<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Rokk og ról 

Ég vakti nú ekki í fyrrinótt til að kjósa hann Magna OKKAR en varð voða ánægð yfir því að sjá hversu vel svona þjóðarátak getur virkað. Greinilega hversu ómerkilegt sem það er. Þetta er það góða við lítil samfélög, maður getur verið viss um að ef það brennur ofan af manni eða ef maður lendir óvænt í Rokkstjörnukeppni úti í heimi að þá getur landinn staðið við bakið á manni sé þörf á því. Og oft var þörf en nú var nauðsyn, Magni var alveg við það að detta úr keppninni en varð skyndilega með flest atkvæði. Alveg æðislega frábært og meiriháttar að vera Íslendingur í dag. En án gríns þá stend ég með Magna þótt ég sé ekki tilbúin að missa svefn yfir því til að hann vinni. Enda finnst mér hann ekki vera sá rétti fyrir þessa subbuhljómsveit. Og þótt ég sé nokkuð mikill tsöfari inní mér þá skil ég ekki hvernig þessar rokkarapíur sem eru í keppninni geta hugsað sér að vera í bandi með Tommy Lee! Úff, sá súri haus - jakk! En hann kann að spila á trommur og ég viðurkenni það að það er jú alveg þó nokkuð sjarmerandi...en kannski aaaaaðeins of mikið af tattúum þótt ég fíli þau nú líka og er alltaf á leiðinni að fá mér eitt.

Annars vil ég bara óska sjálfri mér til hamingju með fyrstu greinarskrifin í það virta blað Viðskiptablaðið. Verkefnastjóri Markaðsdeildar Nýherja hún Erla Sigurðardóttir var að tala um 25 ára afmæli einkatölvunnar og gerði það með glæsibrag, veeeeeiiii.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker