<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 05, 2005

Laugardagskvöld til leiða 

Var það ekki laugardagur til lukku? Jú, ok, dagurinn var fínn. Fórum til Grindavíkur í barnaafmæli og borðuðum yfir okkur af mat og kökum. Hins vegar er eitthvað lítið að gerast í kvöld. Annað en að hanga í nýju frábæru tölvunni minni sökum lélegrar sjónvarpsdagskrár og tíðindaleysi í samræðum. Vonandi eruð þið öll úti að tjútta having fun. Ekki að ég sé þyrst í djamm, bara að það væri eitthvað öðruvísi við helgarnar en virku dagana. Þetta er í stórum dráttum allt eins hjá mér! Bloggið bjargar kvöldinu mínu, how sad is that?
Nei, nei, þetta er ekki svona sorglegt, er bara að grínast.
En það fer að koma að mér...


Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig er þetta ég með dóttur minni! Hér erum við mæðgurnar sem sagt, hrikalega sætar en ekkert sérlega líkar samt, eða hvað? Posted by Hello

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker