<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Golfkonan ég... 

...eða þannig.

Ég eyddi föstudeginum í vinnunni í að koma af stað golfmóti úti í sveit. Ég sem spila ekki einu sinni golf og skil hvorki hvað fugl né fiskur (eða örn eða hvað það nú er) í þeim efnum. En það tókst. Fínu viðskiptavinirnir okkar mættu allir í nýjum sjæní golfskóm og í sérstökum golffötum sem eru ábyggilega voða nauðsynleg. Spenntir og til í næstu 5 tímana (með reyndar staupi og með því inn á milli!)

Mig hefur aldrei langað að taka í kylfuna og slá högg. Bara aldrei. Ekki nema í minigolfi, það er doldið gaman - í útlöndum sko þegar maður hefur ekkert annað að gera. Viggi er kominn vel á kaf í íþróttina en mig hefur ekki enn langað með. Þetta lítur eitthvað svo rólega og hægfara út, eins og fyrir gamalt fólk en samt er það unga fólkið sem heillast jafnt og hið eldra. Hvað er það sem orsakar það? Náttúran? Göngutúrinn? Ok, kikkið þegar maður hittir býst ég við. En hvað þá með óþolinmæðina í hægasta leik í heimi og suðuna í manni þegar maður hittir ekki? Þá myndi ég ábyggilega bara slá meðspilarana og brjóta kylfuna. Það sem ég er sem sagt að velta fyrir mér er af hverju ég hef ekki einu sinni áhuga á að prófa þetta. Gefa þessu sjéns? Mér finnst eins og mér verði að finnast þetta spennandi þar sem ALLIR eru að tala um golf og fara í golf og taka þátt í golfmótum og fara á námskeið og fá golfsett í afmælisgjöf og hanska í skóinn. Ætti ég að prófa? Kannski þegar ég nálgast fimmtugt og ég get ekki lengur klifrað eða motocrossast. Mig langar mun meira að gera það í stað golfa og ég held það sé bara ekki pláss fyrir meira í mínu lífi þessa dagana. En af því allir eru að spila og eru svo til í þetta, er ég farin að halda að þetta falli í sama afbrigðilega flokkinn hjá mér og það að finnast Lord of the rings svakalega leiðinlegar myndir...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker