<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Rokk og ról 

Ég vakti nú ekki í fyrrinótt til að kjósa hann Magna OKKAR en varð voða ánægð yfir því að sjá hversu vel svona þjóðarátak getur virkað. Greinilega hversu ómerkilegt sem það er. Þetta er það góða við lítil samfélög, maður getur verið viss um að ef það brennur ofan af manni eða ef maður lendir óvænt í Rokkstjörnukeppni úti í heimi að þá getur landinn staðið við bakið á manni sé þörf á því. Og oft var þörf en nú var nauðsyn, Magni var alveg við það að detta úr keppninni en varð skyndilega með flest atkvæði. Alveg æðislega frábært og meiriháttar að vera Íslendingur í dag. En án gríns þá stend ég með Magna þótt ég sé ekki tilbúin að missa svefn yfir því til að hann vinni. Enda finnst mér hann ekki vera sá rétti fyrir þessa subbuhljómsveit. Og þótt ég sé nokkuð mikill tsöfari inní mér þá skil ég ekki hvernig þessar rokkarapíur sem eru í keppninni geta hugsað sér að vera í bandi með Tommy Lee! Úff, sá súri haus - jakk! En hann kann að spila á trommur og ég viðurkenni það að það er jú alveg þó nokkuð sjarmerandi...en kannski aaaaaðeins of mikið af tattúum þótt ég fíli þau nú líka og er alltaf á leiðinni að fá mér eitt.

Annars vil ég bara óska sjálfri mér til hamingju með fyrstu greinarskrifin í það virta blað Viðskiptablaðið. Verkefnastjóri Markaðsdeildar Nýherja hún Erla Sigurðardóttir var að tala um 25 ára afmæli einkatölvunnar og gerði það með glæsibrag, veeeeeiiii.

mánudagur, ágúst 28, 2006

Hamingjan sanna 

Ég keypti mér hamingju í gær.
Það er alveg ótrúlegt hvað ferð í IKEA getur gefið manni á rigningardögum. Ég keyrði bara minn Volvó í Ikea og fann hamingjuna í fallegri hönnun og skreytti sálartetrið með smáhlutum eins og ilmkertum og dúlleríi. Svo þegar ég kom heim var þetta fullkomnað því ekkert af því sem ég keypti var óþarfi! Blái lampinn í stíl við nýju blágrænu maurana mína og nýju púðarnir og púðaverin voru alveg ídeal í sjónvarpsherbergið, bæði fyrir bakið og til að poppa upp lúkkið.

Það liggur reyndar ósamsettur skápur á miðju gólfinu hjá mér sem ég veit ekki alveg hvert á að fara og buddan er nokkuð fátækari en áður en hvað um það. Það er alveg ótrúlegt hvað skrepp í Ikea getur kostað marga peninga. En eins og ég sagði þá kostar hamingjan bara seðil á svona dögum og mikið er ég glöð í dag!

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Golfkonan ég... 

...eða þannig.

Ég eyddi föstudeginum í vinnunni í að koma af stað golfmóti úti í sveit. Ég sem spila ekki einu sinni golf og skil hvorki hvað fugl né fiskur (eða örn eða hvað það nú er) í þeim efnum. En það tókst. Fínu viðskiptavinirnir okkar mættu allir í nýjum sjæní golfskóm og í sérstökum golffötum sem eru ábyggilega voða nauðsynleg. Spenntir og til í næstu 5 tímana (með reyndar staupi og með því inn á milli!)

Mig hefur aldrei langað að taka í kylfuna og slá högg. Bara aldrei. Ekki nema í minigolfi, það er doldið gaman - í útlöndum sko þegar maður hefur ekkert annað að gera. Viggi er kominn vel á kaf í íþróttina en mig hefur ekki enn langað með. Þetta lítur eitthvað svo rólega og hægfara út, eins og fyrir gamalt fólk en samt er það unga fólkið sem heillast jafnt og hið eldra. Hvað er það sem orsakar það? Náttúran? Göngutúrinn? Ok, kikkið þegar maður hittir býst ég við. En hvað þá með óþolinmæðina í hægasta leik í heimi og suðuna í manni þegar maður hittir ekki? Þá myndi ég ábyggilega bara slá meðspilarana og brjóta kylfuna. Það sem ég er sem sagt að velta fyrir mér er af hverju ég hef ekki einu sinni áhuga á að prófa þetta. Gefa þessu sjéns? Mér finnst eins og mér verði að finnast þetta spennandi þar sem ALLIR eru að tala um golf og fara í golf og taka þátt í golfmótum og fara á námskeið og fá golfsett í afmælisgjöf og hanska í skóinn. Ætti ég að prófa? Kannski þegar ég nálgast fimmtugt og ég get ekki lengur klifrað eða motocrossast. Mig langar mun meira að gera það í stað golfa og ég held það sé bara ekki pláss fyrir meira í mínu lífi þessa dagana. En af því allir eru að spila og eru svo til í þetta, er ég farin að halda að þetta falli í sama afbrigðilega flokkinn hjá mér og það að finnast Lord of the rings svakalega leiðinlegar myndir...

laugardagur, ágúst 26, 2006

Smá meira brúðkaup 

Af því endurminningarnar eru svo skemmtilegar :)


HJÓNIN Sonja og Gestur


Begga beibs med flottan hjartaeyrnalokk


Maeja og Binni


Gunni Mar og Embla


Vilborg og Runar


Dr. Kolla og Aronsky


Og sidast en ekki sist US


Shit hvad vid erum geggjadar piur - fra vinstri til haegri ma sja Maeju, Vilborgu, Beggu, Sonju brudur, Erlu perlu, Kollu og Emblu. � myndina vantar eina i hopinn og thad er hun Eva Dis skvis sem var fjarri godu gamni i Monaco ad vinna fyrir rikan kall sem gefur henni engan sjens.

Gamla Gallupgellan ég 

Það er gaman að vera til þegar maður hittir gamla Gallupfélaga og jammar fram á nótt. Það gerðist s.s. í gærkvöldi þegar ég hitti mitt gamla Gallup sjálf í félögunum sem ég tjúttaði með fram undir morgun. Tilefnið var m.a. að kveðja góða Gallupvinkonu sem flytur senn til útlanda með börn og buru til að fara í nám. Þvílíka harkan þar á ferð og ég er strax búin að plana stelpuferð til Barcelona til að heimsækja hana. En ég get fullyrt það hér að ég ætla aldrei að hætta að djamma með Gallupfólkinu mínu. Birtist í hvaða partýi sem er og verð óþolandi boðsflenna sem poppar upp hér og þar og alls staðar. Því ég elska þau bara of mikið til að hitta þau aldrei - eða í mesta lagi í settlegum löns af og til. Og þar er ekkert trúnó og þar er ekkert ruglstuð og þar er enginn Gallupdjammhúmor. Ég er ennþá Gallupari í hjarta mínu þótt Nýherjinn sé þar einnig. Það er nú smá skitsó í okkur öllum er það ekki?


Sweet hearts - Jóna Karen, Sóley, Beta Barcelonafari, Vilborg Helga og ÉG

föstudagur, ágúst 25, 2006

Mánaðarafmælið 

Vera á sitt mánaðarlega afmæli í dag þann tuttugasta og fimmta. Um að gera að halda upp á litlu sigrana líka, það er svo gaman. Reyndar gerum við ekkert sérstakt í tilefni þessa afmælis nema knúsast extra mikið og kannski fá okkur ís.

Svo verður að skrá það að litla músin kann orðið fyrir nokkru síðan nokkra liti, rauðan, bláan, grænan, gulan, appelsínugulan og bleikan og telur upp að tuttugu. Og hana nú.

Annars er það að frétta að Vera fór í klippingu í gær og þegar hárgreiðslukonan sprautaði vatni á hárið á henni heyrðist í minni: Mamma, jigging inni! (rigning inni).

Vera var í baði áðan og lék sér við baðdótið sitt. Kallaði svo á mig og sagði: Mamma hákarlabaninn ekki med typpi, neeeeeeeiiii. Hún er s.s. nýbúin að eignast Hákarlasögu hehe.


Vera er FH-ingur og filar Actavis


Skofrikin Vera


Vera spair i spagettiinu - er ad laera a thetta


hvernig tredur madur tessu spagettii eiginlega upp i sig?


Vera anaegd med arangurinn!


slurp


Nammi namm


Vera vildi fara ad skura um daginn og verdi henni bara ad godu!


Vera ad leira med grettubrosid sitt goda

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Sumarið er búið 

Nú þegar sumarið er greinilega búið og það er rigning og grámyglulegt úti, er ekki úr vegi að hressa sig við og skoða myndir af litlum sætum krökkum spóka sig í sólinni í Stokkhólmi.

Þessar myndir eru s.s. síðan í sumar :)


Yo listen girl!

mánudagur, ágúst 21, 2006

Heppna ég 

Einn sólríkan dag í Stokkhólmi sat ég úti í garði hjá Dódó frænku og sleikti sólina og lék við litlu dýrin okkar. Þá var mér litið niður í grasið og augun staðnæmdust strax við fjögurra blaða smára. Sá fyrsti sem ég hef á ævinni fundið, enda ekkert sérlega mikið að eyða tíma í að leita að fjögurra blaða smárum úti á túni svona dagsdaglega. Ég týndi hann svaka glöð og fann heppnina streyma um mig þá þegar. Þegar mér varð aftur litið í grasið og sá strax annan góðan smára og það með FIMM blöðum! Ég auðvitað leitaði svo meira því ég var farin að halda að í Stokkhólmi yxu bara stökkbreyttir smárar en nei, allir hinir voru venjulegir þriggja blaða.

Ég þurrkaði þá og setti inn í bók og tók með mér heim til Íslands. Og svo gleymdi ég þeim og auðvitað týndi þeim. Svo birtist allt í einu annar um daginn, hálflaskaður en samt. Það var þessi fjögurra blaða. Og auðvitað mun enginn trúa sögunni af þeim fimmblaða! Dódó getur samt vitnað til um það! Ég hlýt að verða svakalega heppin, eða kannski var bara heppnin að finna hann aftur. Og hvað gerist svo?

Hvað er heppni? Skapar maður heppnina sjálfur eða er það einhver annar sem sér um að gera fólk heppið eða óheppið? Eru örlögin ráðin eða ræður maður einhverju? Ég trúi því nú að mestu að maður velji hlutina yfir sig, en svo er jú hægt að vera heppinn t.d. í happdrætti en ég er ekki viss um að sumir séu "heppnir" í ástum og aðrir ekki. Annað hvort er fólk að finna sig í hvort öðru eða ekki, en kannski er það heppni að maður finni einn af þeim réttu sem hentar manni, veit það ekki. Kannski henta manni milljónir manna og kannski ekki.

Heppni er kannski ekki rétt notað í málinu. Mikið ertu heppin með vinnuna þína, heppin að eiga Veru... er þetta heppni? Er þetta ekki bara fullt af vinnu og skipulagi og metnaði og brjálæði? Held það. En samt verð ég að segja að ég hef verið heppin í lífinu hehe, það er ekkert annað orð til yfir þetta. Dugnaður og áhrif annars fólks hefur mikil áhrif á leið manns í lífinu - þess vegna er maður kannski frekar heppinn. Þannig hlýtur heppni að vera afleiðing einhvers annars en pjúra loftkenndra örlaga.

Ég er heppin með að hafa komið tiltölulega heil undan klikkuðum skilnaði foreldranna og mikilli gelgju. Varla var það heppni að vera góð í sundinu því ég æfði eins og motherfucker 9x í viku en hver veit, kannski voru bara allir hinir óheppnir að vera lélegri en ég. Var ég heppin að hitta Vigga, en svo kannski ansi seig að halda í hann hehe? Heppin að hitta frábærar stelpur í MH þar sem fólk raðast random á borðin, en varla svo heppin að fá þýskuverðlaunin neeeeeeiiiin, óheppin eða kannski bara of fátæk til að komast ekki í útskriftarferðina með stelpunum til Tyrklands, heppin að fá tækifæri sem ég samt bjó til sjálf að komast til Sviss að vinna og brettast í Ölpunum. Heppin að berjast fyrir því að fá vinnu og standa mig í Gallup, heppin að eiga svona frábært barn sem ég berst með klóm og kjafti að verði ekki frekja dauðans og illa upp alið grey.

Já, heppin eða ekki. Á næstunni er margt að gerast. Rándýr húsbygging þar á meðal og kannski þýðir þetta að okkur muni farnast það verkefni vel úr hendi og við munum alla vega ekki tapa á framkvæmdunum. Að Veru eigi eftir að ganga vel í leikskólanum og vera ánægt barn. Að ég muni skara fram úr í vinnunni og Viggi fái draumasmiðsverkefnið sitt hvað sem það nú er. Að allar skuldir hverfi og við förum í brettaferð næsta vetur. að ástin blómstri. En varla vökvar heppnin okkur samt.

Hvað sem þetta þýðir ætla ég nú að geyma smárann. Hann á að boða lukku og það skal hann gera. Með elju minni og aðstoð.


heppnin min i fostu formi

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Irena og Frú Sonja 

Þá er hún Sonja vinkona orðin FRÚ. Hún og Gestur giftu sig í gær og mín að sjálfsögðu í brúðkaupinu sem var svakalega gaman. Brúðkaup eru náttlega æðisleg og hvað þá þegar bestu vinir manns eru að gifta sig. Það voru þvílíkir tónleikar í kirkjunni og öllu tjaldað til í veislunni á Loftleiðum. Og myndbandið sem ég er búin að lllliiiigggja yfir sló að sjálfsögðu í gegn. Eins gott, annars hefði ég nú bara farið að grenja. Þá erum við orðnar 3 giftar og virðulegar í þessum vinkvennahóp og 5 eftir...

Fyrir brúðkaupið fórum við í skírn í sömu kirkju, (vorum s.s. bara í Grafarvogskirkju í gær!) og það var líka yndislegt. Litla daman Hilla og Óskar var skírð því fallega nafni Irena. Það þýðir friður í biblíufræðunum (á grísku skilst mér).

Vera missti af þessu öllu en hún var í pössun uppi í sumó hjá afa Sigga og ömmu Jónu og fílaði sig vel. Og við hjónin (ennþá mjög skrýtið að segja hjónin um mig sjálfa...) fíluðum það líka að djamma út í eitt og sofa út og vera barnlaus í smá tíma. Þegar Vera svo kom tilbaka núna í kvöld úr 2 sólarhringa pössun fannst mér hún orðin svo stór og flott eitthvað hehe, svo langt síðan ég sá hana síðast!
Crazy mama.


Hjonin Sonja og Gestur


Irena (med iiiiiii-i), Hilli og Osk

Stelpuvæl 

Eftir menntaskóla tók ég STRONG prófið til að átta mig á hvar ég ætti nú heima menntunar- og starfslega séð í lífinu. Í fyrsta sæti kom að það hentaði mér vel að verða herforingi. Ok, foringi kannski en alla vega ekki hermaður. Ég komst að því um helgina þegar ég fór á skrall með nýju vinnufélögunum, að ég er afleitur hermaður og skelfileg skytta.

Planið var að hrista ákveðinn hóp saman í herferð sem nú gengur yfir. Þar sem langmestur meirihluti starfsfólksins í þessari grúppu eru karlmenn var ákveðið að fara í leikinn M16 uppi í sveit. Ég spurði Vigga sem hefur áður farið í þennan leik hvort honum hafi fundist gaman. Og já, það fannst honum. Ég spurði hann svo hvort hann héldi að mér myndi finnast þetta gaman og þá svaraði hann: "Jaaaa...já...en þú ert náttúrulega stelpa". Ég móðgaðist pínu og ætlaði sko að sanna og sýna að ég væri engin girlígirl sem gæti ekkert sem strákar geta og allt það. Þótt ég hefði farið meira í hollíhú og barbí heldur en löggu og bófa þegar ég var lítil gæti ég þetta nú alveg. Sem sagt setti upp tsöfaragrímuna og ætlaði sko að sanna mig.

Ok, ég var tilbúin. Fann blóðbragðið í munninum, þyrst í aksjón og til í læti. Mér finnst jú svaka gaman að leika mér en gamanið kárnaði fljótt þegar ég uppgötvaði mér til mikillar undrunar hvað ég var í alvöru drrrrruuulluléleg í þessu. Strákarnir voru að henda sér og þvílíkt að fórna sér, bíðandi ofaní gjótum, veltandi sér í skjól og með eitthvað háþróað lögguogbófakerfi til að drepa óvininn. Þeir voru sveittir og illa lyktandi og gáfu frá sér tarsanhljóð þegar þeir unnu. Ég stóð hins vegar stjörf eins og staur, var of illt í hnjánum til að beygja mig mikið niður svo það skein víst ansi vel í skærgrænan hjálminn minn sem gerði mig að þokkalega easy target. Ég sleppti því að henda mér og velta mér því ég tók ekki sjéns á að meiða mig og fá trjágrein í augað. Og glætan að ég hefði þolinmæði í að bíða á einhverjum leynistað eftir því að óvinurinn hlypi framhjá til að fá færi á honum. Ég sótti stíft og gaf mig alla í þetta (á mínum forsendum greinilega!) en mín 10 líf voru ansi fljót að klárast. Ég hafði 500 skot til afnota í hverjum leik en notaði mest heil 62! SEXTÍUOGTAAAVÖ! Var gjörsamlega rasskellt þarna á beran bossann og það sauð í keppnisskapinu í minni...alveg þangað til ég var búin að opna kaldan bjórinn þá var aftur attílæ.

Ég er kona og verð aldrei annað. Maður getur þóst og reynt og haldið eitthvað annað og allt það en testóið í mér er greinilega bara ekki í það miklu magni að ég gæti nokkurn tímann unnið M16. Og það er ekki mér að kenna - skaparinn sá til þess. Andskxxxxx!

föstudagur, ágúst 18, 2006

LeikskólaVera 

Vera er nú hætt hjá dagmömmunum og komin á leikskóla. Hjalli er hennar staður í dag og hún talar ekki um annað en Hjalla og hana Bryndísi leikskólakennarann sinn. Það er æðisleg tilfinning að vita af henni þarna. Í skipulögðu þroskandi starfi. Hún er svo löngu tilbúin í það litla daman. Hjallastefnan er líka svo heillandi. Deildirnar eru kynjaskiptar með það fyrir augum að stúlkna- og drengjamenning sé það ólík að börnin fái sín best notið á þennan hátt. Umburðarlyndi og virðing eru lykilorð og allir eru jafnir og þar koma skólabúningarnir m.a. inn. Það eru engin leikföng því stefnan byggir á því að ímyndunaraflið fái notið sín í opnum leik. Ég finn það strax að Vera á svo sannarlega eftir að njóta sín þarna.

Vera svaf með enga bleyju í fyrsta sinn í nótt og vaknaði alveg þurr. Þetta er þá sem sagt alveg komið hjá henni. Hún vildi reyndar ekki fara að sofa í gærkvöldi og var með einhverja stæla og brá þá á það ráð að vera púki og klæddi sig úr öllum fötunum og pissaði á sængina sína. Kallaði svo á mig og tilkynnti mér að hún þyrfti að fara fram!

Svo er það eitt gott af henni Veru hér í lokin. Fórum í sund um daginn og við vorum í heitapottinum þegar mín benti á karlmann sem þar sat, sem var með tattú á hendinni, og sagði svakalega hissa með galopin augu: „Ó, nei! Búi teikna á hann!"

Já, lífið er verulega yndislegt!


Vera í berjamó uppi í Ásfjalli

föstudagur, ágúst 11, 2006

Talandi VERA á koppnum 

Vera byrjaði að pissa í koppinn þegar við vorum úti í Stokkhólmi, þá rétt að verða tveggja ára. Hún var að herma eftir Skarpa frænda og átti auðvelt með að segja til. Eitthvað sem ég fattaði ekki fyrr en hún byrjaði að apa eftir stóra frænda (hann er sko 2 vikum eldri!).
Svo núna fer hún bleyjulaus til dagmammanna og tilkynnir mér ætíð hátt og snjallt að hún sé búin að pissa í bleyjuna ef hún er með bleyju, til dæmis eftir lúr. Eins segir hún mér frá hverju einasta prumpi sem kemur og sest oft á koppinn til að prumpa, tilkynnir mér það svo voða stolt og vill fá hrós. Sæta múslan!

Vá, þetta er sko fullorðinsmerki. Daman að hætta á bleyju, bara trúi því varla.
Svo er hún svakalega dugleg að tala og talar mikið. Kann ótrúlegustu orð eins og kóngulóarvefur, sláttuvél og dreyma. Eitthvað sem ég hef ekki verið að kenna henni eða tekið eftir að við séum sérstaklega að hugsa um. En hún veit og kann nú meira en maður heldur. Hún syngur mjög mikið með mér og kann að syngja nokkur lög alveg sjálf. Það er alveg sætt og stundum vandar hún sig svo að syngja tóninn að litli munnurinn herpist saman í hring, augun hallast aftur og nasavængirnir þenjast út. Svo er bara að sjá með tímanum hvort daman haldi lagi!

Vera er einnig loks orðin VERA, með ekta eRRi og allt. Fyrst var hún Lala, svo Lella, svo Nenna, þá Jeijja og svo Vea í nokkra daga áður en hún verð alveg VERA rétt tæpri viku eftir 2 ára afmælið sitt. Það kom bara allt í einu án nokkurrar heimaæfingar. Frændi hennar spurði hana hvað hún héti og hún hugsaði sig um í stutta stund áður en hún sagði sposk: Vea - sem varð svo VeRa nokkrum dögum síðar. Gaman! Svo segir hún nú iðulega "jább og jahá", í stað já, og "nauts eða nehei" í stað nei sem er óneitanlega soldið fyndið.

Hér koma nokkur nýleg gullkorn sem mig langar að skrá niður áður en ég gleymi þeim:

Ég var að lesa bók fyrir Veru um Emmu. Emma datt úr trénu eins og allir vita og ég er eitthvað að reyna að einfalda söguna svo að Vera skilji hana betur og segi að Emma hafi fengið ó ó á hausinn. Þá segir Vera: Nei mamma, Emma meiddi sig og ó ó á ennið". Já, um að gera að hafa þetta nákvæmt...

Vera er nýbyrjuð að borða epli og vill helst bíta beint í eplið. Hún tók bita um daginn, horfði svo rannsakandi augum á eplið, benti á miðjuna á því þar sem pinninn stendur upp úr og sagði hissa: "Mamma, gat á eplinu!"

Mamman var að taka sjálfsmynd af sjálfri sér og Veru og sýndi henni myndina. Þá sagði Vera: "Mamma og Vera vinkonur" oooooo... þetta bræddi alveg hjartað.

Vera fór í sund með pabba sínum og benti á mann í sturtunni og sagði: "Pabbi, thessi majur líka alsberulingur".

Vera hugsar afar vel um dúkkurnar sínar. Þvílíkir mömmutaktar þar á bænum. Hún er s.s. löngu byrjuð í mömmó, pakkar dúkkunum vel inn, sussar þær í svefn og segir svo við mig:"sssssss mamma, dukka sofandi". Dúkka er svo ennþá vaknAÐUR...

Vera er byrjuð að búa til sína eigin brandara, eða reyna að vera fyndin. Við vorum á leið í afmæli og ég sagði henni að afmælisbarnið hún Tinna væri 6 ára. Þá sagði vera lúmsk á svipin: "Mamma, Vera sjö ára - neeeeeiiits, Vera grínast - Vera pata mammu!" heheheheheheheeh - hún er sem sagt húmoristi líka!


sæta músin a koppnum


einbeitt a koppnum


gjugg

Ég elska þig 

Ég er að standa mig í vinnunni. Og þar er gaman að vera. Sérstaklega á dögum eins og í dag þegar maður fær óvæntan glaðning. Dagsdaglega fæ ég fullt af símtölum þar sem fólk biður mig um að kaupa af sér auglýsingar og styrkja það með ýmsum hætti. Ég er orðin góð í að segja nei og elska að segja já. Fíla það að hafa völdin hehe.

Í dag fékk ég símtal frá ónefndum aðila á blaði hér í bæ sem ég þekki ekki neitt. Hann vildi fá mig til að auglýsa. Við ræddum saman stundarkorn og um hitt og þetta fleira en auglýsingar, eins og Hafnarfjörð, KR og blaðalestur of course. Á endanum fékk ég sent tilboð í birtingu á auglýsingu frá honum (sem ég reyndar las ekki því ég sagði NEI) og því fylgdi frumsamið ljóð! Fyrsta og eina ástarljóðið sem ég hef fengið sérstaklega til mín um ævina. Og það frá ókunnugum manni. Tja, tja.
Ok, það er ekki samið sérstaklega til mín en sóóóó!

Sjálf hef ég samið nokkur ástarljóð, enda með eindæmum dramatísk og væmin týpa. Áhugamál: Semja ljóð. Nei, án gríns hef ég gaman af góðum texta og flottum skáldskap. Og væmið - eh, já takk!
Jamms..

En hér kemur þetta flotta ástarljóð sem lífgaði upp á daginn minn. Ég var ein í deildinni í vinnunni í dag þar sem allir eru í fríi og ég hló eins og vitleysingur upphátt. Fékk svo gæsahúð og endaði snöktandi.
Ég elska ykkur líka.

Þú

Þú ert jörðin, þú ert sólin, þú ert allt sem er,
Þú ert hafið og skýin og birtan í brjósti mér.
Þú ert líf mitt allt – það er ætlað þér.
Í huga mér ertu. Hvort sem ég kem eða fer.

Þú gefur mér tilgang og trú og vilja
Þú gefur mér líf – sem ég reyni ekki að skilja.
Þú gefur mér stundir – sem orna og ylja.
Þú ert vallarins fegursta lilja.

Þú ert vinur og kona, sem ert mér svo kær,
Þú ert kvöldsvalans ljúfasti blær.
Þú ert svo falleg, svo hrein og svo tær,
Þig vil ég ávallt hafa mér nær.

Þú vekur mér væntingar, vekur minn hug,
Þú vekur mitt þor, minn vilja og dug.
Þú vísa kannt depurð og drunga á bug,
Þú draumum og þrám mínum kemur á flug.

Þú ert uppspretta alls, þú ert innblástur minn,
Þú ert allt sem ég veit, þú ert allt sem ég finn.
Frá því ég sá þig – í alfyrsta sinn,
Frá þeirri stundu, ég verið hef þinn,

Þú huggar og hvetur, þú þerrar mín tár,
Þú vermir og læknar mín hjartans sár,
Þú ert mínar vonir, - þú ert mínar þrár.
Þig mun ég elska – öll ókomin ár.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Verzló 

Ég braut sumareiðinn minn um helgina um að gista ekki í tjaldi þetta sumarið sökum nenniþvíbaraþokkalegaekki.

Ég gisti sem sagt í tjaldi um verzló. Og það á útihátíð og allt. Í EINA nótt og það var alveg nóg. Vaknaði sveittheit, mygluð, illa sofin, dofin í mjaðmabeininu út af hörðu dýnunni og líka smá blaut út af rigningunni og af því ég klesstist upp við tjaldið því Vera Víglunds svaf náttlega þvert á alla aðra tjaldmeðlimi. Við vorum líka 3 í 1-2 manna litlu kúlu-göngutjaldi, svo kannski var þetta ekki alveg að marka. Þetta var alls ekki planað en litla tjaldinu var hent í skottið á síðustu stundu svona EF. En ég fílaði mig þokkalega vel og svona ísígóing túrista í litla kúlutjaldinu innan um öll fellihýsing og hjólhýsabílatrukkana. Þetta er jú spurning um að vera í tengslum við náttúruna (eh, talið við mig þegar ég á orðið eitt stykki tjaldvagn one day...)

Á Sigló var fínt að vera. Rólegheit og gaman í senn. Fallegur fjörður jafn sumar sem vetur. Var þarna síðast á snjóbretti í góðu færi fyrir nokkrum árum. Ólafsfjörður var líka heimsóttur en þar býr einn bróðir eiginmannsins. Vera naut sín vel með krökkunum þeirra og ég uppgötvaði það þessa helgi að ég á næstum því sjálfstætt fullorðið smábarn sem getur bara leikið sér úti með stóru krökkunum fram til miðnættis án vandræða. Jahérna hér. Þvílíkt frelsi. Vera var svo dolfallin eins og foreldrarnir yfir motocrosskeppni á Akureyri sem og náttúrubústinu Goðafossi. Á Mývatni var svo annar lítill brósi og fjölskylda og líka fullt af sól og flugum. Mann skortir alla vega ekki próteinið eftir þá ferð. Fyrsta en vonandi ekki sú síðasta fjallganga sumarsins var tekin þar upp á Vindbelg og var það auðveldur sigur. Meira að segja Vera flaut með upp í bakpokanum sínum og sofnaði á leiðinni í þægilegum hossingnum. Ferðinni lauk svo með því að krúsa krosskántríinum yfir Kjöl. Og hver segir svo að Volvóar séu ekki tsöfarar???

Sumarfríið er á enda en sumarið ekki.

P.s. linkurinn á myndir úr afmæli Veru er orðinn virkur.
Kv,
Erla fljótfæra.


A Myvatni


Natturuboost


Ulfhildur og Helga Hlin


Timid a leid upp a Vindbelg


Vera a sinni fyrstu utihatid...(æj, thetta var nú ekki fallegt af mér hehe...)


Fidrildastelpan min


Vera og Helgi Mar fraendi a Olafsfirdi


Volvo er vist kjul

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Gardenpartý Veru Víglunds 

Vera Víglunds bauð í afmælispylsupartý og meððí á þriðjudaginn var. Þetta var sólríkur sumardagur og var partýið haldið úti í garði, sem hentaði alveg ágætlega þar sem um 50 manns sýndu sig í blíðunni. Krakkarnir fengu uppreisn æru í hoppukastalanum á meðan fullorðna fólkið lét fara vel um sig í blíðunni. Heimalagaða rabbabarapæið (úr garðinum að sjálfsögðu) sló í gegn og það er orðið staðreynd að ég verð æ húsmóðurslegri með hverju árinu sem líður. Maður þorir bara varla að hugsa til þessð hvað verður eiginlega á boðstólum í 10 ára afmæli Verunnar hehe.

Myndirnar tala sínu máli, en þetta var ólýsanlega flottur dagur, og ég þurfti ekki einu sinni að ryksuga heimilið þar sem engum datt í hug svo mikið sem kíkja inn úr blíðunni. Frekar næs. Panta svona dag aftur að ári.


Veifandi Vera

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Sumarið er tíminn 

Ég kom í fyrsta sinn til Stykkishólms um helgina og líkaði vel. Eins æðislegt og Snæfellsnesið er er þetta með eindæmum krúttlegur bær. Eða þorp. Það er alveg spurning um að ná sér í eitt stykki sumarhús þarna þegar árin eru farin að færast yfir. Gamalt hús sem smiðurinn minn getur dúllað sér við að gera upp. Svo sé ég um að setja villt blóm í vasa og baka pæ. Svo myndi maður eiga ágætan jeppa í innkeyrslunni til að leika sér á og vélsleða í skúrnum til að krúsa á jöklinum. Og auðvitað nýjustu brettagræjurnar líka. Og ekki má gleyma mótorkrosshjólum til að fá adrenalínið af stað svona á elliárum. Svo væri ég búin að fara á ljósmyndanámskeið og ætti svakalega fína myndavél og léki mér að því í frístundum að taka myndir af brjálæðislega flottri náttúrunni á nesinu.

En ókey, það eru nokkurhundruðár í þetta. Ég upplifði þó eitthvað svipað þessu um helgina þar sem við gistum í krúttlegu húsi, Volvó-fjölskyldujeppinn okkar stóð sig afar vel á þjóðveginum, ég tók fullt af myndum á hálfbiluðu myndavélina mína, týndi blóm í krans fyrir Veruna, fór upp á jökul og lék mér á brettinu. Fékk þvílíka náttúruinnspítingu sem ég lifi lengi á. Oh, það er svo góð tilfinning. Og fiðringurinn í maganum þegar maður þeysist niður jökulinn á brettinu... íha!

En sá einhver brettagelluna Erlu-perlu í blaðinu um helgina? sjúff, maður er jú ekki frægur fyrir ekki neitt - nema að hafa mætt á tónleika á Nasa fyrir helgina síðustu og smælað framaní sæta ljósmyndarann. Ég fer nú ekki oft á tónleika (af hverju leyfir maður sér það ekki oftar og borðar bara spagettí með tómatsósu í heila viku í staðinn eða eitthvað (ha, kaupa einu skópari minna?? ... eh, neeeeiii....!) en er nú nýbúin með tvö stykki. Aðrir voru hinir æðislegustu tónleikar með Emiliönu Torrini og Belle & Sebastian og svo skellti öll fjölskyldan sér ásamt vinum og öðrum 40 þúsund borgarbúum á SigurRós á Miklatúni. Það var þvílíkt kósí. Íslenskt pikknikk seint á sunnudagskvöldi í hita og næstumþvísól, hlustandi á seiðandi söng sem lætur mann líða eins og í öðrum heimi.

En ég fíla samt alvöruheiminn minn núna. Svo mikið skemmtilegt búið að eiga sér stað. Og enn allt að gerast, sumarið er finnst mér á hápunkti og margt framundan eins og afmæli nr. 2 hjá fröken Veru Víglunds á morgun, ferð norður um verzló, gæsun, brúðkaup, fjallganga (ég skal!), annað partý, annað brúðkaup og annað partý...!

Sumarið er svo sannarlega tíminn þegar hjartað verður grænt og þegar mér líður best.


Vera verður afmælisstelpa aftur á morgun :)


Á röltinu í Stykkishólmi


Uppi á Stykki í Stykkishólmi


Einhvern tímann (hva, er það ekki alveg nógu nákvæmt markmið??) ætla ég upp á Kirkjufellið


Svona krúttleg var stemmningin á Grundarfirði, en þar hittum við á hina árlegu bæjarhátíð Grundfirðinga


Vera hafði mikinn áhuga á vörðum hér og þar á leiðinni og bætti Verulega í þær margar


Veifað á Búðum


Reynt að róla á Arnarstapa (eitthvað annað veðrið þessa helgi heldur en á sama stað í fyrra - úff! Sjá blogg um útilegu dauðans hér! - Útilegan rosalega 5. júlí)


´Striplast í sól og sumri á Arnarstapa


The family á leið upp á jökul


Náttúrufílingur


Vera á toppnum


Brettatöffarar með meiru


Upp með troðaranum


MÍN þeystist niður jökulinn með fiðrildi í maganum... ahhhhhhh

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker