<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Pílates 

Jæja, þá er það pílates í dag. Sjöundi tíminn minn af fimmtán sem eru í þessu námskeiði. Ég verð að segja að ég er ennþá ekki alveg að fatta þetta æfingakerfi. Eða kannski er ég bara ekki að fíla þetta. Eins og jóga, ég bara fíla það ekki. Eitthvað að líkaminn sé musteri sálarinnar og svona. Jú, það er ábyggilega rétt, en aðeins of andlegt fyrir mig. Pílates er kannski ekki andlegt, en það er svo rólegt. Ég mæti alltaf og geri allt sem á að gera og vanda mig þvílíkt við það, en ég svitna ekki dropa og fæ ekki hálfa harðsperru eftir tímann. Samt er ég að reyna á mig í tímanum. Ég skil þetta ekki. Ekki það að ég sé í svona hrikalega góðu formi að ég fái þess vegna ekki harðsperrur, neibb, getur ekki verið. Sumar æfingarnar sem við gerum eru hreint og beint skrýtnar og ég skil ekki tilgang þeirra. Svo þegar maður spyr kennarann þá er svarið yfirleitt á þá leið að maður sé að styrkja miðju líkamans og innri vöðva líkamans. Jaaaaaaaááá... ok. En af hverju? Jú, kannski ber maður sig betur og líður betur. Ég veit það ekki. Ég finn alla vega engan mun ennþá.

Á heimasíðu pílatesstúdíósins á Íslandi stendur skrifað:

Betri líðan eftir 10 skipti
Betra útlit eftir 20 skipti
Nýr líkami eftir 30 skipti

Ég er búin með 6 skipti og tek það sjöunda í kvöld. Svo maður er enn langt frá því að fá nýjan líkama. Ég verð því að bíða þolinmóð og splæsa í fleiri námskeið eftir þetta. Eyða í nýjan líkama, þeim peningum hlýtur að vera vel varið. Eða sjáum til hvort líkama mínum sé yfir höfuð viðbjargandi greyinu.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker