mánudagur, febrúar 21, 2005
Hamingjuóskir
...til vinkonu minnar sem er ólétt! Já, þetta er allt að koma hjá okkur stelpunum. Kominn tími á okkur, allar orðnar 28 ára með háskólagráðu, kalla og hús og bíl og allt í lukkunnar velstandi. Vantar bara kiddarana. Hinar 5 hljóta að fara að fylgja í kjölfarið fyrr en síðar. Vinkonan tilkynnti mér þetta í kvöld og ég öskraði upp yfir mig af spenningi og ánægju. Öskraði óvart framan í greyið Veru sem fékk grátkast af hræðslu. Svo við grétum saman af gleði og hræðslu :) Fékk meira að segja smá abbótilfinningu...hún ólétt og ekki ég... uh, já, ég á litlu sætu Veru mús. Þetta er bara svo æðislegt, að fá krílið í hendurnar glænýtt... og maður veit það ekki einu sinni þegar maður er óléttur. Getur ekki hlakkað til einhvers sem maður hefur ekki upplifað.
Vá, lífið er fallegt.
Vá, lífið er fallegt.
Comments:
Skrifa ummæli