<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Stelpuvæl 

Eftir menntaskóla tók ég STRONG prófið til að átta mig á hvar ég ætti nú heima menntunar- og starfslega séð í lífinu. Í fyrsta sæti kom að það hentaði mér vel að verða herforingi. Ok, foringi kannski en alla vega ekki hermaður. Ég komst að því um helgina þegar ég fór á skrall með nýju vinnufélögunum, að ég er afleitur hermaður og skelfileg skytta.

Planið var að hrista ákveðinn hóp saman í herferð sem nú gengur yfir. Þar sem langmestur meirihluti starfsfólksins í þessari grúppu eru karlmenn var ákveðið að fara í leikinn M16 uppi í sveit. Ég spurði Vigga sem hefur áður farið í þennan leik hvort honum hafi fundist gaman. Og já, það fannst honum. Ég spurði hann svo hvort hann héldi að mér myndi finnast þetta gaman og þá svaraði hann: "Jaaaa...já...en þú ert náttúrulega stelpa". Ég móðgaðist pínu og ætlaði sko að sanna og sýna að ég væri engin girlígirl sem gæti ekkert sem strákar geta og allt það. Þótt ég hefði farið meira í hollíhú og barbí heldur en löggu og bófa þegar ég var lítil gæti ég þetta nú alveg. Sem sagt setti upp tsöfaragrímuna og ætlaði sko að sanna mig.

Ok, ég var tilbúin. Fann blóðbragðið í munninum, þyrst í aksjón og til í læti. Mér finnst jú svaka gaman að leika mér en gamanið kárnaði fljótt þegar ég uppgötvaði mér til mikillar undrunar hvað ég var í alvöru drrrrruuulluléleg í þessu. Strákarnir voru að henda sér og þvílíkt að fórna sér, bíðandi ofaní gjótum, veltandi sér í skjól og með eitthvað háþróað lögguogbófakerfi til að drepa óvininn. Þeir voru sveittir og illa lyktandi og gáfu frá sér tarsanhljóð þegar þeir unnu. Ég stóð hins vegar stjörf eins og staur, var of illt í hnjánum til að beygja mig mikið niður svo það skein víst ansi vel í skærgrænan hjálminn minn sem gerði mig að þokkalega easy target. Ég sleppti því að henda mér og velta mér því ég tók ekki sjéns á að meiða mig og fá trjágrein í augað. Og glætan að ég hefði þolinmæði í að bíða á einhverjum leynistað eftir því að óvinurinn hlypi framhjá til að fá færi á honum. Ég sótti stíft og gaf mig alla í þetta (á mínum forsendum greinilega!) en mín 10 líf voru ansi fljót að klárast. Ég hafði 500 skot til afnota í hverjum leik en notaði mest heil 62! SEXTÍUOGTAAAVÖ! Var gjörsamlega rasskellt þarna á beran bossann og það sauð í keppnisskapinu í minni...alveg þangað til ég var búin að opna kaldan bjórinn þá var aftur attílæ.

Ég er kona og verð aldrei annað. Maður getur þóst og reynt og haldið eitthvað annað og allt það en testóið í mér er greinilega bara ekki í það miklu magni að ég gæti nokkurn tímann unnið M16. Og það er ekki mér að kenna - skaparinn sá til þess. Andskxxxxx!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker