<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 04, 2005

Kommentaþakkir 

Ég þakka fín viðbrögð við kommentabeiðni minni hér í blogginu fyrir neðan! Það komu á einni viku 22 komment sem ég er mjög ángægð með. Sérstaklega í ljósi þess að þarna kommentuðu nokkrir sem ég var alveg gapandi hissa á að sjá á síðunni, sbr. foreldrar vinkonu minnar, vinkona frænku minnar og gömul vinkona Víglundar! Já, lífið kemur sífelt á óvart!

Það sem ég hins vegar veit er að það eru mun fleiri sem lesa bloggið mitt endrum og eins og eru ekki búnir að kommenta.
- Þeir hafa kommentað á öðrum stöðum. En endilega bara að halda áfram að kommenta, ég er að safna!
- Og svo eru það líka aðrir sem þora ekki að kommenta. Svona kommentaskræfur svokallaðar. Mjög spes flokkur fólks. Það er líklega sami hópur og þorir ekki að viðurkenna að þeir horfi á Neighbours en geta í raun ekki sleppt úr þætti.
- Og svo eru það strákarnir í lífi mínu, vinir og félagar úr vinnunni. Ég veit að nokkrir lesa þetta sem myndu aldrei í sínu litla lifi kommenta. Halda að það sé ókúl og ekki þeirra stíll, það séu bara stelpur sem lesi blogg - ekki þeir! Ég skil, ég skil.

En ég þakka bara enn og aftur fyrir kommentin.
Ætla að reyna að halda áfram að kjafta um eitthvað sem mér finnst merkilegt. Eitthvað sem mér liggur á hjarta. Ætli það séu ekki svona 90% líkur að það verði um Veru, 1% að það fjalli um vinnuna og 9% um eitthvað annað. Svona sirka. Svo ef þið nennið að lesa er það vel :)
Sjáumst
heyrumst
elskumst
E

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker