<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 26, 2006

Gamla Gallupgellan ég 

Það er gaman að vera til þegar maður hittir gamla Gallupfélaga og jammar fram á nótt. Það gerðist s.s. í gærkvöldi þegar ég hitti mitt gamla Gallup sjálf í félögunum sem ég tjúttaði með fram undir morgun. Tilefnið var m.a. að kveðja góða Gallupvinkonu sem flytur senn til útlanda með börn og buru til að fara í nám. Þvílíka harkan þar á ferð og ég er strax búin að plana stelpuferð til Barcelona til að heimsækja hana. En ég get fullyrt það hér að ég ætla aldrei að hætta að djamma með Gallupfólkinu mínu. Birtist í hvaða partýi sem er og verð óþolandi boðsflenna sem poppar upp hér og þar og alls staðar. Því ég elska þau bara of mikið til að hitta þau aldrei - eða í mesta lagi í settlegum löns af og til. Og þar er ekkert trúnó og þar er ekkert ruglstuð og þar er enginn Gallupdjammhúmor. Ég er ennþá Gallupari í hjarta mínu þótt Nýherjinn sé þar einnig. Það er nú smá skitsó í okkur öllum er það ekki?


Sweet hearts - Jóna Karen, Sóley, Beta Barcelonafari, Vilborg Helga og ÉG

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker