá því að vera saklausa sæta kórstelpan sem syngur eins og engill í að verða þessi þvílíka þrusu töffara bondgella (þó ég segi sjálf frá!) í anda Honey Rider. Aha. Þvílík og önnur eins transformering hefur bara ekki átt sér stað!
And I love it.
laugardagur, febrúar 19, 2005
Bondpían ég
Í kvöld verð ég bondpía. Vonandi alla vega eitthvað í líkingu við fílinginn. Já, það er James Bond þema á árshátíðinni í kvöld. Sem ég var m.a. að skipuleggja. Loksins er þetta skipulag búið og komið að sjálfu djamminu. Ég ætla að panta mér rauðvín og bjór og hvaðeina og vona að Vera verði góð og sofi í alla nótt. Ef hún svo vaknar til að öskra á brjóst segi ég bara pent við hana: "Vera mín, mamma var Honey Rider í gærkvöldi, og þú verður að skilja að eftir svoleiðs djamm er brjóstið ekki available elskan". Hún skilur það. Við skiljum hvora aðra svo vel.
Ég í kvöld
Ég í kvöld
föstudagur, febrúar 18, 2005
Skór...
...eða kannski öllu heldur skóleysi.
Af hverju á maður aldrei réttu skóna til að fara í? Það er ótrúlegt. Er með þennan hrikalega flotta Bondgellukjól (það er James Bond þema á árshátíðinni á morgun) og enga almennilega Bondgelluskó. Já, þvílíkt vesen. Ég á þúsund milljón skó en samt enga sem passa við þennan kjól.
Maður þarf að eiga svo margar týpur af skóm til að fitta við mismunandi föt og tilfelli. Vetrar- og sumarskó til að byrja með. Opna og lokaða. Háhælaða og lágbotna. Íþrótta- og götuskó. Há stígvél og millihá stígvél. Krúttlega, venjulega, svarta, skemmtilega liti, támjóla, rúnaða tá, kassótta tá... úff þetta er endalaust. Ef maður ætti bara alltaf skóna sem smellpössuðu við dressið.
Ég fer þá bara í gömlum druslum við Bondgellukjólinn og mála mig bara því mun meira og verð með þvílíkt hairdoo til að fólk taki ekki eftir skónum! Kannski ekki hægt því þeir eru með 10 cm háum hæl og gera mig þar af leiðandi 1.90 m...! - ég verð bara þessi danska bondgella þarna með brjóstin muniði... man ekki hvað hún heitir. Eða nei, annars. Hún er svo ljót. Verð frekar PUSSY Galore...aha.
Erla pussy.
Af hverju á maður aldrei réttu skóna til að fara í? Það er ótrúlegt. Er með þennan hrikalega flotta Bondgellukjól (það er James Bond þema á árshátíðinni á morgun) og enga almennilega Bondgelluskó. Já, þvílíkt vesen. Ég á þúsund milljón skó en samt enga sem passa við þennan kjól.
Maður þarf að eiga svo margar týpur af skóm til að fitta við mismunandi föt og tilfelli. Vetrar- og sumarskó til að byrja með. Opna og lokaða. Háhælaða og lágbotna. Íþrótta- og götuskó. Há stígvél og millihá stígvél. Krúttlega, venjulega, svarta, skemmtilega liti, támjóla, rúnaða tá, kassótta tá... úff þetta er endalaust. Ef maður ætti bara alltaf skóna sem smellpössuðu við dressið.
Ég fer þá bara í gömlum druslum við Bondgellukjólinn og mála mig bara því mun meira og verð með þvílíkt hairdoo til að fólk taki ekki eftir skónum! Kannski ekki hægt því þeir eru með 10 cm háum hæl og gera mig þar af leiðandi 1.90 m...! - ég verð bara þessi danska bondgella þarna með brjóstin muniði... man ekki hvað hún heitir. Eða nei, annars. Hún er svo ljót. Verð frekar PUSSY Galore...aha.
Erla pussy.
fimmtudagur, febrúar 17, 2005
Leikfimi
Jæja, fyrst ég fékk bara eitt komment á lopapeysupælingarnar hér fyrir neðan (ha, er ég orðin frek á kommentin??!) birti ég bara myndir af henni Veru mús.
Fannst ykkur í alvörunni ekkert merkilegt að munstrið á íslensku lopapeysunni (með hringlaga herðastykki) sé hugsanlega upprunalega frá Perú?
Mér fannst það!
Heimaleikfimi hressir mann við...
Fannst ykkur í alvörunni ekkert merkilegt að munstrið á íslensku lopapeysunni (með hringlaga herðastykki) sé hugsanlega upprunalega frá Perú?
Mér fannst það!
Heimaleikfimi hressir mann við...
Íslenska lopapeysan
Af því lopapeysur eru að komast aftur í tísku læt ég þetta verkefni fljúga um íslensku lopapeysuna. Gerði það í kúrs í mannfræði sem heitir Notagildi og fagurfræði (sama og það sem ég gerði verkefnið um heimilið í). Læt þetta flakka. Óritskoðað eftir 4 ár... gjössovel!
Þetta verkefni fjallar um hina hefðbundnu íslensku lopapeysu, merkingu hennar og fagurfræði. Ég byrja á því að rekja sögu lopans og lopapeysunnar og velti svo fyrir mér mögulegri táknrænni merkingu hennar fyrir Íslendinga og útlendinga, sem og fagurfræðilegum hugmyndum um hana. Þar sem ekki hefur verið skrifað neitt að ráði um hina hefðbundnu íslensku lopapeysu styðst ég aðallega við munnlegar heimildir í þessu verkefni. Ég ræddi meðal annars við þekkta prjónakonu í lopapeysugeiranum og sölustjóra Ístex, sem er fyrirtæki sem framleiðir lopa og fletti hinum ýmsu lopapeysuprjónablöðum og kem til að nota upplýsingar úr þeim.
Ég tel rétt að fara stuttlega yfir sögu íslenska lopans til að byrja með, til að hægt sé að átta sig á sérstöðu íslensku lopapeysunnar og tengja það svo merkingu hennar fyrir íslensku þjóðina. Ef við byrjum á byrjuninni þá komu víkingar til forna, eða árið 874 og settust að á Íslandi. Þeir komu með sauðkindur með sér, sem síðar varð hinn íslenski sauðfjárstofn. Sauðkindin hafði mikil áhrif á þróun lands og þjóðar þar sem hún var lykillinn að afkomu landans, ekki aðeins í formi fæðu, heldur einnig var ull hennar vörn gegn bítandi kulda og hörku norðursins. Það má kannski segja að án sauðkindarinnar hafi verið óbúandi á Íslandi. Íslenska sauðféð er talið einstakt sinnar tegundar en það er af harðgerðum stofni. Hér þróuðust enn frekar eðliskostir fjárins sem gekk frjálst á heiðum á sumrin og þurfti að standa af sér hörð veður á vetrum. Að sama skapi er ull íslensku sauðkindarinnar einstök og hefur eiginleika sem skapa henni sérstöðu miðað við erlenda ull. Ullin hefur þróast í yfir ellefu hundruð ár í norðlægu loftslagi og blautu og köldu veðri. Þróun ullarinnar hefur á þeim tíma verið á þann hátt að hún veiti sauðfénu sem mest skjól í misjöfnum veðrum. Íslenska ullin er sérstök að því leyti að hún er gerð úr tvenns konar hárum, togi og þeli. Togið er langt, gljáandi, fremur gróft og hrindir vel frá sér vatni. Þelið er styttra en togið, fínt, mjúkt, mjög fjaðurmagnað og einangrar vel gegn kulda. Vegna þessa eiginleika er fatnaður úr íslenskri ull léttari, hlýrri og hrindir betur frá sér vatni en fatnaður úr öðrum ullartegundum (Álafoss lopi, Handprjónabækur Ístex).
Orðið lopi er gamalt í málinu, miklu eldra heldur en spunavélar í landinu. Meðan öll ull var handunnin táknaði lopi handkembda ull sem búið var að teygja í lengjur og til undirbúnings spuna. Nafnið hélst svo þegar spunavélar komu til sögunnar. Fyrstu heimildir um lopaprjón eru frá 1916, en þá datt nokkrum hugkvæmum sveitakonum á Vesturlandi í hug að prjóna vettlinga úr óspunnum lopa. Það gerðu þær af brýnni nauðsyn og sögðu ekki neinum frá því. Þá var hefðin að prjóna úr tvinnuðu bandi og þæfa á eftir og líklega hafa menn verið vantrúaðir á að lopinn dygði (Kristbjörg á Ystafelli, munnleg heimild, 12. febrúar 2001; Álafoss lopi, Handprjónabækur Ístex). Á 4. og 5. tug aldarinnar, einkum þó á stríðsárunum, jókst mjög notkun lopa í hvers konar prjón. Strax og farið var að prjóna úr lopa urðu handprjónaðar lopapeysur algengar og eftirsóttar. Hin eina sanna lopapeysa, með tvíbönduðu munstri á hringlaga herðastykki, er í dag búin að vinna sér íslenskan þegnrétt. Saga hennar er þó ekki ýkja löng. Flestir telja hana hafa komið fram á 6. áratugnum og ekki er vitað með vissu hver prjónaði fyrstu peysuna (Kristbjörg á Ystafelli, munnleg heimild, 12. febrúar 2001).
Þrúður Helgadóttir sölustjóri hjá Ístex (munnleg heimild, 12. febrúar 2001), sagði mér að það gengi mýta um að Auður Laxnes, kona Halldórs Laxness heitins, hafi prjónað fyrstu lopapeysuna sem í dag er hin eina og sanna íslenska lopapeysa. Ég sló á þráðinn til Auðar og spurði hana út í þessa sögn. Hún tjáði mér að það væri rétt, hún héldi að hún hafi verið fyrst til að prjóna lopapeysu með hringlaga axlarstykki og minnir að það hafi verið árið 1947. Hún var þá orðin svo leið á þessum lopapeysum sem voru svo illa sniðnar og illa búnar til og óþvegnar sem þá fengust í búðum á Reykjavíkursvæðinu að hún ákvað að gera eitthvað í því. Hún átti fallega bók frá Perú og í henni var mynd af peysu þar sem munstrið náði niður fyrir axlirnar. Henni þótti það afskaplega fallegt og prófaði að prjóna svoleiðis. Það gekk upp hjá henni. Munstrið kom frá henni sjálfri en hún fór eftir norskri peysu sem hún átti fyrir. „Svo bara einhvern vegin komst þetta í tísku“(Auður Laxnes, munnleg heimild, 12. febrúar 2001).
„Handverkskonur milli heiða“ eru ein af mörgum samtökum kvenna sem prjóna lopapeysur og selja í búðir. Ég ræddi við Kristbjörgu á Ystafelli um hennar sýn á íslensku lopapeysuna, en hún er peysunni kunnug og er í þessum samtökum. Hún er 82 ára og hefur prjónað margar peysur um ævina. Hún vildi láta það koma fram hér að það væri þjóðarstolt að lopapeysan skuli halda velli. Hún segir það vera ullinni að þakka. Kristbjörg semur allt munstur sjálf á þeim peysum sem hún prjónar og segir einkenni hverrar prjónakonu yfirleitt koma fram í peysum hennar. Margir segjast til dæmis þekkja peysur Kristbjargar. Hún setur oft fugla, hreindýr og kindur í mynstrin og segir mikilvægt að koma þeim vel fyrir í mynstrinu. Kristbjörg segir um það bil vikuverk að prjóna peysu, ef það taki styttri tíma sé það enginn almennilegur prjónaskapur. Einnig segir hún það skipta miklu máli að þvo hana vel til að mýktin í ullinni komi fram (Kristbjörg á Ystafelli, munnleg heimild, 12. febrúar 2001). Á þessu má sjá að það er greinilega mikil kúnst að ætla sér að prjóna góða lopapeysu. Enda prjónaskapur ákveðin list sem ekki öllum er tamin. Kristbjörg lofar peysuna mikið. Hún fer um hana fögrum orðum og ég skynjaði sterkar tilfinningar í orðum hennar í símanum. Tilfinningar sem minna á ást. Það var á vissan hátt eins og hún væri að tala um barnið sitt eða ástvin. Ég skildi það svo eftir að ég lagði símann á að þessar tilfinningar hafa sennilega verið til landsins hennar Íslands, sem henni þykir greinilega vænt um og er stolt af.
Kristbjörg á Ystafelli og eflaust fleiri prjónakonur og karlar efast ekki um fegurð íslensku lopapeysunnar. Fagurfræði er þó hugtak sem skilgreinist ekki í stuttu máli. Hér væri hægt að þrátta um fegurð eða ljótleika íslensku lopapeysunnar en vafalaust eru bæði til Íslendingar og útlendingar sem fussa og sveija yfir henni. Til dæmis stingur hún óskaplega mikið og síðan hvenær hafa hráir og úfnir sauðalitir verið töff og í tísku? Það sem ég er að segja er að fegurðin er afstæð. Orð Coote (1992) eiga vel við hér: „Það sem er er fagurfræðilega ánægjulegt og það sem er fallegt fer ekki alltaf saman“ (bls. 266). Það er eitthvað annað í augum okkar Íslendinga sem gerir peysuna og lopann að fögrum hlutum, heldur en aðeins munstrin og sniðið. Fagurfræði lopapeysunnar felst í táknrænni merkingu hennar fyrir Íslendinga, sögunni, umhverfi okkar og náttúru. Íslenska lopapeysan er orðin ákveðið tákn fyrir þjóðina, sögu okkar, sjálfstæði og íslenska náttúru sem blundar svo sterkt í okkur. Ísland er mikilfenglegt land og ríkt af andstæðum, og hér hafa náttúruöflin slegið vef sem á fáa sína líka. Fossarnir, snjórinn, eldurinn, hafið, mosinn og brunnið hraunið birtast í fínlegum litablöndum og munstrum peysunnar. Allt á uppsprettu sína í náttúrunni og sama máli gegnir með lopann. Kannski er engin tilviljun að hún hafi fyrst verið prjónuð rétt eftir stríð og eftir að Ísland er nýorðið lýðveldi.
Fegurð hennar felst í því hvernig við Íslendingar skynjum lopann og flíkina í heild, líkt og Howard Morphy (1992) fjallar um. Hann segir fagurfræðina höfða til skynjunar og tilfinninga þess sem að horfir á list, og þá í tilfelli lopapeysunnar, klæðist listinni. Það eigi sér stað ákveðin jákvæð geðshræring sem líkist gleðitilfinningum. Hann segir listina þó ekki alltaf vera túlkaða á þann hátt sem hún er skynjuð og upplifuð. Einnig segir hann það geta átt þátt í fegurð hlutar hvernig hann virkar (Morphy, 1992, bls.181). Virkni íslensku lopapeysunnar felst í notagildi hennar en hún hentar veðráttu okkar vel og gefur hlýju. Það á án efa á þátt í fagurfræðilegu áliti Íslendinga á henni. Hún veitir ómeðvitaðar gleðitilfinningar þegar við klæðumst henni sökum tengsla okkar við uppruna hennar sem að mörgu leyti er grundvöllur tilurðar okkar.
Ég held að flestir Íslendingar þekki íslensku lopapeysuna, og eigi jafnvel tvær til þrjár inni í skáp hjá sér. Þetta er ekki flík sem hinn dæmigerði Íslendingur klæðist á degi hverjum. Við notum lopapeysuna kannski helst þegar við förum í útilegu eða ferðalög út í náttúruna. Sjaldnast er lopapeysan þá skilin eftir heima. Hver ætli ástæðan sé fyrir því? Jú, hún er hlý og létt að ferðast með, en það býr eitthvað meira að baki. Maður klæddur í náttúru, úti í náttúrunni sem ól hann og mótaði. Þjóðerniskennd okkar Íslendinga blundar enn sterkt í okkur og íslensku lopapeysuna tel ég vera hluta af þeirri kennd. Sjálf á ég þrjár lopapeysur. Ein lopapeysan er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Hún er teygð, hnökruð og toguð, og lítur satt að segja ekki svo vel út. Þrátt fyrir það heldur hún glæsileika sínum í mínum augum. Hún stendur sem ákveðið tákn um sjálfa mig. Þegar ég er í henni er ég í laumi að gefa ákveðna yfirlýsingu um að ég sé stoltur Íslendingur, ég dýrki náttúruna mína og beri virðingu fyrir sögu okkar. Ég efast ekki um að fleiri Íslendingum líði þannig þegar þeir klæðast íslenskri lopapeysu. Það blossar upp einhver vellíðan, ómeðvitaðar tilfinningar sem snerta rót okkar og uppruna. Lopapeysan er í raun ákveðin tenging við forfeður okkar. Við erum alltaf að vísa í uppruna okkar með einhverjum hætti. Ég held að lopapeysan beri ákveðinn kraft forfeðra okkar, víkinganna. Hún tengir okkur við forfeðurna, landið og náttúruna sem orkar svo sterkt á okkur.
Nú eru útlendingar aðalkaupendur íslensku lopapeysunnar og hljóta þeir einnig að finna eitthvað sérstakt við hana á einhvern hátt. Líklega er fegurð lopapeysunnar fyrir þá byggð á allt öðrum forsendum heldur en við gerum og táknræn merking allt önnur, enda sýn þeirra og tenging við land og þjóð með allt öðrum hætti. Líkt og Shelton (1992) segir: „Fagurfræðileg sýn er grunduð á kerfi gilda, skorðuð, staðsett og misnotuð af reglum sem eru að mestu leyti menningarlega og sögulega ákvörðuð“ (bls. 209). Eins segir Bourdieu að félagsstaða og menntun fólks hafi áhrif á heimssýn þess og að því noti það t.d. sömu hugtökin á ólíkan hátt. Þau hugtök eru svokallaðir félagslegir merkimiðar. (Shelton, 1992, bls. 210). Hugmyndir um fagurfræði eru þar eflaust engin undantekning.
Lopapeysan fyrir útlendinga held ég að sé fyrst og fremst minjagripur um ferð til fagurs lands. Ég held að fáir aðrir en Íslendingar gætu talað um íslensku lopapeysuna með eins mikilli ástríðu og ég heyrði Kristbjörgu á Ystafelli gera. Hvað þá ganga í henni teygðri og sjúskaðri. Layton (1992) talar um að fólk kaupi sér listmuni og minjagripi í framandi löndum (ætli það sé ekki hægt að segja Ísland framandi í augum margra) til að vera með ákveðna yfirlýsingu um sjálfan sig. Þegar það stillir framandi munum upp í stofu hjá sér sé það að auglýsa tengsl sín við framandi menningu og að kynna fagurfræðilegar hugmyndir sínar, þar sem það velur handgerða hluti fram yfir fjöldaframleidda (bls. 154). Lopapeysan er minjagripur og eflaust eru þeir útlendingar sem kaupa hana og ganga í henni í heimalandi sínu að gefa ákveðna yfirlýsingu um sjálfa sig. Í raun á svipaðan hátt og við gerum, bara með öðrum áherslum.
Líkt og sjá má af ofantöldu þá er íslenska lopapeysan engin venjuleg peysa. Hún leynir á sér þegar farið er út í vangaveltur um notagildi hennar, merkingu og fegurð. Hún er þjóðartákn og stolt Íslendinga jafnvel þótt hugmyndin um snið hennar sé komin frá Perú og munstrin frá Noregi. Það finnst mér harla merkilegt og ég hef grun um að það viti ekki margir. Ætli það sé ekki best að halda því svo. Það yrði líklega hneyksli í landinu ef því yrði útvarpað að íslenska þjóðartáknið, hin hefðbundna íslenska lopapeysa með tvíbönduðu munstri á hringlaga herðastykki, sé í raun ekki „ekta“ Íslendingur. Hvað sem því líður þá held ég að flestir myndu fyrirgefa henni, þar sem hún hefur öðlast sterka táknræna merkingu í hugum landans. Kristbjörg á Ystafelli lagði mikla áherslu á að Íslendingar ættu að halda uppi heiðri íslensku ullarinnar og sauðkindarinnar með lopapeysulistinni og vonaði að hún myndi halda áfram að vera eins sérstök og hún er í dag. Ég held að Kristbjörg þurfi ekki að örvænta. Íslenska lopapeysan mun eflaust halda velli um ókomna tíð, bæði sem nothæfur heimilisiðnaður og táknræn prjónalist.
Þetta verkefni fjallar um hina hefðbundnu íslensku lopapeysu, merkingu hennar og fagurfræði. Ég byrja á því að rekja sögu lopans og lopapeysunnar og velti svo fyrir mér mögulegri táknrænni merkingu hennar fyrir Íslendinga og útlendinga, sem og fagurfræðilegum hugmyndum um hana. Þar sem ekki hefur verið skrifað neitt að ráði um hina hefðbundnu íslensku lopapeysu styðst ég aðallega við munnlegar heimildir í þessu verkefni. Ég ræddi meðal annars við þekkta prjónakonu í lopapeysugeiranum og sölustjóra Ístex, sem er fyrirtæki sem framleiðir lopa og fletti hinum ýmsu lopapeysuprjónablöðum og kem til að nota upplýsingar úr þeim.
Ég tel rétt að fara stuttlega yfir sögu íslenska lopans til að byrja með, til að hægt sé að átta sig á sérstöðu íslensku lopapeysunnar og tengja það svo merkingu hennar fyrir íslensku þjóðina. Ef við byrjum á byrjuninni þá komu víkingar til forna, eða árið 874 og settust að á Íslandi. Þeir komu með sauðkindur með sér, sem síðar varð hinn íslenski sauðfjárstofn. Sauðkindin hafði mikil áhrif á þróun lands og þjóðar þar sem hún var lykillinn að afkomu landans, ekki aðeins í formi fæðu, heldur einnig var ull hennar vörn gegn bítandi kulda og hörku norðursins. Það má kannski segja að án sauðkindarinnar hafi verið óbúandi á Íslandi. Íslenska sauðféð er talið einstakt sinnar tegundar en það er af harðgerðum stofni. Hér þróuðust enn frekar eðliskostir fjárins sem gekk frjálst á heiðum á sumrin og þurfti að standa af sér hörð veður á vetrum. Að sama skapi er ull íslensku sauðkindarinnar einstök og hefur eiginleika sem skapa henni sérstöðu miðað við erlenda ull. Ullin hefur þróast í yfir ellefu hundruð ár í norðlægu loftslagi og blautu og köldu veðri. Þróun ullarinnar hefur á þeim tíma verið á þann hátt að hún veiti sauðfénu sem mest skjól í misjöfnum veðrum. Íslenska ullin er sérstök að því leyti að hún er gerð úr tvenns konar hárum, togi og þeli. Togið er langt, gljáandi, fremur gróft og hrindir vel frá sér vatni. Þelið er styttra en togið, fínt, mjúkt, mjög fjaðurmagnað og einangrar vel gegn kulda. Vegna þessa eiginleika er fatnaður úr íslenskri ull léttari, hlýrri og hrindir betur frá sér vatni en fatnaður úr öðrum ullartegundum (Álafoss lopi, Handprjónabækur Ístex).
Orðið lopi er gamalt í málinu, miklu eldra heldur en spunavélar í landinu. Meðan öll ull var handunnin táknaði lopi handkembda ull sem búið var að teygja í lengjur og til undirbúnings spuna. Nafnið hélst svo þegar spunavélar komu til sögunnar. Fyrstu heimildir um lopaprjón eru frá 1916, en þá datt nokkrum hugkvæmum sveitakonum á Vesturlandi í hug að prjóna vettlinga úr óspunnum lopa. Það gerðu þær af brýnni nauðsyn og sögðu ekki neinum frá því. Þá var hefðin að prjóna úr tvinnuðu bandi og þæfa á eftir og líklega hafa menn verið vantrúaðir á að lopinn dygði (Kristbjörg á Ystafelli, munnleg heimild, 12. febrúar 2001; Álafoss lopi, Handprjónabækur Ístex). Á 4. og 5. tug aldarinnar, einkum þó á stríðsárunum, jókst mjög notkun lopa í hvers konar prjón. Strax og farið var að prjóna úr lopa urðu handprjónaðar lopapeysur algengar og eftirsóttar. Hin eina sanna lopapeysa, með tvíbönduðu munstri á hringlaga herðastykki, er í dag búin að vinna sér íslenskan þegnrétt. Saga hennar er þó ekki ýkja löng. Flestir telja hana hafa komið fram á 6. áratugnum og ekki er vitað með vissu hver prjónaði fyrstu peysuna (Kristbjörg á Ystafelli, munnleg heimild, 12. febrúar 2001).
Þrúður Helgadóttir sölustjóri hjá Ístex (munnleg heimild, 12. febrúar 2001), sagði mér að það gengi mýta um að Auður Laxnes, kona Halldórs Laxness heitins, hafi prjónað fyrstu lopapeysuna sem í dag er hin eina og sanna íslenska lopapeysa. Ég sló á þráðinn til Auðar og spurði hana út í þessa sögn. Hún tjáði mér að það væri rétt, hún héldi að hún hafi verið fyrst til að prjóna lopapeysu með hringlaga axlarstykki og minnir að það hafi verið árið 1947. Hún var þá orðin svo leið á þessum lopapeysum sem voru svo illa sniðnar og illa búnar til og óþvegnar sem þá fengust í búðum á Reykjavíkursvæðinu að hún ákvað að gera eitthvað í því. Hún átti fallega bók frá Perú og í henni var mynd af peysu þar sem munstrið náði niður fyrir axlirnar. Henni þótti það afskaplega fallegt og prófaði að prjóna svoleiðis. Það gekk upp hjá henni. Munstrið kom frá henni sjálfri en hún fór eftir norskri peysu sem hún átti fyrir. „Svo bara einhvern vegin komst þetta í tísku“(Auður Laxnes, munnleg heimild, 12. febrúar 2001).
„Handverkskonur milli heiða“ eru ein af mörgum samtökum kvenna sem prjóna lopapeysur og selja í búðir. Ég ræddi við Kristbjörgu á Ystafelli um hennar sýn á íslensku lopapeysuna, en hún er peysunni kunnug og er í þessum samtökum. Hún er 82 ára og hefur prjónað margar peysur um ævina. Hún vildi láta það koma fram hér að það væri þjóðarstolt að lopapeysan skuli halda velli. Hún segir það vera ullinni að þakka. Kristbjörg semur allt munstur sjálf á þeim peysum sem hún prjónar og segir einkenni hverrar prjónakonu yfirleitt koma fram í peysum hennar. Margir segjast til dæmis þekkja peysur Kristbjargar. Hún setur oft fugla, hreindýr og kindur í mynstrin og segir mikilvægt að koma þeim vel fyrir í mynstrinu. Kristbjörg segir um það bil vikuverk að prjóna peysu, ef það taki styttri tíma sé það enginn almennilegur prjónaskapur. Einnig segir hún það skipta miklu máli að þvo hana vel til að mýktin í ullinni komi fram (Kristbjörg á Ystafelli, munnleg heimild, 12. febrúar 2001). Á þessu má sjá að það er greinilega mikil kúnst að ætla sér að prjóna góða lopapeysu. Enda prjónaskapur ákveðin list sem ekki öllum er tamin. Kristbjörg lofar peysuna mikið. Hún fer um hana fögrum orðum og ég skynjaði sterkar tilfinningar í orðum hennar í símanum. Tilfinningar sem minna á ást. Það var á vissan hátt eins og hún væri að tala um barnið sitt eða ástvin. Ég skildi það svo eftir að ég lagði símann á að þessar tilfinningar hafa sennilega verið til landsins hennar Íslands, sem henni þykir greinilega vænt um og er stolt af.
Kristbjörg á Ystafelli og eflaust fleiri prjónakonur og karlar efast ekki um fegurð íslensku lopapeysunnar. Fagurfræði er þó hugtak sem skilgreinist ekki í stuttu máli. Hér væri hægt að þrátta um fegurð eða ljótleika íslensku lopapeysunnar en vafalaust eru bæði til Íslendingar og útlendingar sem fussa og sveija yfir henni. Til dæmis stingur hún óskaplega mikið og síðan hvenær hafa hráir og úfnir sauðalitir verið töff og í tísku? Það sem ég er að segja er að fegurðin er afstæð. Orð Coote (1992) eiga vel við hér: „Það sem er er fagurfræðilega ánægjulegt og það sem er fallegt fer ekki alltaf saman“ (bls. 266). Það er eitthvað annað í augum okkar Íslendinga sem gerir peysuna og lopann að fögrum hlutum, heldur en aðeins munstrin og sniðið. Fagurfræði lopapeysunnar felst í táknrænni merkingu hennar fyrir Íslendinga, sögunni, umhverfi okkar og náttúru. Íslenska lopapeysan er orðin ákveðið tákn fyrir þjóðina, sögu okkar, sjálfstæði og íslenska náttúru sem blundar svo sterkt í okkur. Ísland er mikilfenglegt land og ríkt af andstæðum, og hér hafa náttúruöflin slegið vef sem á fáa sína líka. Fossarnir, snjórinn, eldurinn, hafið, mosinn og brunnið hraunið birtast í fínlegum litablöndum og munstrum peysunnar. Allt á uppsprettu sína í náttúrunni og sama máli gegnir með lopann. Kannski er engin tilviljun að hún hafi fyrst verið prjónuð rétt eftir stríð og eftir að Ísland er nýorðið lýðveldi.
Fegurð hennar felst í því hvernig við Íslendingar skynjum lopann og flíkina í heild, líkt og Howard Morphy (1992) fjallar um. Hann segir fagurfræðina höfða til skynjunar og tilfinninga þess sem að horfir á list, og þá í tilfelli lopapeysunnar, klæðist listinni. Það eigi sér stað ákveðin jákvæð geðshræring sem líkist gleðitilfinningum. Hann segir listina þó ekki alltaf vera túlkaða á þann hátt sem hún er skynjuð og upplifuð. Einnig segir hann það geta átt þátt í fegurð hlutar hvernig hann virkar (Morphy, 1992, bls.181). Virkni íslensku lopapeysunnar felst í notagildi hennar en hún hentar veðráttu okkar vel og gefur hlýju. Það á án efa á þátt í fagurfræðilegu áliti Íslendinga á henni. Hún veitir ómeðvitaðar gleðitilfinningar þegar við klæðumst henni sökum tengsla okkar við uppruna hennar sem að mörgu leyti er grundvöllur tilurðar okkar.
Ég held að flestir Íslendingar þekki íslensku lopapeysuna, og eigi jafnvel tvær til þrjár inni í skáp hjá sér. Þetta er ekki flík sem hinn dæmigerði Íslendingur klæðist á degi hverjum. Við notum lopapeysuna kannski helst þegar við förum í útilegu eða ferðalög út í náttúruna. Sjaldnast er lopapeysan þá skilin eftir heima. Hver ætli ástæðan sé fyrir því? Jú, hún er hlý og létt að ferðast með, en það býr eitthvað meira að baki. Maður klæddur í náttúru, úti í náttúrunni sem ól hann og mótaði. Þjóðerniskennd okkar Íslendinga blundar enn sterkt í okkur og íslensku lopapeysuna tel ég vera hluta af þeirri kennd. Sjálf á ég þrjár lopapeysur. Ein lopapeysan er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Hún er teygð, hnökruð og toguð, og lítur satt að segja ekki svo vel út. Þrátt fyrir það heldur hún glæsileika sínum í mínum augum. Hún stendur sem ákveðið tákn um sjálfa mig. Þegar ég er í henni er ég í laumi að gefa ákveðna yfirlýsingu um að ég sé stoltur Íslendingur, ég dýrki náttúruna mína og beri virðingu fyrir sögu okkar. Ég efast ekki um að fleiri Íslendingum líði þannig þegar þeir klæðast íslenskri lopapeysu. Það blossar upp einhver vellíðan, ómeðvitaðar tilfinningar sem snerta rót okkar og uppruna. Lopapeysan er í raun ákveðin tenging við forfeður okkar. Við erum alltaf að vísa í uppruna okkar með einhverjum hætti. Ég held að lopapeysan beri ákveðinn kraft forfeðra okkar, víkinganna. Hún tengir okkur við forfeðurna, landið og náttúruna sem orkar svo sterkt á okkur.
Nú eru útlendingar aðalkaupendur íslensku lopapeysunnar og hljóta þeir einnig að finna eitthvað sérstakt við hana á einhvern hátt. Líklega er fegurð lopapeysunnar fyrir þá byggð á allt öðrum forsendum heldur en við gerum og táknræn merking allt önnur, enda sýn þeirra og tenging við land og þjóð með allt öðrum hætti. Líkt og Shelton (1992) segir: „Fagurfræðileg sýn er grunduð á kerfi gilda, skorðuð, staðsett og misnotuð af reglum sem eru að mestu leyti menningarlega og sögulega ákvörðuð“ (bls. 209). Eins segir Bourdieu að félagsstaða og menntun fólks hafi áhrif á heimssýn þess og að því noti það t.d. sömu hugtökin á ólíkan hátt. Þau hugtök eru svokallaðir félagslegir merkimiðar. (Shelton, 1992, bls. 210). Hugmyndir um fagurfræði eru þar eflaust engin undantekning.
Lopapeysan fyrir útlendinga held ég að sé fyrst og fremst minjagripur um ferð til fagurs lands. Ég held að fáir aðrir en Íslendingar gætu talað um íslensku lopapeysuna með eins mikilli ástríðu og ég heyrði Kristbjörgu á Ystafelli gera. Hvað þá ganga í henni teygðri og sjúskaðri. Layton (1992) talar um að fólk kaupi sér listmuni og minjagripi í framandi löndum (ætli það sé ekki hægt að segja Ísland framandi í augum margra) til að vera með ákveðna yfirlýsingu um sjálfan sig. Þegar það stillir framandi munum upp í stofu hjá sér sé það að auglýsa tengsl sín við framandi menningu og að kynna fagurfræðilegar hugmyndir sínar, þar sem það velur handgerða hluti fram yfir fjöldaframleidda (bls. 154). Lopapeysan er minjagripur og eflaust eru þeir útlendingar sem kaupa hana og ganga í henni í heimalandi sínu að gefa ákveðna yfirlýsingu um sjálfa sig. Í raun á svipaðan hátt og við gerum, bara með öðrum áherslum.
Líkt og sjá má af ofantöldu þá er íslenska lopapeysan engin venjuleg peysa. Hún leynir á sér þegar farið er út í vangaveltur um notagildi hennar, merkingu og fegurð. Hún er þjóðartákn og stolt Íslendinga jafnvel þótt hugmyndin um snið hennar sé komin frá Perú og munstrin frá Noregi. Það finnst mér harla merkilegt og ég hef grun um að það viti ekki margir. Ætli það sé ekki best að halda því svo. Það yrði líklega hneyksli í landinu ef því yrði útvarpað að íslenska þjóðartáknið, hin hefðbundna íslenska lopapeysa með tvíbönduðu munstri á hringlaga herðastykki, sé í raun ekki „ekta“ Íslendingur. Hvað sem því líður þá held ég að flestir myndu fyrirgefa henni, þar sem hún hefur öðlast sterka táknræna merkingu í hugum landans. Kristbjörg á Ystafelli lagði mikla áherslu á að Íslendingar ættu að halda uppi heiðri íslensku ullarinnar og sauðkindarinnar með lopapeysulistinni og vonaði að hún myndi halda áfram að vera eins sérstök og hún er í dag. Ég held að Kristbjörg þurfi ekki að örvænta. Íslenska lopapeysan mun eflaust halda velli um ókomna tíð, bæði sem nothæfur heimilisiðnaður og táknræn prjónalist.
miðvikudagur, febrúar 16, 2005
Árshátíðarundirbúningur...
...dauðans er í gangi hjá mér núna. Stjórnin í vinnunni sem er m.a. moi, skipar árshátíðarnefnd til að sjá um og skipuleggja árshátíðina. Ég varð auðvitað að pota mér í nefndina til að fá að fylgjast með og vera með puttana í þessu. Þetta er svo gaman! En þetta er búið að vera kannski aaaaaaaaðeins of mikið undanfarið. Er búin að vera að hringja billjón símtöl út um allar trissur og þeysast um bæinn að kaupa hitt og þetta. Aðrir hafa önnur verkefni. Svo hef ég verið að búa til skemmtiatriði með Gallupurum sem hefur líka tekið dágóðan tíma, svo ég eiginlega hlakka til þegar það fer að hægjast um. Hlakka til að hafa ekkert að gera. Sándar kannski skringilega en ég þrái frí! Og jú, fríið er alveg að koma. Stokkhólmur er á næsta leiti. Ég bið hér með alla þá sem ég hef skrópað að hringja í eða hitta fyrirgefningar. Ég hef bara ekki orku eða pláss fyrir meira í bili! Og samt er ég súperkona. Skil ekkert í þessu.
Vera er annars ennþá með eyrnarbólgu. Pensillínkúrinn um daginn virkaði ekki og bólgan bara versnaði. Sem þýðir frekar svefnvana nætur. Er soldill zombí þessa dagana. Kannski þess vegna sem ég keyrði á einn af þessum helvítis grænu stautum á laugaveginum um daginn. Og beyglaði stuðarann og svo heyrist eitthvað skrýtið hljóð þegar ég beygi. Spurning um að láta Reykjavíkurborg borga þetta. Þessir stautar eru ekki til neins nema láta mann keyra á þá. Og þegar maður er á risabíl eins og ég er bara mjög auðvelt að stíma á einn svona staut. Glatað.
Ég sé að það ætla allir sem ég þekki að mæta á tónleikana á sunnudaginn... eða þannig. Ekki hálft komment á það. En ykkur er fyrirgefið. Kórtónlist er jú ekki fyrir alla. Eða jazz.
Hlakka líka til þegar það er búið. Þá er allt búið í bili og ein vika þar sem ég get ordnað líf mitt upp á nýtt og pakkað (en samt bara í 1/4 af tösku til að H&M fötin fái nú eitthvað pláss) fyrir fríið.
Ah, frí at last.
Nei! Enn og aftur - fæðingarorlof er ekki frí!
Og hana nú.
Held ég leggi mig bara.
zzzzzzzzzzzz...
Vera er annars ennþá með eyrnarbólgu. Pensillínkúrinn um daginn virkaði ekki og bólgan bara versnaði. Sem þýðir frekar svefnvana nætur. Er soldill zombí þessa dagana. Kannski þess vegna sem ég keyrði á einn af þessum helvítis grænu stautum á laugaveginum um daginn. Og beyglaði stuðarann og svo heyrist eitthvað skrýtið hljóð þegar ég beygi. Spurning um að láta Reykjavíkurborg borga þetta. Þessir stautar eru ekki til neins nema láta mann keyra á þá. Og þegar maður er á risabíl eins og ég er bara mjög auðvelt að stíma á einn svona staut. Glatað.
Ég sé að það ætla allir sem ég þekki að mæta á tónleikana á sunnudaginn... eða þannig. Ekki hálft komment á það. En ykkur er fyrirgefið. Kórtónlist er jú ekki fyrir alla. Eða jazz.
Hlakka líka til þegar það er búið. Þá er allt búið í bili og ein vika þar sem ég get ordnað líf mitt upp á nýtt og pakkað (en samt bara í 1/4 af tösku til að H&M fötin fái nú eitthvað pláss) fyrir fríið.
Ah, frí at last.
Nei! Enn og aftur - fæðingarorlof er ekki frí!
Og hana nú.
Held ég leggi mig bara.
zzzzzzzzzzzz...
sunnudagur, febrúar 13, 2005
Tónleikar!!
Þeir sem hafa gaman að kórsöng og jazzi... ekki missa af þessum tónleikum sem kórinn minn er að fara að syngja á. Tónleikarnir verða haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, sunnudaginn 20. febrúar kl. 20.
Miðaverð aðeins 1500 kr.
Sjáumst!
Erla ofursópran
Miðaverð aðeins 1500 kr.
Sjáumst!
Erla ofursópran
laugardagur, febrúar 12, 2005
Brjóstagjöfin
Að vera með barn á brjósti er yndislegt. Ok, undirbúið ykkur elskurnar... er að verða svakalega sentimental og skemmtileg hér. Ofurtöffarar hætti að lesa núna, nema þeir séu væmnir inn við beinið eins og ég.
Ég verð að segja að þegar ég var ólétt fannst mér erfitt að tengja útstandandi magann á mér við barn. Jú, ég vissi að þarna inni yxi barn, barnið mitt, en einhvern veginn tengdi ég þetta tvennt ekki frekar. Mér leið vel á óléttunni, var súperhress allan tímann og fannst ég meira að segja sæmilega sexí með bumbuna mína. Brjóstin uxu eins og bumban og ég var komin með þrusubobbinga þegar dóttirin fæddist. Hvað þá þegar mjólkin kom í þau...æts, vil samt helst ekki rifja það upp, það var frekar sárt. En ég lúkkaði samt eins og Pamela Anderson í nokkra daga. Verð þó að segja að það dugði skammt til að bæta líðanin með brjóstin full af stálma. Restin af líkamanum var svo líka eins langt frá því og hægt er að vera eins og Pamela!! Ég naut þess ekki í fyrstu að gefa Veru brjóst vegna sársaukans, en svo kom jafnvægi á framleiðsluna og brjóstagjöfin varð að yndislegri athöfn sem bara við mægðurnar áttum saman. Ég og hún. Í kósíheitum og kúri. Algjör draumur.
Ég hugsa oft til pabbanna sem fá ekki það tækifæri að vera með barn á brjósti, sem og þeirra mæðra sem af einhverjum ástæðum geta ekki verið með börnin sín á brjósti. Það er ólýsanleg tilfinning sem fylgir þessu sem ég vildi óska að pabbarnir fengju líka að upplifa. Ég veit að þeir finna sér “their thing” í staðinn fyrir brjóstið, eins og nudd eða annað. En samt. Brjóstagjöf móður til barns er himnesk gjöf. Þessi nánd er svo hrein og falleg. Sumir segja (mannfræðilegar pælingar) að brjóstagjöf sé eina hreina gjöfin, þ.e. þar sem fólk ætlast ekki til neins tilbaka frá þiggjandanum. Ég gæti alveg tekið undir það. Þessi litlu saklausu kríli stóla á mann með allt sitt og náttúran sá um þá frábæru tæknilegu hlið að gefa konunni brjóst til að koma barninu á legg. Þetta er algjört kraftaverk í mínum huga. Ótrúlegt.
Á meðgöngunni átti ég erfitt með að sjá mig fyrir mér með barn á brjósti. Wow, hægan, hægan. Ég á þessi brjóst, Viggi á þau stundum og thats it. Búið mál. Þau stóðu fyrir sexappíl í mínum huga og voru grínlaust einhver hluti af mínu sjálfsmati. Ég veit að það er kjánalegt að halda að hluti af sjálfsmati sínu hangi framan á bringunni á sér, en þannig var það og er án efa hjá flestum konum. Mér fannst ég með þessi barasta ágætisbrjóst þótt í minni kantinum væru.
Uppi á kvennadeild þar sem ég dvaldi eftir keisarann brjóstaðist ég með Veru strax frá byrjun. Hún var komin á brjóstið á mér mjög fljótt eftir að hún kom í heiminn og ég hugsaði strax með mér hvað þetta væri magnað. Mér fannst þetta ekki vitund skrýtin tilfinning eins og mér hafði fundið þetta súrrealísk pæling fyrir fæðingu. Fyrir fæðingu kveið ég jafnvel fyrir því að þurfa að kveðja brjóstin mín og afhenda þau barninu fyrir fullt og allt. En, þegar Vera kom var eins og móðir náttúra hafði skotið mig í hausinn og mér fannst þetta strax hið eðlilegasta mál, að brauðfæða barnið mitt á brjóstinu á mér. Sjálfsmatið var farið eitthvert annað, það var alla vega ekki snefill af því eftir í brjóstunum á mér. Og mun held ég aldrei verða framar. Ég held líka að þau muni hvort eð er nánast hverfa eftir þessa brjóstagjafatörn... Finn strax hvað þau eru orðin slöpp greyin. En mér gæti ekki verið meira sama. Ég hef þjónað dóttur minni með þeim eins vel og ég mögulega get og er þakklát fyrir að hafa getað fengið þetta tækifæri. Maður hefur jú verið vel bundinn að þurfa að gefa brjóst á nokkurra klukkutíma fresti síðastliðna mánuði, en það er allt þess virði. Þetta er órjúfanlegur hlekkur við barnið sem getur tekið vel í á köflum, en í alvöru, eftir 7 mánaða brjóstagjöf man maður bara það ljúfa og góða við hana.
Uppi á deild hitti ég mömmur sem áttu í vandræðum með mjólkina í brjóstunum. Þær reyndu að pumpa brjóstin í þar til gerðum vélum til að örva framleiðsluna. Hjá mörgum þeirra gekk það ekki upp. Þær voru stressaðar yfir þessu og kviðu því að fá ekki að hafa barnið sitt á brjósti. Bæði að barnið þeirra fengi ekki “bestu” mjólkina eins og prédikað hefur verið um, og að upplifa ekki nándina við barnið. Enginn veit af hverju mjólkin kom ekki, hún bara kom ekki. Ég er ekki að segja að ég viti fyrir víst að mæður með börn á pela upplifi ekki það sem mæður með börn á brjósti upplifa, en ég get ímyndað mér að þær myndu kjósa brjóstið ef þær gætu. Eins verða ég að segja að ég sé engan mun á pelabörnum og brjóstabörnum hvað þroska eða annað varðar. Alla vega plumma þau pelabörn sem ég þekki sig mjög vel án brjóstsins. Sagt er að brjóstamjólkin sé góð fyrir ónæmiskerfi barnsins þegar það er svona ungt, og það má vera, en ég er fyrst og fremst að lýsa minni upplifun hér varðandi brjóstagjöfina. Vona að allar pelamömmur skilji það. Eins veit ég að það eru ekki allar mömmur með börn á brjósti sem upplifa sældina við brjóstagjöf eins og ég er að reyna að lýsa hér.
Svo mér finnst ég vera heppin.
Litlu brjóstin mín voru þvílíkt að standa sig, og gera það enn.
Nú er Vera að verða 7 mánaða og búin að vera á brjósti allan tímann. Hún er byrjuð að borða mat og borðar nú tvær máltíðir á dag. Hún drekkur brjóstið eftir matinn og á milli matarmáltíða. Svo hún er ennþá mikið brjóstabarn. Mér finnst það fínt, en kvíði því að þurfa að fara að minnka brjóstagjöfina. Það styttist í að orlofinu ljúki og ég fari aftur að vinna. Þá verður brjóstagjöfin að hverfa frá, alla vega minnka til muna. Það verður líka vinna í því að venja hana af brjóstinu þar sem hún kann ekki enn að drekka úr pela, könnu, glasi eða staupi. Það kemur segja þær reyndu mömmurnar, en Vera er ennþá þvílíkur klaufi og nagar allt sem að kjafti kemur – nema brjóstið.
Ætli það sé samt ekki meira mamman sem fær fráhvarfseinkenni í formi söknuðar.
Ég kvíði því að missa kúrið og knúsið þegar við Vera liggjum saman og drekkum. Kannski er þetta bara egóið í mér, mömmunni með fyrsta barnið sitt, en ég mun virkilega sakna þess. Það er svo mikil innri ró yfir okkur þegar við drekkum. Ég næstum því skil núna mömmuna sem ég veit um sem var með dóttur sína á brjósti til fjögurra ára aldurs. Án gríns, mér finnst það fallegt núna en fannst það afar furðulegt áður en ég prófaði þetta sjálf.
Ég ætla að njóta tímans á brjósti sem eftir með Veru litlu.
Mér finnst lífið bara ólýsanlega dásamlegt þegar ég finn litlu músina mína nærast á mér.
Ég verð að segja að þegar ég var ólétt fannst mér erfitt að tengja útstandandi magann á mér við barn. Jú, ég vissi að þarna inni yxi barn, barnið mitt, en einhvern veginn tengdi ég þetta tvennt ekki frekar. Mér leið vel á óléttunni, var súperhress allan tímann og fannst ég meira að segja sæmilega sexí með bumbuna mína. Brjóstin uxu eins og bumban og ég var komin með þrusubobbinga þegar dóttirin fæddist. Hvað þá þegar mjólkin kom í þau...æts, vil samt helst ekki rifja það upp, það var frekar sárt. En ég lúkkaði samt eins og Pamela Anderson í nokkra daga. Verð þó að segja að það dugði skammt til að bæta líðanin með brjóstin full af stálma. Restin af líkamanum var svo líka eins langt frá því og hægt er að vera eins og Pamela!! Ég naut þess ekki í fyrstu að gefa Veru brjóst vegna sársaukans, en svo kom jafnvægi á framleiðsluna og brjóstagjöfin varð að yndislegri athöfn sem bara við mægðurnar áttum saman. Ég og hún. Í kósíheitum og kúri. Algjör draumur.
Ég hugsa oft til pabbanna sem fá ekki það tækifæri að vera með barn á brjósti, sem og þeirra mæðra sem af einhverjum ástæðum geta ekki verið með börnin sín á brjósti. Það er ólýsanleg tilfinning sem fylgir þessu sem ég vildi óska að pabbarnir fengju líka að upplifa. Ég veit að þeir finna sér “their thing” í staðinn fyrir brjóstið, eins og nudd eða annað. En samt. Brjóstagjöf móður til barns er himnesk gjöf. Þessi nánd er svo hrein og falleg. Sumir segja (mannfræðilegar pælingar) að brjóstagjöf sé eina hreina gjöfin, þ.e. þar sem fólk ætlast ekki til neins tilbaka frá þiggjandanum. Ég gæti alveg tekið undir það. Þessi litlu saklausu kríli stóla á mann með allt sitt og náttúran sá um þá frábæru tæknilegu hlið að gefa konunni brjóst til að koma barninu á legg. Þetta er algjört kraftaverk í mínum huga. Ótrúlegt.
Á meðgöngunni átti ég erfitt með að sjá mig fyrir mér með barn á brjósti. Wow, hægan, hægan. Ég á þessi brjóst, Viggi á þau stundum og thats it. Búið mál. Þau stóðu fyrir sexappíl í mínum huga og voru grínlaust einhver hluti af mínu sjálfsmati. Ég veit að það er kjánalegt að halda að hluti af sjálfsmati sínu hangi framan á bringunni á sér, en þannig var það og er án efa hjá flestum konum. Mér fannst ég með þessi barasta ágætisbrjóst þótt í minni kantinum væru.
Uppi á kvennadeild þar sem ég dvaldi eftir keisarann brjóstaðist ég með Veru strax frá byrjun. Hún var komin á brjóstið á mér mjög fljótt eftir að hún kom í heiminn og ég hugsaði strax með mér hvað þetta væri magnað. Mér fannst þetta ekki vitund skrýtin tilfinning eins og mér hafði fundið þetta súrrealísk pæling fyrir fæðingu. Fyrir fæðingu kveið ég jafnvel fyrir því að þurfa að kveðja brjóstin mín og afhenda þau barninu fyrir fullt og allt. En, þegar Vera kom var eins og móðir náttúra hafði skotið mig í hausinn og mér fannst þetta strax hið eðlilegasta mál, að brauðfæða barnið mitt á brjóstinu á mér. Sjálfsmatið var farið eitthvert annað, það var alla vega ekki snefill af því eftir í brjóstunum á mér. Og mun held ég aldrei verða framar. Ég held líka að þau muni hvort eð er nánast hverfa eftir þessa brjóstagjafatörn... Finn strax hvað þau eru orðin slöpp greyin. En mér gæti ekki verið meira sama. Ég hef þjónað dóttur minni með þeim eins vel og ég mögulega get og er þakklát fyrir að hafa getað fengið þetta tækifæri. Maður hefur jú verið vel bundinn að þurfa að gefa brjóst á nokkurra klukkutíma fresti síðastliðna mánuði, en það er allt þess virði. Þetta er órjúfanlegur hlekkur við barnið sem getur tekið vel í á köflum, en í alvöru, eftir 7 mánaða brjóstagjöf man maður bara það ljúfa og góða við hana.
Uppi á deild hitti ég mömmur sem áttu í vandræðum með mjólkina í brjóstunum. Þær reyndu að pumpa brjóstin í þar til gerðum vélum til að örva framleiðsluna. Hjá mörgum þeirra gekk það ekki upp. Þær voru stressaðar yfir þessu og kviðu því að fá ekki að hafa barnið sitt á brjósti. Bæði að barnið þeirra fengi ekki “bestu” mjólkina eins og prédikað hefur verið um, og að upplifa ekki nándina við barnið. Enginn veit af hverju mjólkin kom ekki, hún bara kom ekki. Ég er ekki að segja að ég viti fyrir víst að mæður með börn á pela upplifi ekki það sem mæður með börn á brjósti upplifa, en ég get ímyndað mér að þær myndu kjósa brjóstið ef þær gætu. Eins verða ég að segja að ég sé engan mun á pelabörnum og brjóstabörnum hvað þroska eða annað varðar. Alla vega plumma þau pelabörn sem ég þekki sig mjög vel án brjóstsins. Sagt er að brjóstamjólkin sé góð fyrir ónæmiskerfi barnsins þegar það er svona ungt, og það má vera, en ég er fyrst og fremst að lýsa minni upplifun hér varðandi brjóstagjöfina. Vona að allar pelamömmur skilji það. Eins veit ég að það eru ekki allar mömmur með börn á brjósti sem upplifa sældina við brjóstagjöf eins og ég er að reyna að lýsa hér.
Svo mér finnst ég vera heppin.
Litlu brjóstin mín voru þvílíkt að standa sig, og gera það enn.
Nú er Vera að verða 7 mánaða og búin að vera á brjósti allan tímann. Hún er byrjuð að borða mat og borðar nú tvær máltíðir á dag. Hún drekkur brjóstið eftir matinn og á milli matarmáltíða. Svo hún er ennþá mikið brjóstabarn. Mér finnst það fínt, en kvíði því að þurfa að fara að minnka brjóstagjöfina. Það styttist í að orlofinu ljúki og ég fari aftur að vinna. Þá verður brjóstagjöfin að hverfa frá, alla vega minnka til muna. Það verður líka vinna í því að venja hana af brjóstinu þar sem hún kann ekki enn að drekka úr pela, könnu, glasi eða staupi. Það kemur segja þær reyndu mömmurnar, en Vera er ennþá þvílíkur klaufi og nagar allt sem að kjafti kemur – nema brjóstið.
Ætli það sé samt ekki meira mamman sem fær fráhvarfseinkenni í formi söknuðar.
Ég kvíði því að missa kúrið og knúsið þegar við Vera liggjum saman og drekkum. Kannski er þetta bara egóið í mér, mömmunni með fyrsta barnið sitt, en ég mun virkilega sakna þess. Það er svo mikil innri ró yfir okkur þegar við drekkum. Ég næstum því skil núna mömmuna sem ég veit um sem var með dóttur sína á brjósti til fjögurra ára aldurs. Án gríns, mér finnst það fallegt núna en fannst það afar furðulegt áður en ég prófaði þetta sjálf.
Ég ætla að njóta tímans á brjósti sem eftir með Veru litlu.
Mér finnst lífið bara ólýsanlega dásamlegt þegar ég finn litlu músina mína nærast á mér.
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Ein góð!
Stal þessari sögu af bloggi hjá einni hafnfirskri... þessi börn eru náttúrulega æði! Hlakka svo til þegar Vera fer að tjá sig og tala.
Bekkurinn hafði verið að tala um ættleiðingar og fleira í þeim dúr og þessi litla snáta kemur svo heim til mömmu sinnar og spyr; "mamma, er ég ættleidd?" "Nei"; svarar mamman. "Nú er ég þá glasabarn?" Mamman svarar því líka neitandi. Þá segir stúlkan; "er ég þá bara rídd"!!!!!!!!
Bekkurinn hafði verið að tala um ættleiðingar og fleira í þeim dúr og þessi litla snáta kemur svo heim til mömmu sinnar og spyr; "mamma, er ég ættleidd?" "Nei"; svarar mamman. "Nú er ég þá glasabarn?" Mamman svarar því líka neitandi. Þá segir stúlkan; "er ég þá bara rídd"!!!!!!!!
miðvikudagur, febrúar 09, 2005
With love
Takk æææðislega allir sem einn sem eru svona duglegir að kommenta á bloggið! Hrósi, hrós. Já, umræðan um stílíserað og grafískt varð að eldheitu umræðuefni á kommentakerfinu. Alveg gaman að því. Frábært að fólk hafi skoðun á málum sem ég legg upp með hér á síðunni og meira að segja atlílæ að kommenta þótt þið séuð ekki sammála mér! Endilega. Ímyndið ykkur ef allir væru alltaf sammála... boooring. Hvern hefði grunað að Innlit Útlit pælingin mín kveikti svona í ykkur. Vala er að slá í gegn. I love you.
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Stíliserað og grafískt
Ég var að horfa á Innlit Útlit. Þetta er ágætis þáttur. Svo sem. Völu finnst allt svo skemmtilegt og æðislegt, jafnvel þótt það sjáist í gegn á svipbrigðum hennar að henni finnst þetta ekkert svo æðislega flott. Og ekkert sérlega skemmtilegt heldur. Það er greinilegt að Vala er að reyna að ná breidd í það sem sýnt er í þættinum, en það skín samt alveg í gegn hvað henni finnst flott og hvað ekki. Að horfa á þáttinn er oft eins og að horfa á þrjár litlar flissandi stelpukellingar. Þær eru á fimmtugsaldrinum, Vala, Katrí finnska og hönnuðurinn þarna sem á Má MÍ Mó, man ekki hvað hún heitir, en langar greinilega að vera þrjátíu og eitthvað. Alveg eru þær uppstrílaðar í nýjustu tískuhönnun, greiddar og málaðar eins og þær séu að fara á ball. Svo tala þær smá, hlæja og skríkja eins og smástelpur og blikka hvora aðra og áhorfendur. Svaka hressar en samt aðallega skemmtilegar og æðislegar. Vala kallar viðmælendur sína krakka og slær um sig og slettir með því að nota orðið grafískt og stíliserað. Man að einu sinni kommentaði hún á ruslafötu hjá Bo Hall og nefndi hvað hún væri grafísk þessi ruslafata! Samt var þetta bara venjuleg ruslafata úti á miðju eldhúsgólfi. En grafísk var hún. Ég veit það ekki, ég sá ekki þetta grafíska í ruslafötunni, ekki nema þá að allt í heimi sé grafískt, sem það hlýtur þó að vera ef öllu er á botninn hvolft. Svo kannski Vala hafi haft rétt fyrir sér. Enda arkítekt og pæja.
Í þætti í Innlit Útlit um daginn sá ég innslag um konu sem var að flytja eftir að hafa búið á sama staðnum í 6 ár. Og með sömu húsgögnunum. Hún fékk að sjálfsögðu arkítekt til að teikna nýja heimilið sem þau keyptu upp á nýtt (annað virðist ekki hægt í dag! Alla vega ekki í Innlit Útlit) og nefndi oft í viðtalinu að hún ætlaði sko að breyta öllu. Og þá sérstaklega að breyta um stíl. Henda öllum gömlu húsgögnunum út og kaupa ný. Bara allt komplett. Takk fyrir. Restin í Góða Hirðinn, ef hún veit þá hvað það er. Og svo var auðvitað öllu hent út á nýja staðnum og innréttað upp á nýtt.
En hvað þýðir það að breyta um stíl? Fyrir mér er það jafn bilað og að ætla sér að skipta hreinlega um karakter! Bara nýr stíll sísvona. Þykir henni ekki vænt um neitt á gamla staðnum? Er ekkert með sögu eða tilfinningu fyrir hana? Ég veit að þetta eru bara hlutir og maður getur fengið algjört ógeð á þeim, en þetta fannst mér eitthvað svo yfir strikið. Eða hvað? Gellan á nóg af peningum og ætlar hreinlega að kaupa sér nýjustu tísku. En hvað gerist svo eftir önnur 6 ár? Æj, ég veit það ekki, mér fannst þetta bara eitthvað svo glötuð yfirlýsing: "Ég ætla að breyta algjörlega um stíl", eins og hún sé búin að lifa ljótu lífi alltof lengi. Æ,æ. Ég skil þetta upp að vissu marki, sjálf fæ ég fljótt leið á hlutum og vill stanslaust vera að breyta heimilinu og skipta út hlutum. Finnst gaman að skoða sniðuga og fallega hönnun þótt ég hafi ekkert vit á henni og læt mig dreyma um að eignast Eames hægindastól einn daginn.
Þegar ég verð rík tík.
Það er eins og fólk í dag geti ekki flutt inn á nýjan stað án þess að taka allt í gegn. Meira að segja unga fólkið sem er að eignast sína fyrstu íbúð verður að hafa allt pottþétt. Eins og Innlit Útlit boðar það. Hvítt og grátt og alls ekki mikið dót. Stundum finnst mér eins og ég það sé verið að sýna úr einhverri búð þegar sum hýbýli eru sýnd. Ekki rykkorn á vitlausum stað. Og bara ekkert dót! Hvar er allt dótið?? Og hvað varð um það að láta gömlu innréttinguna duga og mála yfir ljótar flísar? Fá gamlan sófa frá mömmu og skrifborð frá afa? Einu sinni var það nú hægt - þegar ég var ung og falleg...! Nei, í alvöru. Unga fólkið er að slá um sig með dýrri hönnun og flottustu innréttingunum af því það gamla er ekki nógu gott. Já, svona er nútíðin, með nóg af peningum. Eða bankalánum réttara sagt. Maður heyrir sögur af fólki sem er að selja íbúðina sína, kaupa nýja á 100% láni, eyða svo gróðanum af gömlu íbúðinni í að rústa nýju íbúðinni og kaupa ALLT nýtt þar inn. Eins og þau hafi unnið í happdrætti. Og svo kvörtum við yfir verðbólgunni!
Ég sé Eames hægindastólinn í hyllingum. Ætla samt hvorki að taka bankalán á frábærum vöxum fyrir honum né að breyta um stíl svo að hann passi hér inn og stíliseri heimilið í grafíska æðislega skemmtilega heild.
Someday.
Í þætti í Innlit Útlit um daginn sá ég innslag um konu sem var að flytja eftir að hafa búið á sama staðnum í 6 ár. Og með sömu húsgögnunum. Hún fékk að sjálfsögðu arkítekt til að teikna nýja heimilið sem þau keyptu upp á nýtt (annað virðist ekki hægt í dag! Alla vega ekki í Innlit Útlit) og nefndi oft í viðtalinu að hún ætlaði sko að breyta öllu. Og þá sérstaklega að breyta um stíl. Henda öllum gömlu húsgögnunum út og kaupa ný. Bara allt komplett. Takk fyrir. Restin í Góða Hirðinn, ef hún veit þá hvað það er. Og svo var auðvitað öllu hent út á nýja staðnum og innréttað upp á nýtt.
En hvað þýðir það að breyta um stíl? Fyrir mér er það jafn bilað og að ætla sér að skipta hreinlega um karakter! Bara nýr stíll sísvona. Þykir henni ekki vænt um neitt á gamla staðnum? Er ekkert með sögu eða tilfinningu fyrir hana? Ég veit að þetta eru bara hlutir og maður getur fengið algjört ógeð á þeim, en þetta fannst mér eitthvað svo yfir strikið. Eða hvað? Gellan á nóg af peningum og ætlar hreinlega að kaupa sér nýjustu tísku. En hvað gerist svo eftir önnur 6 ár? Æj, ég veit það ekki, mér fannst þetta bara eitthvað svo glötuð yfirlýsing: "Ég ætla að breyta algjörlega um stíl", eins og hún sé búin að lifa ljótu lífi alltof lengi. Æ,æ. Ég skil þetta upp að vissu marki, sjálf fæ ég fljótt leið á hlutum og vill stanslaust vera að breyta heimilinu og skipta út hlutum. Finnst gaman að skoða sniðuga og fallega hönnun þótt ég hafi ekkert vit á henni og læt mig dreyma um að eignast Eames hægindastól einn daginn.
Þegar ég verð rík tík.
Það er eins og fólk í dag geti ekki flutt inn á nýjan stað án þess að taka allt í gegn. Meira að segja unga fólkið sem er að eignast sína fyrstu íbúð verður að hafa allt pottþétt. Eins og Innlit Útlit boðar það. Hvítt og grátt og alls ekki mikið dót. Stundum finnst mér eins og ég það sé verið að sýna úr einhverri búð þegar sum hýbýli eru sýnd. Ekki rykkorn á vitlausum stað. Og bara ekkert dót! Hvar er allt dótið?? Og hvað varð um það að láta gömlu innréttinguna duga og mála yfir ljótar flísar? Fá gamlan sófa frá mömmu og skrifborð frá afa? Einu sinni var það nú hægt - þegar ég var ung og falleg...! Nei, í alvöru. Unga fólkið er að slá um sig með dýrri hönnun og flottustu innréttingunum af því það gamla er ekki nógu gott. Já, svona er nútíðin, með nóg af peningum. Eða bankalánum réttara sagt. Maður heyrir sögur af fólki sem er að selja íbúðina sína, kaupa nýja á 100% láni, eyða svo gróðanum af gömlu íbúðinni í að rústa nýju íbúðinni og kaupa ALLT nýtt þar inn. Eins og þau hafi unnið í happdrætti. Og svo kvörtum við yfir verðbólgunni!
Ég sé Eames hægindastólinn í hyllingum. Ætla samt hvorki að taka bankalán á frábærum vöxum fyrir honum né að breyta um stíl svo að hann passi hér inn og stíliseri heimilið í grafíska æðislega skemmtilega heild.
Someday.
Pílates
Jæja, þá er það pílates í dag. Sjöundi tíminn minn af fimmtán sem eru í þessu námskeiði. Ég verð að segja að ég er ennþá ekki alveg að fatta þetta æfingakerfi. Eða kannski er ég bara ekki að fíla þetta. Eins og jóga, ég bara fíla það ekki. Eitthvað að líkaminn sé musteri sálarinnar og svona. Jú, það er ábyggilega rétt, en aðeins of andlegt fyrir mig. Pílates er kannski ekki andlegt, en það er svo rólegt. Ég mæti alltaf og geri allt sem á að gera og vanda mig þvílíkt við það, en ég svitna ekki dropa og fæ ekki hálfa harðsperru eftir tímann. Samt er ég að reyna á mig í tímanum. Ég skil þetta ekki. Ekki það að ég sé í svona hrikalega góðu formi að ég fái þess vegna ekki harðsperrur, neibb, getur ekki verið. Sumar æfingarnar sem við gerum eru hreint og beint skrýtnar og ég skil ekki tilgang þeirra. Svo þegar maður spyr kennarann þá er svarið yfirleitt á þá leið að maður sé að styrkja miðju líkamans og innri vöðva líkamans. Jaaaaaaaááá... ok. En af hverju? Jú, kannski ber maður sig betur og líður betur. Ég veit það ekki. Ég finn alla vega engan mun ennþá.
Á heimasíðu pílatesstúdíósins á Íslandi stendur skrifað:
Betri líðan eftir 10 skipti
Betra útlit eftir 20 skipti
Nýr líkami eftir 30 skipti
Ég er búin með 6 skipti og tek það sjöunda í kvöld. Svo maður er enn langt frá því að fá nýjan líkama. Ég verð því að bíða þolinmóð og splæsa í fleiri námskeið eftir þetta. Eyða í nýjan líkama, þeim peningum hlýtur að vera vel varið. Eða sjáum til hvort líkama mínum sé yfir höfuð viðbjargandi greyinu.
Á heimasíðu pílatesstúdíósins á Íslandi stendur skrifað:
Betri líðan eftir 10 skipti
Betra útlit eftir 20 skipti
Nýr líkami eftir 30 skipti
Ég er búin með 6 skipti og tek það sjöunda í kvöld. Svo maður er enn langt frá því að fá nýjan líkama. Ég verð því að bíða þolinmóð og splæsa í fleiri námskeið eftir þetta. Eyða í nýjan líkama, þeim peningum hlýtur að vera vel varið. Eða sjáum til hvort líkama mínum sé yfir höfuð viðbjargandi greyinu.
mánudagur, febrúar 07, 2005
Myndamanía
Ég er myndasjúk. Fékk mína fyrstu myndavél í fermingargjöf og byrjaði strax að skjóta á hitt og þetta eins og brjáluð kona. Hef átt margar og margs konar myndavélar eftir það og nú síðast digital myndavél. Hinar góðu og fínu myndavélarnar rykfalla nú inni í skáp. Tja, nema kannski Poloroidinn sem stendur alltaf fyrir sínu á sinn sérstaka hátt. Hann er aðallega notaður í partýum og vekur alltaf lukku. Áður en digitalinn kom til sögunnar tók maður helst myndir á sérstökum stundum en ég hef líka verið dugleg við að skjóta á heimilislífið í hversdeginum og finnst mér þær myndir eiginlega skemmtilegastar. Ég tók stóru hlussu Canonvélina mína með mér út um allt áður en ég eignaðist digitalinn. Meira að segja á skemmtistaði og í göngur þar sem ég vigtaði ákveðið magn af tannkremi til að hafa ekki of þungan bakpoka.
Með digitalnum jókst svo myndatakan til muna. Þvílíkur munur að geta bara spreðað myndum á allt og ekkert og skoðað strax. Framköllunarkostnaður hefur alltaf verið dágóður í budgeti heimilisins. Eftir að digitalinn kom hélt ég að hann myndi þá minnka eitthvað. Ég er hins vegar ennþá svo gamaldags eða eitthvað að ég get ekki hugsað mér að hafa myndirnar bara í tölvunni. Hvað er gaman við það? Ég verð hreinlega að framkalla digital myndirnar líka og setja í albúm eins og ég hef alltaf gert. Að hafa fólkið mitt hjá mér og leyfa öðrum að skoða. Og hefur framköllunarkostnaðurinn aukist helling eftir digitalinn, þrátt fyrir að framkalla erlendis mun ódýrara en í Hans Pet sem er alltof dýrt. Maður tekur svo mikið af myndum og ég á verulega erfitt með að velja úr til að framkalla - svo ég framkalla nánast allt! Því fylgir svo annar kostnaður - albúm. Það er sannkallað rán um hábjartan dag (bra) að fjárfesta í albúmum. Alla vega þeim sem ég vil eiga. Þau eru kannski þau dýrustu, en for sure þau flottustu líka. 3000 kall stykkið og duga skammt með þann fjölda af myndum sem teknar eru á heimilinu. Ég elska líka að raða í albúmin og er auðvitað sú týpa sem geri það strax og örugglega. Ekkert verið að safna upp myndum í óreglu hér, ó nei. Allt í röð og reglu takk.
Eftir að Vera múslí fæddist hefur myndatakan líka aukist um svona þúsund prósent myndi ég áætla. Já, eða tvöþúsund prósent. Manni finnst allar geiflur svo sætar og öðruvísi en áður að þær verður að festa á mynd. Og aftur, og aftur og aftur...
Ég held samt að Vera sé heppin að eiga myndasjúka mömmu. Þegar hún er orðin stór getur hún skoðað líf sitt dag frá degi í myndum. Séð sig þroskast og dafna.
Þetta eru ómetanlegar heimildir og ég ætla aldrei að hætta!
Fyrir áhugasama þá hef ég bætt enn einum linknum við - á þá snilldarstelpu Helen Breiðfjörð gamla vinkonu Víglundar. Þau voru alltaf á fylleríum saman eða eitthvað og svo kynntist ég henni í gegnum Vigga. Er svona þrusukella. Algjör rokkari með hárið út í loftið, kjaftfor og fyndin. Er í námi úti í London og bloggar þaðan á skemmtilegan hátt. Veit að Helen les þetta blogg - og hei, skamm skamm Helen fyrir að hafa ekki látið mig vita um bloggsíðuna þína! Frétti af henni úti í bæ frá einhverri S sem ég veit ekkert hver er. En þú ert komin inn elskan, til hamingju með það :)
Með digitalnum jókst svo myndatakan til muna. Þvílíkur munur að geta bara spreðað myndum á allt og ekkert og skoðað strax. Framköllunarkostnaður hefur alltaf verið dágóður í budgeti heimilisins. Eftir að digitalinn kom hélt ég að hann myndi þá minnka eitthvað. Ég er hins vegar ennþá svo gamaldags eða eitthvað að ég get ekki hugsað mér að hafa myndirnar bara í tölvunni. Hvað er gaman við það? Ég verð hreinlega að framkalla digital myndirnar líka og setja í albúm eins og ég hef alltaf gert. Að hafa fólkið mitt hjá mér og leyfa öðrum að skoða. Og hefur framköllunarkostnaðurinn aukist helling eftir digitalinn, þrátt fyrir að framkalla erlendis mun ódýrara en í Hans Pet sem er alltof dýrt. Maður tekur svo mikið af myndum og ég á verulega erfitt með að velja úr til að framkalla - svo ég framkalla nánast allt! Því fylgir svo annar kostnaður - albúm. Það er sannkallað rán um hábjartan dag (bra) að fjárfesta í albúmum. Alla vega þeim sem ég vil eiga. Þau eru kannski þau dýrustu, en for sure þau flottustu líka. 3000 kall stykkið og duga skammt með þann fjölda af myndum sem teknar eru á heimilinu. Ég elska líka að raða í albúmin og er auðvitað sú týpa sem geri það strax og örugglega. Ekkert verið að safna upp myndum í óreglu hér, ó nei. Allt í röð og reglu takk.
Eftir að Vera múslí fæddist hefur myndatakan líka aukist um svona þúsund prósent myndi ég áætla. Já, eða tvöþúsund prósent. Manni finnst allar geiflur svo sætar og öðruvísi en áður að þær verður að festa á mynd. Og aftur, og aftur og aftur...
Ég held samt að Vera sé heppin að eiga myndasjúka mömmu. Þegar hún er orðin stór getur hún skoðað líf sitt dag frá degi í myndum. Séð sig þroskast og dafna.
Þetta eru ómetanlegar heimildir og ég ætla aldrei að hætta!
Fyrir áhugasama þá hef ég bætt enn einum linknum við - á þá snilldarstelpu Helen Breiðfjörð gamla vinkonu Víglundar. Þau voru alltaf á fylleríum saman eða eitthvað og svo kynntist ég henni í gegnum Vigga. Er svona þrusukella. Algjör rokkari með hárið út í loftið, kjaftfor og fyndin. Er í námi úti í London og bloggar þaðan á skemmtilegan hátt. Veit að Helen les þetta blogg - og hei, skamm skamm Helen fyrir að hafa ekki látið mig vita um bloggsíðuna þína! Frétti af henni úti í bæ frá einhverri S sem ég veit ekkert hver er. En þú ert komin inn elskan, til hamingju með það :)
sunnudagur, febrúar 06, 2005
Linkar
Jæja, var aðeins að öpdeita linkana hér til hliðar. Doktor Kolla er löngu hætt að blogga og sömu sögu er að segja um Ellu í Calí þar sem hún er flutt heim til Íslands. Sem er frábært. Þær duttu því út. Hilli fær ennþá að halda sér þarna inni þótt hann bloggi sama og ekkert, sjáum til hvort hann detti út næst. Margrét Gauja kemur sterk inn, skrifar af og til og getur jafnvel verið doldið fyndin á köflum. Virkir linkar eru því Margrét Gauja, Beta S., Skarpi litli frændi, Mæja í UK og Binni Borgar. Jeppalúðarnir skrifa svo og sýna myndir eftir djúsí jeppaferðir. Þekki enga aðra bloggara in person. Eða alla vega veit ekki um þá. Hver veit nema það leynist lítill leynibloggari meðal félaganna? Látið mig endilega vita og ég skelli link hér til hliðar. Mig þyrstir í að forvitnast um annarra manna líf. Nei, án gríns, let me know.
Bitte schön und ja woll.
Bitte schön und ja woll.
laugardagur, febrúar 05, 2005
Laugardagskvöld til leiða
Var það ekki laugardagur til lukku? Jú, ok, dagurinn var fínn. Fórum til Grindavíkur í barnaafmæli og borðuðum yfir okkur af mat og kökum. Hins vegar er eitthvað lítið að gerast í kvöld. Annað en að hanga í nýju frábæru tölvunni minni sökum lélegrar sjónvarpsdagskrár og tíðindaleysi í samræðum. Vonandi eruð þið öll úti að tjútta having fun. Ekki að ég sé þyrst í djamm, bara að það væri eitthvað öðruvísi við helgarnar en virku dagana. Þetta er í stórum dráttum allt eins hjá mér! Bloggið bjargar kvöldinu mínu, how sad is that?
Nei, nei, þetta er ekki svona sorglegt, er bara að grínast.
En það fer að koma að mér...
Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig er þetta ég með dóttur minni! Hér erum við mæðgurnar sem sagt, hrikalega sætar en ekkert sérlega líkar samt, eða hvað?
Nei, nei, þetta er ekki svona sorglegt, er bara að grínast.
En það fer að koma að mér...
Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig er þetta ég með dóttur minni! Hér erum við mæðgurnar sem sagt, hrikalega sætar en ekkert sérlega líkar samt, eða hvað?
Skarphéðinn frændi frá Svíþjóð er búinn að vera í heimsókn og þarna eru hann og Vera leika sér saman - Að leika: Rífa dótið af hvort öðru og klóra hvort annað í framan! En það er bara stuð í því :)
Þarna eru Vera og Skarphéðinn frændi í Smárlindinni að versla - eða bíðið við... mér sýnist Vera aðallega vera að borða síma. Já, og Skarpi hálfsofandi. Kannski voru það frekar mömmurnar sem voru að versla...
Íslenskt já takk
Ég reyni að versla íslenska framleiðslu þegar ég get. Tek Frigg fram yfir erlent eitur og íslenska osta fram yfir erlenda þótt þeir erlendu séu oft mjög góðir. Bónusklósettpappírinn klikkar heldur ekki og ORA er betra en Hunts að mínu viti. Íslenskt og atvinnuskapandi. Ókey, mjög gott. Verðið er hins vegar oftar en ekki erlendu vörunum í vil. En hvað eru nokkrar krónur fyrir land og þjóð? Mér finnst samt mjög gaman að versla í útlöndum. Þar er ódýrt að kaupa fín föt og í dýrindis máltíðir. Hvað þá að versla á útsölum í útlöndum. Þar kosta hlutirnir ekki neitt. Eða svo til.
Eftir jólin var ég í sjoppinggírnum og langaði að sjoppa meira og meira, meira í dag en í gær. Ekki af því buddan leyfði það heldur af því bara. Og af því það var lítið eftir í buddunni ákvað ég að prófa www.shopusa.is vefinn sem freistar íslendinga óneitanlega með lágu gengi dollarans. Ókey, ég freistaðist, fór á Shopusa og fékk flashback frá Ameríkuferðinni góðu síðastliðið vor ...aaaaahhhhh...Fór á útsölu í GAP og náði að fjárfesta í trefli, topp og mínípilsi fyrir 1500 kall íslenskar. Tollur og flutningsgjöld reiknuðust svo 3000 krónur! Vá, þetta var ekki lengur ódýrt. En ég keypti þetta samt. Þetta var svo flott eitthvað. Eitthvað öðruvísi og útlenskt, ekkert týpískt Vero Moda eða Sautján pautján. Svo ég lét vaða. Með smá móral samt... bæði yfir buddunni og fyrir að styrkja ekki íslenskar útsölur (reyndar með erlendum vörum en hei...).
Og með tilhlökkun í brjósti brunaði ég til að sækja pakkann minn (veiii, pakki!) nokkrum vikum síðar. Já, þetta tók alveg 3-4 vikur. Opnaði svo pakkann og fékk hláturskast. Jú, trefillinn var kúl á Viggann, en hlýrabolurinn alltof grænn miðað við litinn sem ég valdi á vefnum (bara eeekki minn litur) og pilsið...wow...það er svona 10 númerum of stórt! Ég kæmist nokkrum sinnum í það. Æi, eftirjólapakkinn minn góði klikkaði big time.
Mæli með því að halda sig við Ísland á Íslandi. Ég geri það alla vega næst þegar ég fæ sjoppingkítl í puttana.
Vantar einhverjum þéttum hvítt mínipils úr GAP?
En græææænan hlýrabol?
Þetta er útlenskt og kúl...?!
Ekki?
Ókey, það fer þá í Rauða Kross pokann. Það kom þó alla vega eitt gott úr úr þessum kaupum!
Eftir jólin var ég í sjoppinggírnum og langaði að sjoppa meira og meira, meira í dag en í gær. Ekki af því buddan leyfði það heldur af því bara. Og af því það var lítið eftir í buddunni ákvað ég að prófa www.shopusa.is vefinn sem freistar íslendinga óneitanlega með lágu gengi dollarans. Ókey, ég freistaðist, fór á Shopusa og fékk flashback frá Ameríkuferðinni góðu síðastliðið vor ...aaaaahhhhh...Fór á útsölu í GAP og náði að fjárfesta í trefli, topp og mínípilsi fyrir 1500 kall íslenskar. Tollur og flutningsgjöld reiknuðust svo 3000 krónur! Vá, þetta var ekki lengur ódýrt. En ég keypti þetta samt. Þetta var svo flott eitthvað. Eitthvað öðruvísi og útlenskt, ekkert týpískt Vero Moda eða Sautján pautján. Svo ég lét vaða. Með smá móral samt... bæði yfir buddunni og fyrir að styrkja ekki íslenskar útsölur (reyndar með erlendum vörum en hei...).
Og með tilhlökkun í brjósti brunaði ég til að sækja pakkann minn (veiii, pakki!) nokkrum vikum síðar. Já, þetta tók alveg 3-4 vikur. Opnaði svo pakkann og fékk hláturskast. Jú, trefillinn var kúl á Viggann, en hlýrabolurinn alltof grænn miðað við litinn sem ég valdi á vefnum (bara eeekki minn litur) og pilsið...wow...það er svona 10 númerum of stórt! Ég kæmist nokkrum sinnum í það. Æi, eftirjólapakkinn minn góði klikkaði big time.
Mæli með því að halda sig við Ísland á Íslandi. Ég geri það alla vega næst þegar ég fæ sjoppingkítl í puttana.
Vantar einhverjum þéttum hvítt mínipils úr GAP?
En græææænan hlýrabol?
Þetta er útlenskt og kúl...?!
Ekki?
Ókey, það fer þá í Rauða Kross pokann. Það kom þó alla vega eitt gott úr úr þessum kaupum!
föstudagur, febrúar 04, 2005
Kommentaþakkir
Ég þakka fín viðbrögð við kommentabeiðni minni hér í blogginu fyrir neðan! Það komu á einni viku 22 komment sem ég er mjög ángægð með. Sérstaklega í ljósi þess að þarna kommentuðu nokkrir sem ég var alveg gapandi hissa á að sjá á síðunni, sbr. foreldrar vinkonu minnar, vinkona frænku minnar og gömul vinkona Víglundar! Já, lífið kemur sífelt á óvart!
Það sem ég hins vegar veit er að það eru mun fleiri sem lesa bloggið mitt endrum og eins og eru ekki búnir að kommenta.
- Þeir hafa kommentað á öðrum stöðum. En endilega bara að halda áfram að kommenta, ég er að safna!
- Og svo eru það líka aðrir sem þora ekki að kommenta. Svona kommentaskræfur svokallaðar. Mjög spes flokkur fólks. Það er líklega sami hópur og þorir ekki að viðurkenna að þeir horfi á Neighbours en geta í raun ekki sleppt úr þætti.
- Og svo eru það strákarnir í lífi mínu, vinir og félagar úr vinnunni. Ég veit að nokkrir lesa þetta sem myndu aldrei í sínu litla lifi kommenta. Halda að það sé ókúl og ekki þeirra stíll, það séu bara stelpur sem lesi blogg - ekki þeir! Ég skil, ég skil.
En ég þakka bara enn og aftur fyrir kommentin.
Ætla að reyna að halda áfram að kjafta um eitthvað sem mér finnst merkilegt. Eitthvað sem mér liggur á hjarta. Ætli það séu ekki svona 90% líkur að það verði um Veru, 1% að það fjalli um vinnuna og 9% um eitthvað annað. Svona sirka. Svo ef þið nennið að lesa er það vel :)
Sjáumst
heyrumst
elskumst
E
Það sem ég hins vegar veit er að það eru mun fleiri sem lesa bloggið mitt endrum og eins og eru ekki búnir að kommenta.
- Þeir hafa kommentað á öðrum stöðum. En endilega bara að halda áfram að kommenta, ég er að safna!
- Og svo eru það líka aðrir sem þora ekki að kommenta. Svona kommentaskræfur svokallaðar. Mjög spes flokkur fólks. Það er líklega sami hópur og þorir ekki að viðurkenna að þeir horfi á Neighbours en geta í raun ekki sleppt úr þætti.
- Og svo eru það strákarnir í lífi mínu, vinir og félagar úr vinnunni. Ég veit að nokkrir lesa þetta sem myndu aldrei í sínu litla lifi kommenta. Halda að það sé ókúl og ekki þeirra stíll, það séu bara stelpur sem lesi blogg - ekki þeir! Ég skil, ég skil.
En ég þakka bara enn og aftur fyrir kommentin.
Ætla að reyna að halda áfram að kjafta um eitthvað sem mér finnst merkilegt. Eitthvað sem mér liggur á hjarta. Ætli það séu ekki svona 90% líkur að það verði um Veru, 1% að það fjalli um vinnuna og 9% um eitthvað annað. Svona sirka. Svo ef þið nennið að lesa er það vel :)
Sjáumst
heyrumst
elskumst
E