föstudagur, ágúst 18, 2006
LeikskólaVera
Vera er nú hætt hjá dagmömmunum og komin á leikskóla. Hjalli er hennar staður í dag og hún talar ekki um annað en Hjalla og hana Bryndísi leikskólakennarann sinn. Það er æðisleg tilfinning að vita af henni þarna. Í skipulögðu þroskandi starfi. Hún er svo löngu tilbúin í það litla daman. Hjallastefnan er líka svo heillandi. Deildirnar eru kynjaskiptar með það fyrir augum að stúlkna- og drengjamenning sé það ólík að börnin fái sín best notið á þennan hátt. Umburðarlyndi og virðing eru lykilorð og allir eru jafnir og þar koma skólabúningarnir m.a. inn. Það eru engin leikföng því stefnan byggir á því að ímyndunaraflið fái notið sín í opnum leik. Ég finn það strax að Vera á svo sannarlega eftir að njóta sín þarna.
Vera svaf með enga bleyju í fyrsta sinn í nótt og vaknaði alveg þurr. Þetta er þá sem sagt alveg komið hjá henni. Hún vildi reyndar ekki fara að sofa í gærkvöldi og var með einhverja stæla og brá þá á það ráð að vera púki og klæddi sig úr öllum fötunum og pissaði á sængina sína. Kallaði svo á mig og tilkynnti mér að hún þyrfti að fara fram!
Svo er það eitt gott af henni Veru hér í lokin. Fórum í sund um daginn og við vorum í heitapottinum þegar mín benti á karlmann sem þar sat, sem var með tattú á hendinni, og sagði svakalega hissa með galopin augu: „Ó, nei! Búi teikna á hann!"
Já, lífið er verulega yndislegt!

Vera í berjamó uppi í Ásfjalli
Vera svaf með enga bleyju í fyrsta sinn í nótt og vaknaði alveg þurr. Þetta er þá sem sagt alveg komið hjá henni. Hún vildi reyndar ekki fara að sofa í gærkvöldi og var með einhverja stæla og brá þá á það ráð að vera púki og klæddi sig úr öllum fötunum og pissaði á sængina sína. Kallaði svo á mig og tilkynnti mér að hún þyrfti að fara fram!
Svo er það eitt gott af henni Veru hér í lokin. Fórum í sund um daginn og við vorum í heitapottinum þegar mín benti á karlmann sem þar sat, sem var með tattú á hendinni, og sagði svakalega hissa með galopin augu: „Ó, nei! Búi teikna á hann!"
Já, lífið er verulega yndislegt!

Vera í berjamó uppi í Ásfjalli
Comments:
Skrifa ummæli