<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Eins og óð fluga 

Vinnan nálgast eins og trítilóð fluga. Úff. Ég trúi því ekki. Fyrst Stokkhólmur í tvær vikur, svo kemur mamma í 10 daga heimsókn, páskar og svo vinna. Vinna. Vinna. Vinna. Viggi verður heima með Veru í mánuð eftir að ég byrja að vinna en mér finnst ég samt bara ekki tilbúin til að fara frá henni. Hún er svo lítil þessi mús. Og mér finnst ég heldur bara ekki tilbúin til að fara bara aftur að virkja heilann og vinna með honum. Þá vel ég heldur slef og gubb og kúk og grátur. Ef ég gæti væri ég alveg til í að vera heima í hálft ár í viðbót. Alla vega fram á haust. Af hverju er fæðingarorlofið ekki eitt ár? Mömmur eiga að vera heima að hugsa um börnin sín ef þeim langar til þess. Og mig langar til þess.
Lífið er óréttlátt.
Alla vega ekki barnvænt.
Og ekki mömmuvænt heldur.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker