<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 05, 2005

Íslenskt já takk 

Ég reyni að versla íslenska framleiðslu þegar ég get. Tek Frigg fram yfir erlent eitur og íslenska osta fram yfir erlenda þótt þeir erlendu séu oft mjög góðir. Bónusklósettpappírinn klikkar heldur ekki og ORA er betra en Hunts að mínu viti. Íslenskt og atvinnuskapandi. Ókey, mjög gott. Verðið er hins vegar oftar en ekki erlendu vörunum í vil. En hvað eru nokkrar krónur fyrir land og þjóð? Mér finnst samt mjög gaman að versla í útlöndum. Þar er ódýrt að kaupa fín föt og í dýrindis máltíðir. Hvað þá að versla á útsölum í útlöndum. Þar kosta hlutirnir ekki neitt. Eða svo til.

Eftir jólin var ég í sjoppinggírnum og langaði að sjoppa meira og meira, meira í dag en í gær. Ekki af því buddan leyfði það heldur af því bara. Og af því það var lítið eftir í buddunni ákvað ég að prófa www.shopusa.is vefinn sem freistar íslendinga óneitanlega með lágu gengi dollarans. Ókey, ég freistaðist, fór á Shopusa og fékk flashback frá Ameríkuferðinni góðu síðastliðið vor ...aaaaahhhhh...Fór á útsölu í GAP og náði að fjárfesta í trefli, topp og mínípilsi fyrir 1500 kall íslenskar. Tollur og flutningsgjöld reiknuðust svo 3000 krónur! Vá, þetta var ekki lengur ódýrt. En ég keypti þetta samt. Þetta var svo flott eitthvað. Eitthvað öðruvísi og útlenskt, ekkert týpískt Vero Moda eða Sautján pautján. Svo ég lét vaða. Með smá móral samt... bæði yfir buddunni og fyrir að styrkja ekki íslenskar útsölur (reyndar með erlendum vörum en hei...).

Og með tilhlökkun í brjósti brunaði ég til að sækja pakkann minn (veiii, pakki!) nokkrum vikum síðar. Já, þetta tók alveg 3-4 vikur. Opnaði svo pakkann og fékk hláturskast. Jú, trefillinn var kúl á Viggann, en hlýrabolurinn alltof grænn miðað við litinn sem ég valdi á vefnum (bara eeekki minn litur) og pilsið...wow...það er svona 10 númerum of stórt! Ég kæmist nokkrum sinnum í það. Æi, eftirjólapakkinn minn góði klikkaði big time.
Mæli með því að halda sig við Ísland á Íslandi. Ég geri það alla vega næst þegar ég fæ sjoppingkítl í puttana.
Vantar einhverjum þéttum hvítt mínipils úr GAP?
En græææænan hlýrabol?
Þetta er útlenskt og kúl...?!
Ekki?
Ókey, það fer þá í Rauða Kross pokann. Það kom þó alla vega eitt gott úr úr þessum kaupum!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker