<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 07, 2005

Myndamanía 

Ég er myndasjúk. Fékk mína fyrstu myndavél í fermingargjöf og byrjaði strax að skjóta á hitt og þetta eins og brjáluð kona. Hef átt margar og margs konar myndavélar eftir það og nú síðast digital myndavél. Hinar góðu og fínu myndavélarnar rykfalla nú inni í skáp. Tja, nema kannski Poloroidinn sem stendur alltaf fyrir sínu á sinn sérstaka hátt. Hann er aðallega notaður í partýum og vekur alltaf lukku. Áður en digitalinn kom til sögunnar tók maður helst myndir á sérstökum stundum en ég hef líka verið dugleg við að skjóta á heimilislífið í hversdeginum og finnst mér þær myndir eiginlega skemmtilegastar. Ég tók stóru hlussu Canonvélina mína með mér út um allt áður en ég eignaðist digitalinn. Meira að segja á skemmtistaði og í göngur þar sem ég vigtaði ákveðið magn af tannkremi til að hafa ekki of þungan bakpoka.

Með digitalnum jókst svo myndatakan til muna. Þvílíkur munur að geta bara spreðað myndum á allt og ekkert og skoðað strax. Framköllunarkostnaður hefur alltaf verið dágóður í budgeti heimilisins. Eftir að digitalinn kom hélt ég að hann myndi þá minnka eitthvað. Ég er hins vegar ennþá svo gamaldags eða eitthvað að ég get ekki hugsað mér að hafa myndirnar bara í tölvunni. Hvað er gaman við það? Ég verð hreinlega að framkalla digital myndirnar líka og setja í albúm eins og ég hef alltaf gert. Að hafa fólkið mitt hjá mér og leyfa öðrum að skoða. Og hefur framköllunarkostnaðurinn aukist helling eftir digitalinn, þrátt fyrir að framkalla erlendis mun ódýrara en í Hans Pet sem er alltof dýrt. Maður tekur svo mikið af myndum og ég á verulega erfitt með að velja úr til að framkalla - svo ég framkalla nánast allt! Því fylgir svo annar kostnaður - albúm. Það er sannkallað rán um hábjartan dag (bra) að fjárfesta í albúmum. Alla vega þeim sem ég vil eiga. Þau eru kannski þau dýrustu, en for sure þau flottustu líka. 3000 kall stykkið og duga skammt með þann fjölda af myndum sem teknar eru á heimilinu. Ég elska líka að raða í albúmin og er auðvitað sú týpa sem geri það strax og örugglega. Ekkert verið að safna upp myndum í óreglu hér, ó nei. Allt í röð og reglu takk.

Eftir að Vera múslí fæddist hefur myndatakan líka aukist um svona þúsund prósent myndi ég áætla. Já, eða tvöþúsund prósent. Manni finnst allar geiflur svo sætar og öðruvísi en áður að þær verður að festa á mynd. Og aftur, og aftur og aftur...

Ég held samt að Vera sé heppin að eiga myndasjúka mömmu. Þegar hún er orðin stór getur hún skoðað líf sitt dag frá degi í myndum. Séð sig þroskast og dafna.
Þetta eru ómetanlegar heimildir og ég ætla aldrei að hætta!

Fyrir áhugasama þá hef ég bætt enn einum linknum við - á þá snilldarstelpu Helen Breiðfjörð gamla vinkonu Víglundar. Þau voru alltaf á fylleríum saman eða eitthvað og svo kynntist ég henni í gegnum Vigga. Er svona þrusukella. Algjör rokkari með hárið út í loftið, kjaftfor og fyndin. Er í námi úti í London og bloggar þaðan á skemmtilegan hátt. Veit að Helen les þetta blogg - og hei, skamm skamm Helen fyrir að hafa ekki látið mig vita um bloggsíðuna þína! Frétti af henni úti í bæ frá einhverri S sem ég veit ekkert hver er. En þú ert komin inn elskan, til hamingju með það :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker