<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 28, 2006

Hamingjan sanna 

Ég keypti mér hamingju í gær.
Það er alveg ótrúlegt hvað ferð í IKEA getur gefið manni á rigningardögum. Ég keyrði bara minn Volvó í Ikea og fann hamingjuna í fallegri hönnun og skreytti sálartetrið með smáhlutum eins og ilmkertum og dúlleríi. Svo þegar ég kom heim var þetta fullkomnað því ekkert af því sem ég keypti var óþarfi! Blái lampinn í stíl við nýju blágrænu maurana mína og nýju púðarnir og púðaverin voru alveg ídeal í sjónvarpsherbergið, bæði fyrir bakið og til að poppa upp lúkkið.

Það liggur reyndar ósamsettur skápur á miðju gólfinu hjá mér sem ég veit ekki alveg hvert á að fara og buddan er nokkuð fátækari en áður en hvað um það. Það er alveg ótrúlegt hvað skrepp í Ikea getur kostað marga peninga. En eins og ég sagði þá kostar hamingjan bara seðil á svona dögum og mikið er ég glöð í dag!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker