sunnudagur, febrúar 20, 2005
Skitzóinn ég
Það er smá spennufall í gangi núna. Allt búið. Ahbú. Árshátíðin yfirstaðin og sömuleiðis tvennir tónleikar, einir síðdegis í gær, rétt fyrir árshátíð og aðrir í kvöld. Magnaðir tónleikar. Jazz og djæf. Þvílíkt grúv í gangi. Ég er loks búin að ákveða hvað mig langar til að verða þegar ég verð stór: Jazzsöngkona. Í alvöru! Hún Kristjana sem söng með okkur var svo geggjuð að ég ákvað að ég ætla að verða eins og hún. Svo næst á dagskrá er að fara í söngnám. Ég meina það! Það verður alla vega gaman þótt ég verði aldrei fræg! Enda er ég svo feimin að ég myndi aldrei vilja verða fræg. Eða þannig...
Þetta er sem sagt búið að vera rosaleg törn. Allt búið að vera að gerast í einu. Árshátíðarundirbúningur og tónleikaundirbúningur. Púffí. En uppskeran var þess virði. Þetta heppnaðist allt alveg eins og best væri á kosið. Bondþemað var tekið alvarlega og karlarnir mættu vatnsgreiddir í smóking og konurnar í síðkjólum búnar að fara í greiðslu og meiköpp. Og vá hvað þetta var gaman! Skari Skrípó er náttlega bara hrikalega fyndinn og Í svörtum fötum sá um að halda stuðinu gangandi fram á rauða nótt. Og ég skreið heim einmitt um rauða nótt í nótt. Og er búin að vera mygluð í dag. Vera vaknaði auðvitað kl. 8:30 sharp eins og alltaf, enginn sjéns hér á bæ trarírallala. Og ég hlakka til að lesa gagnrýnina um tónleikana sem voru í kvöld. Við vorum æði! Maður mátti alveg halda í sér til að missa sig ekki í jazzgrúvinu og flippa bara og tjútta eins og brjálæðingur. Það er víst ekki alveg málið þegar maður er að syngja í kór... en þeim mun meira málið þegar maður syngur með Í svörtum fötum - og það sannreyndi ég í nótt! Ó, je!
Já, í gær fór ég frá því að vera saklausa sæta kórstelpan sem syngur eins og engill í að verða þessi þvílíka þrusu töffara bondgella (þó ég segi sjálf frá!) í anda Honey Rider. Aha. Þvílík og önnur eins transformering hefur bara ekki átt sér stað!
And I love it.
Þetta er sem sagt búið að vera rosaleg törn. Allt búið að vera að gerast í einu. Árshátíðarundirbúningur og tónleikaundirbúningur. Púffí. En uppskeran var þess virði. Þetta heppnaðist allt alveg eins og best væri á kosið. Bondþemað var tekið alvarlega og karlarnir mættu vatnsgreiddir í smóking og konurnar í síðkjólum búnar að fara í greiðslu og meiköpp. Og vá hvað þetta var gaman! Skari Skrípó er náttlega bara hrikalega fyndinn og Í svörtum fötum sá um að halda stuðinu gangandi fram á rauða nótt. Og ég skreið heim einmitt um rauða nótt í nótt. Og er búin að vera mygluð í dag. Vera vaknaði auðvitað kl. 8:30 sharp eins og alltaf, enginn sjéns hér á bæ trarírallala. Og ég hlakka til að lesa gagnrýnina um tónleikana sem voru í kvöld. Við vorum æði! Maður mátti alveg halda í sér til að missa sig ekki í jazzgrúvinu og flippa bara og tjútta eins og brjálæðingur. Það er víst ekki alveg málið þegar maður er að syngja í kór... en þeim mun meira málið þegar maður syngur með Í svörtum fötum - og það sannreyndi ég í nótt! Ó, je!
Já, í gær fór ég frá því að vera saklausa sæta kórstelpan sem syngur eins og engill í að verða þessi þvílíka þrusu töffara bondgella (þó ég segi sjálf frá!) í anda Honey Rider. Aha. Þvílík og önnur eins transformering hefur bara ekki átt sér stað!
And I love it.
Comments:
Skrifa ummæli