<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Verzló 

Ég braut sumareiðinn minn um helgina um að gista ekki í tjaldi þetta sumarið sökum nenniþvíbaraþokkalegaekki.

Ég gisti sem sagt í tjaldi um verzló. Og það á útihátíð og allt. Í EINA nótt og það var alveg nóg. Vaknaði sveittheit, mygluð, illa sofin, dofin í mjaðmabeininu út af hörðu dýnunni og líka smá blaut út af rigningunni og af því ég klesstist upp við tjaldið því Vera Víglunds svaf náttlega þvert á alla aðra tjaldmeðlimi. Við vorum líka 3 í 1-2 manna litlu kúlu-göngutjaldi, svo kannski var þetta ekki alveg að marka. Þetta var alls ekki planað en litla tjaldinu var hent í skottið á síðustu stundu svona EF. En ég fílaði mig þokkalega vel og svona ísígóing túrista í litla kúlutjaldinu innan um öll fellihýsing og hjólhýsabílatrukkana. Þetta er jú spurning um að vera í tengslum við náttúruna (eh, talið við mig þegar ég á orðið eitt stykki tjaldvagn one day...)

Á Sigló var fínt að vera. Rólegheit og gaman í senn. Fallegur fjörður jafn sumar sem vetur. Var þarna síðast á snjóbretti í góðu færi fyrir nokkrum árum. Ólafsfjörður var líka heimsóttur en þar býr einn bróðir eiginmannsins. Vera naut sín vel með krökkunum þeirra og ég uppgötvaði það þessa helgi að ég á næstum því sjálfstætt fullorðið smábarn sem getur bara leikið sér úti með stóru krökkunum fram til miðnættis án vandræða. Jahérna hér. Þvílíkt frelsi. Vera var svo dolfallin eins og foreldrarnir yfir motocrosskeppni á Akureyri sem og náttúrubústinu Goðafossi. Á Mývatni var svo annar lítill brósi og fjölskylda og líka fullt af sól og flugum. Mann skortir alla vega ekki próteinið eftir þá ferð. Fyrsta en vonandi ekki sú síðasta fjallganga sumarsins var tekin þar upp á Vindbelg og var það auðveldur sigur. Meira að segja Vera flaut með upp í bakpokanum sínum og sofnaði á leiðinni í þægilegum hossingnum. Ferðinni lauk svo með því að krúsa krosskántríinum yfir Kjöl. Og hver segir svo að Volvóar séu ekki tsöfarar???

Sumarfríið er á enda en sumarið ekki.

P.s. linkurinn á myndir úr afmæli Veru er orðinn virkur.
Kv,
Erla fljótfæra.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker