föstudagur, febrúar 25, 2005
Vera 7 mánaða!
Jæja, þá er Vera orðin 7 mánaða. Komin með dágott hár, tennurnar að fara að sýna sig og hana langar augljóslega að fara að skríða. Hún reynir og reynir, færir fæturnar undir sig þegar hún situr og heldur að hún geti allt, en lendir alltaf á maganum og er þannig eins og selur á þurru landi! En hún er lífsglöð og jákvæð og reynir aftur og aftur... og þetta fer að koma! Mamman bíður bara róleg, ánægð yfir því að hún geti ekki fært sig úr stað...
Vera 7 mánaða pía! Takið eftir spennunni í hárinu - þvílíka krúttið. Vá, hvað hún verður ennþá sætari með hár :)
Sæta afmælisstelpan
Vera 7 mánaða pía! Takið eftir spennunni í hárinu - þvílíka krúttið. Vá, hvað hún verður ennþá sætari með hár :)
Sæta afmælisstelpan
Comments:
Skrifa ummæli