fimmtudagur, ágúst 03, 2006
Gardenpartý Veru Víglunds
Vera Víglunds bauð í afmælispylsupartý og meððí á þriðjudaginn var. Þetta var sólríkur sumardagur og var partýið haldið úti í garði, sem hentaði alveg ágætlega þar sem um 50 manns sýndu sig í blíðunni. Krakkarnir fengu uppreisn æru í hoppukastalanum á meðan fullorðna fólkið lét fara vel um sig í blíðunni. Heimalagaða rabbabarapæið (úr garðinum að sjálfsögðu) sló í gegn og það er orðið staðreynd að ég verð æ húsmóðurslegri með hverju árinu sem líður. Maður þorir bara varla að hugsa til þessð hvað verður eiginlega á boðstólum í 10 ára afmæli Verunnar hehe.
Myndirnar tala sínu máli, en þetta var ólýsanlega flottur dagur, og ég þurfti ekki einu sinni að ryksuga heimilið þar sem engum datt í hug svo mikið sem kíkja inn úr blíðunni. Frekar næs. Panta svona dag aftur að ári.

Veifandi Vera
Myndirnar tala sínu máli, en þetta var ólýsanlega flottur dagur, og ég þurfti ekki einu sinni að ryksuga heimilið þar sem engum datt í hug svo mikið sem kíkja inn úr blíðunni. Frekar næs. Panta svona dag aftur að ári.

Veifandi Vera
Comments:
Skrifa ummæli