mánudagur, desember 22, 2003
Gjafir
Mér finnst gaman að gefa gjafir. Hvenær sem er ársins í raun. Mest gaman að gefa svona surprise gjafir. En líka við ákveðin tilefni. Þá reynir maður að finna gjöf sem hentar þeim sem á að þiggja hana. Samt er ég svakalega gjörn á að kaupa eitthvað sem mig sjálfa langar í - og hugsa þá lítið út í þann sem þarf að púkka upp á minn oftar en ekki óvanalega smekk. Og svo eru það jólagjafirnar. Þá þarf maður að leita að milljón "skyldu" gjöfum sem allar mega helst ekki fara yfir 2-3000 kallinn því það þarf að gefa svo margar gjafir. Og það getur verið erfitt, því þegar maður þarf að gefa gjöf þá er einmitt svo erfitt að finna þær. Alveg dæmigert. Það gekk þó vel þessi jólin, enda byrjaði ég skipulagða jólagjafaleit miðaða að hverjum og einum um miðjan nóvember. I know - ég er skipulagsfrík.
Gjafir minna mig alltaf á mannfræðina. Fyrstu önnina í inngangi í mannfræði var okkur kennt ýmislegt um fræðin á bak við gjafir. Þ.e. mannfræðina á bak við gjafir. Og þetta hefur alltaf setið í mér - og virkilega gert mér það erfiðara fyrir að finna hina réttu gjöf fyrir hvern og einn. Já, elsku mannfræðin mín hafði lúmsk áhrif á mann.
Gjafir samkvæmt mannfræðinni túlka nefninlega félagsleg samskipti og tengsl. Gjafir opna og skapa tengsl á milli fólks. Það er því alls ekki sama hvað hverjum er gefið, því gjöfin segir alltaf eitthvað. Hefur mikla merkingu. Og það eru ákveðnar félagslegar reglur á bak við þessa gjafapælingu = 1) skyldan að gefa 2) skyldan að þiggja 3) skyldan að endurgjalda. Endurgjaldið er nauðsynlegt til að samskipti haldi áfram að að þróast á milli fólks og til að það haldi áfram að vera vinalegt. Ég meina, þetta meikar fullt af sens. Ef ég myndi gefa þér fína gjöf sem ég hafði lagt mikla hugsun í og myndi aldrei fá neitt frá þér í staðinn, þá alls ekki neitt - ekki koss, ekki faðm, ekki kaffi og smákökur, bara alls ekki neitt - þá myndi ég nú verð doldið fúl og ekki víst að ég myndi fíla þig eins vel og áður. Yrði fyrir vonbrigðum. Því gjafareglan var brotin!
Marcel Mauss (já, vá - get ennþá vitnað í helstu spekingana) setti fram þá kenningu að engin gjöf væri "hrein" og óeigingjörn. Að maðurinn búist alltaf við og vilji fá gjöfina endurgoldna á einhvern hátt. Sem ég held að ég taki undir. En svo kom fram einhver indversk kona sem gagnrýndi Mauss og sagði að hin ómengaða gjöf væri til, t.d. gjöf frá móður til ungabarns, að hafa barn á brjósti. Já, það er spurning. Hægt að velta sér mikið upp úr þessu ef maður hefur áhuga á. Móðir gefur barni brjóst og ætlast kannski til að barnið elski hana í staðinn? Verði háð henni og sýni henni virðingu. Og þá er gjöfin ekki ennþá "hrein".
Svo kom fram annar karl sem tók ölmusuna sem dæmi um ómengaða gjöf. En á hinn bóginn getur maður svo spurt sig hvort að fólk gefi ölmusu til að þess bíði kannski hugsanlega betra líf á himnum?
Umbúðirnar geta líka verið afar táknrænar. T.d. í Japan er víst ekki sama hvernig gjöfinni er pakkað inn. Það er víst auðveldlega hægt að gefa röng og slæm skilaboð í gegnum umbúðapappír og pakkningu þar.
Já, gjafamál eru ekki einfalt mál!
Eins gott að vanda sig :)
Gjafir minna mig alltaf á mannfræðina. Fyrstu önnina í inngangi í mannfræði var okkur kennt ýmislegt um fræðin á bak við gjafir. Þ.e. mannfræðina á bak við gjafir. Og þetta hefur alltaf setið í mér - og virkilega gert mér það erfiðara fyrir að finna hina réttu gjöf fyrir hvern og einn. Já, elsku mannfræðin mín hafði lúmsk áhrif á mann.
Gjafir samkvæmt mannfræðinni túlka nefninlega félagsleg samskipti og tengsl. Gjafir opna og skapa tengsl á milli fólks. Það er því alls ekki sama hvað hverjum er gefið, því gjöfin segir alltaf eitthvað. Hefur mikla merkingu. Og það eru ákveðnar félagslegar reglur á bak við þessa gjafapælingu = 1) skyldan að gefa 2) skyldan að þiggja 3) skyldan að endurgjalda. Endurgjaldið er nauðsynlegt til að samskipti haldi áfram að að þróast á milli fólks og til að það haldi áfram að vera vinalegt. Ég meina, þetta meikar fullt af sens. Ef ég myndi gefa þér fína gjöf sem ég hafði lagt mikla hugsun í og myndi aldrei fá neitt frá þér í staðinn, þá alls ekki neitt - ekki koss, ekki faðm, ekki kaffi og smákökur, bara alls ekki neitt - þá myndi ég nú verð doldið fúl og ekki víst að ég myndi fíla þig eins vel og áður. Yrði fyrir vonbrigðum. Því gjafareglan var brotin!
Marcel Mauss (já, vá - get ennþá vitnað í helstu spekingana) setti fram þá kenningu að engin gjöf væri "hrein" og óeigingjörn. Að maðurinn búist alltaf við og vilji fá gjöfina endurgoldna á einhvern hátt. Sem ég held að ég taki undir. En svo kom fram einhver indversk kona sem gagnrýndi Mauss og sagði að hin ómengaða gjöf væri til, t.d. gjöf frá móður til ungabarns, að hafa barn á brjósti. Já, það er spurning. Hægt að velta sér mikið upp úr þessu ef maður hefur áhuga á. Móðir gefur barni brjóst og ætlast kannski til að barnið elski hana í staðinn? Verði háð henni og sýni henni virðingu. Og þá er gjöfin ekki ennþá "hrein".
Svo kom fram annar karl sem tók ölmusuna sem dæmi um ómengaða gjöf. En á hinn bóginn getur maður svo spurt sig hvort að fólk gefi ölmusu til að þess bíði kannski hugsanlega betra líf á himnum?
Umbúðirnar geta líka verið afar táknrænar. T.d. í Japan er víst ekki sama hvernig gjöfinni er pakkað inn. Það er víst auðveldlega hægt að gefa röng og slæm skilaboð í gegnum umbúðapappír og pakkningu þar.
Já, gjafamál eru ekki einfalt mál!
Eins gott að vanda sig :)
laugardagur, desember 20, 2003
Smjatt og Sötr
Í MH eignaðist ég frábærar vinkonur. Sem eru mínar bestu vinkonur í dag. Við erum 8 stk. Það fyndna var að í skólanum vorum við bara svona ágætar vinkonur, hittumst bara í skólanum en yfirleitt ekki fyrir utan það. Og svo kom að því að skólinn var búinn og við skyldum útskrifast. Þetta var fyrir rúmum 7 árum. Þá vorum við svo hræddar um að missa kontaktinn við hvora aðra að við stofnuðum matarklúbb og drykkjuklúbb og böndin styrktust enn meira. Og þeir klúbbar eru ennþá til. Matarklúbburinn okkar heitir Smjatt og drykkjuklúbburinn Sötr.
Í gær var svo jólasmjatti. Og við vorum bara 5 saman. Tvær búa í útlöndum og ein í fríi úti yfir jólin. Það góða við að vera 8 saman er að það er alltaf einhver til taks. Alltaf einhver til að hringja í eða skreppa með í sund eða bæinn. Mjög þægilegt og gaman að eiga alltaf einhverja af þeim að. En alla vega. Jólasmjatti var í gær og það var yndislegt. Hann var heima hjá Emblu og við elduðum humar í forrétt og hinn árlega kalkúnarétt í aðalrétt. Það má segja að við séum komnar með okkar eigin hefðir hvað þetta varðar. Svona eins og fjölskyldur gera. Sem er frábært. Þær eru svo stór hluti af mér að ég gæti auðveldlega kallað þær fjölskylduna mína. Love you guys!!
Í gær var svo jólasmjatti. Og við vorum bara 5 saman. Tvær búa í útlöndum og ein í fríi úti yfir jólin. Það góða við að vera 8 saman er að það er alltaf einhver til taks. Alltaf einhver til að hringja í eða skreppa með í sund eða bæinn. Mjög þægilegt og gaman að eiga alltaf einhverja af þeim að. En alla vega. Jólasmjatti var í gær og það var yndislegt. Hann var heima hjá Emblu og við elduðum humar í forrétt og hinn árlega kalkúnarétt í aðalrétt. Það má segja að við séum komnar með okkar eigin hefðir hvað þetta varðar. Svona eins og fjölskyldur gera. Sem er frábært. Þær eru svo stór hluti af mér að ég gæti auðveldlega kallað þær fjölskylduna mína. Love you guys!!
fimmtudagur, desember 18, 2003
18. desember...
Þann 18. desember 1992 hittumst við Viggi fyrst. Fyrir 11 árum.
Það var kalt föstudagskvöld og ég og Elva Ruth í gelgjugírnum okkar á leið á djammið. Stríluðum okkur heima í Eskihlíðinni, settum á okkur svartan varalit og dökkbrúnan augnskugga. Það var algjört möst þá. Fór ekki út á djammið án svarta varalitsins. Ég lúkkaði kannski dálítið scary svoleiðis, með stóran hring í nefinu í þokkabót. En þetta var kúl. Við vorum í tísku. Ég í heimasaumuðu hippabuxunum mínum, sem ég saumaði úr gömlu gardíniuefni sem ég hafði fundið á gömlum lager í Vouge. Man að mér fannst þær æðislegar. Síðar sagði Viggi mér að hann þoldi ekki þessar gelgjubuxur. Ég skildi það náttulega ekki þá - ég meina, ég var á hippatímabilinu mínu. Og svo var ég í dökkbrúnu leðurvesti, sem var einu sinni jakki, nema ég klippti ermarnar af. Já, ég var hippi, Hlustaði bara á Janis Joplin, Jimi Hendrix og Lou Reed. Jú, og ekki má gleyma Jet black Joe. Vá, hvað þeir voru flottir...
Alla vega. Ég og Elva ætluðum okkur að fara á Sykurmolatónleika í Tunglinu. Komum of seint og það var uppselt. Mikill bömmer. Svo við fórum og keyptum okkur pylsu og kók fyrir peninginn. Úti í kuldanum vissum við ekkert hvað við áttum af okkur að gera, komnar í djammgírinn og til í tuskið. Og hvað skyldi gera? Elva var í Flensborg og mundi eftir að strákarnir á pungaborðinu voru eitthvað að tala um að þeir væru á leiðinni á jólaball HSÍ á Hótel Íslandi. Svo við húkkuðum okkur far upp í Ármúla og héldum á ballið. Nema það kom eitt lítið babb í bátinn. Við vorum búnar að eyða peningnum í pylsur og kók og farið uppeftir. Svo við áttum ekki fyrir miðanum á ballið. Og nú voru góð ráð dýr. Þarna vorum við í anddyrinu að ráfa um, ekki alveg vitandi hvað skyldi til bragðs að taka, heyrðum í stuðinu í Sálinni óma inni í sal og sáum fyrir okkur dapurt kvöld. Þá gengur að okkur eldri maður. Hann var fínn í tauinu, í jakkafötum, get ímyndað mér einhver svona stjórnargæi í einhverju handboltafélaginu. Án þess að ég viti nokkuð um það. Hann sá að við vorum eitthvað að vandræðast þarna og spurði hvort hann mætti ekki bara splæsa á okkur inn á ballið. Það þyrftu sko allir að fá að komast á þetta frábæra jólaball og skemmta sér í kvöld. Svo tók hann upp tékkheftið og skrifaði eina feita. Hann s.s. borgaði fyrir okkur inn á ballið og sagði okkur bara vel að skemmta okkur og lifa!
Og þarna vorum við mættar á HSÍ ballið svaka ánægðar. Elva Ruth fór strax til punganna og ég elti. Á meðal þeirra var Víglundur. Hann var að vísu ekki í Flensborg, s.s. ekki ekta pungur. Hann var í jakkafötum, með hárið greitt í tagl, með hringi í báðum eyrum. Vá, hvað hann var sætur. Við tjúttuðum við hei kanínu og alla hina slagarana allt kvöldið í góðum gír. Og þar með var það komið. Ég ætlaði sko ekki að sleppa þessum eðaldansara og hressa strák.
Og svo leið tíminn og í dag eru liðin 11 ár. Búið að vera mikið að gerast á þessum tíma og tíminn liðið hratt. Það er nú ekki einu sinni þannig að þegar maður er 16 og hálfs (ATH. og hálfs!) að maður sé búinn að ákveða lífsförunautinn.
En stundum eru örlögin bara góð við mann.
Ég er samt viss um að Viggi muni ekki eftir að þessi dagur er í dag. Man ekkert svona.
En ég fyrirgef honum það. Eins og allt annað í lífinu. Af því örlögin eru okkar.
Það var kalt föstudagskvöld og ég og Elva Ruth í gelgjugírnum okkar á leið á djammið. Stríluðum okkur heima í Eskihlíðinni, settum á okkur svartan varalit og dökkbrúnan augnskugga. Það var algjört möst þá. Fór ekki út á djammið án svarta varalitsins. Ég lúkkaði kannski dálítið scary svoleiðis, með stóran hring í nefinu í þokkabót. En þetta var kúl. Við vorum í tísku. Ég í heimasaumuðu hippabuxunum mínum, sem ég saumaði úr gömlu gardíniuefni sem ég hafði fundið á gömlum lager í Vouge. Man að mér fannst þær æðislegar. Síðar sagði Viggi mér að hann þoldi ekki þessar gelgjubuxur. Ég skildi það náttulega ekki þá - ég meina, ég var á hippatímabilinu mínu. Og svo var ég í dökkbrúnu leðurvesti, sem var einu sinni jakki, nema ég klippti ermarnar af. Já, ég var hippi, Hlustaði bara á Janis Joplin, Jimi Hendrix og Lou Reed. Jú, og ekki má gleyma Jet black Joe. Vá, hvað þeir voru flottir...
Alla vega. Ég og Elva ætluðum okkur að fara á Sykurmolatónleika í Tunglinu. Komum of seint og það var uppselt. Mikill bömmer. Svo við fórum og keyptum okkur pylsu og kók fyrir peninginn. Úti í kuldanum vissum við ekkert hvað við áttum af okkur að gera, komnar í djammgírinn og til í tuskið. Og hvað skyldi gera? Elva var í Flensborg og mundi eftir að strákarnir á pungaborðinu voru eitthvað að tala um að þeir væru á leiðinni á jólaball HSÍ á Hótel Íslandi. Svo við húkkuðum okkur far upp í Ármúla og héldum á ballið. Nema það kom eitt lítið babb í bátinn. Við vorum búnar að eyða peningnum í pylsur og kók og farið uppeftir. Svo við áttum ekki fyrir miðanum á ballið. Og nú voru góð ráð dýr. Þarna vorum við í anddyrinu að ráfa um, ekki alveg vitandi hvað skyldi til bragðs að taka, heyrðum í stuðinu í Sálinni óma inni í sal og sáum fyrir okkur dapurt kvöld. Þá gengur að okkur eldri maður. Hann var fínn í tauinu, í jakkafötum, get ímyndað mér einhver svona stjórnargæi í einhverju handboltafélaginu. Án þess að ég viti nokkuð um það. Hann sá að við vorum eitthvað að vandræðast þarna og spurði hvort hann mætti ekki bara splæsa á okkur inn á ballið. Það þyrftu sko allir að fá að komast á þetta frábæra jólaball og skemmta sér í kvöld. Svo tók hann upp tékkheftið og skrifaði eina feita. Hann s.s. borgaði fyrir okkur inn á ballið og sagði okkur bara vel að skemmta okkur og lifa!
Og þarna vorum við mættar á HSÍ ballið svaka ánægðar. Elva Ruth fór strax til punganna og ég elti. Á meðal þeirra var Víglundur. Hann var að vísu ekki í Flensborg, s.s. ekki ekta pungur. Hann var í jakkafötum, með hárið greitt í tagl, með hringi í báðum eyrum. Vá, hvað hann var sætur. Við tjúttuðum við hei kanínu og alla hina slagarana allt kvöldið í góðum gír. Og þar með var það komið. Ég ætlaði sko ekki að sleppa þessum eðaldansara og hressa strák.
Og svo leið tíminn og í dag eru liðin 11 ár. Búið að vera mikið að gerast á þessum tíma og tíminn liðið hratt. Það er nú ekki einu sinni þannig að þegar maður er 16 og hálfs (ATH. og hálfs!) að maður sé búinn að ákveða lífsförunautinn.
En stundum eru örlögin bara góð við mann.
Ég er samt viss um að Viggi muni ekki eftir að þessi dagur er í dag. Man ekkert svona.
En ég fyrirgef honum það. Eins og allt annað í lífinu. Af því örlögin eru okkar.
þriðjudagur, desember 16, 2003
Viðurnefni
Var að spá í viðurnöfnum um daginn. Það eru ótrúlega margir með viðurnefni hér í Hafnarfirði, svona dreifbýlisfílingur. Og þessi viðurnefni eru gjörsamlega föst við viðkomandi aðila í ákveðnum vinahópum.
Hér fyrir neðan eru dæmi um viðurnefni sem mér datt strax í hug hér í Hafnarfirði:
Hildur stóra, Hemmi feiti, Eysteinn litli, Siggi skór, Matti drædlutæpi, Droni tívolíeista, Inga hóra, Hafnarfjarðar Gulla, Maggi skæró, Árni pungstappa, Árni pissó, Gunni perfekt, Hilli haus, Lundi verkstjóri, Júlli morðingi, Íbbi tönn, Raggi rækja, Hlölli pomm, Gunna stöng og Kjartan jarðýta. Veit að í huga margra er ég sjálf Erla rauða.
Ok, það hlýtur að vera fair!
Yfirleitt eru það ákveðin atvik sem hafa orðið til þess að viðkomandi fær viðurnefnið, ja eða líkamsbygging eða önnur einkenni. T.d. sagði Viggi mér að Matti drædlutæpi hafi fengið þetta skemmtilega viðurnefni af því það hafi verið áberandi í den í sturtu eftir æfingar að hann hafi alltaf verið svo mikill drulludeli (í orðsins fyllstu… jakk) Þetta er auðvitað viðbjóður margt af þessu en auðvitað og ábyggilega alveg nauðsynlegt til aðgreiningar hér í firðinum!
Hér fyrir neðan eru dæmi um viðurnefni sem mér datt strax í hug hér í Hafnarfirði:
Hildur stóra, Hemmi feiti, Eysteinn litli, Siggi skór, Matti drædlutæpi, Droni tívolíeista, Inga hóra, Hafnarfjarðar Gulla, Maggi skæró, Árni pungstappa, Árni pissó, Gunni perfekt, Hilli haus, Lundi verkstjóri, Júlli morðingi, Íbbi tönn, Raggi rækja, Hlölli pomm, Gunna stöng og Kjartan jarðýta. Veit að í huga margra er ég sjálf Erla rauða.
Ok, það hlýtur að vera fair!
Yfirleitt eru það ákveðin atvik sem hafa orðið til þess að viðkomandi fær viðurnefnið, ja eða líkamsbygging eða önnur einkenni. T.d. sagði Viggi mér að Matti drædlutæpi hafi fengið þetta skemmtilega viðurnefni af því það hafi verið áberandi í den í sturtu eftir æfingar að hann hafi alltaf verið svo mikill drulludeli (í orðsins fyllstu… jakk) Þetta er auðvitað viðbjóður margt af þessu en auðvitað og ábyggilega alveg nauðsynlegt til aðgreiningar hér í firðinum!
mánudagur, desember 15, 2003
Grease
Fór á Grease á laugardaginn og það var svoooo skemmtilegt. Bjóst alls ekki við svona skemmtilegri sýningu. Fyndinn íslenskaður húmor og fjör allan tímann. Mér var boðið af Kópavogsdeild Rauða Krossins þar sem ég er á leiðinni að verða sjálfboðaliði. Já, maður er alla vega að reyna að láta eitthvað gott af sér leiða. Var allt í einu að muna að mamma sagði mér einhvern tíman frá því að fyrsta bíóferðin mín hafi verið 2 ½ gömul á Grease og að ég hafi setið á tröppunum í bíóinu og sungið með öllum lögunum! Gvuð hvað ég hlýt að hafa verið mikið krútt.
Ég elska söngleiki. Í raun í hvaða formi sem er. Ákvað eiginlega eftir þessa reynslu að byrja aftur að syngja í kór. Var á sínum tíma í Hamrahlíðarkórnum en hætti þegar ég hafði ekki tíma sökum skóla og vinnu. En nú er ég einhvern vegin tilbúin aftur. Ég sakna þess að syngja í kór. Ég elskaði að syngja í Hamrahlíðakórnum. Það var rosalega góður kór. 80 englaraddir. Ég man að oft hljómuðum við svo undurfallega að ég átti í erfiðleikum með að halda tárunum aftur. Stundum verður mómentið og söngurinn bara svo fallegur að maður gæti grátið. En ég held að það skilji það enginn nema sá sem hefur áhuga á kórtónlist.
Ég elska söngleiki. Í raun í hvaða formi sem er. Ákvað eiginlega eftir þessa reynslu að byrja aftur að syngja í kór. Var á sínum tíma í Hamrahlíðarkórnum en hætti þegar ég hafði ekki tíma sökum skóla og vinnu. En nú er ég einhvern vegin tilbúin aftur. Ég sakna þess að syngja í kór. Ég elskaði að syngja í Hamrahlíðakórnum. Það var rosalega góður kór. 80 englaraddir. Ég man að oft hljómuðum við svo undurfallega að ég átti í erfiðleikum með að halda tárunum aftur. Stundum verður mómentið og söngurinn bara svo fallegur að maður gæti grátið. En ég held að það skilji það enginn nema sá sem hefur áhuga á kórtónlist.
sunnudagur, desember 14, 2003
Brúðkaupspælingar
Ég er svo stolt í dag. Fórum í mat til vinafólks okkar sem er að fara að gifta sig næsta sumar og þau báðu mig um að vera veislustjóra! Alveg svakalega er ég stolt af því og ánægð með það traust sem þau sýna mér. Er strax byrjuð að plana þetta í huganum. Þau leggja upp með að þetta verði ekki brúðkaupssýning a la Skjár Einn, heldur óformleg gleðiveisla þar sem allir skemmta sér. Svona garden party. Búið að panta hljómsveit og grill og verður veislan í hinum fögru sveitum Hafnarfjarðar – Garðarholti. Þetta verður æðislegt. Ég sagði þeim að ég yrði ábyggilega ekki fyndinn veislustjóri (maður er bara ekki svo fyndinn…) en ég gæti verið sniðug. Er strax komin með nokkrar góðar hugmyndir.
Spurning hvenær maður fær sjálfur að halda brúðkaupsgleðigardenpartý? Ég veit það ekki, er búin að vera með Vigganum í 11 ár og það hefur verið frábær tími og í raun allt gengið eins og í sögu. Við höfum haldið billjón partý og veislur fyrir alls konar tilefni, bara ekki þetta. Ennþá. Gifting hefur almennt ekki verið stórt atriði fyrir okkur. Kannski fram að þessu, því unanfarið hefur mig virkilega langað að eignast kappann í lítilli sætri kirkjuathöfn með vinum og fjölskyldu. Höfum aldrei trúlofað okkur þó þögult loforð um trú liggi fyrir báðum. Ég viðurkenni sem sagt að að ég er að bííííða eftir bónorðinu því mig langar að eiga þetta ævintýri með honum. Reyndar þegar við bjuggum í mörg ár á Njálsgötunni eigi stutt frá Hallgrímskirkju á árum áður, bað hann mig oft hálfsofandi á laugardags- og sunnudagsmorgnum um að giftast sér. Bara svona kósí uppi í rúmi, þegar kirkjuklukkurnar sungu svo svakalega happí. Við heyrðum alltaf í þeim heim. Svakalega fallegt. Ég sagði já í hvert sinn. En hvíti kjóllinn, kransinn, vinirnir og játningin er eftir. Draumurinn. Veruleikinn.
Vinkonurnar segja mér að fara á hnén (þær skynja óþolinmæði mína ansi sterkt!) en ég er svo gamaldags að ég gæti það ekki. Sorrý, það er bara hlutverk karlmannsins. Þótt það sé alls ekki hlutverk mitt að vera heima með börnin í eldhúsinu. Ó, neits. Ætli í mér sé ekki bara þessi þessi endalausi leikur sem er í konum, að vilja láta ganga á eftir sér.
Spurning hvenær maður fær sjálfur að halda brúðkaupsgleðigardenpartý? Ég veit það ekki, er búin að vera með Vigganum í 11 ár og það hefur verið frábær tími og í raun allt gengið eins og í sögu. Við höfum haldið billjón partý og veislur fyrir alls konar tilefni, bara ekki þetta. Ennþá. Gifting hefur almennt ekki verið stórt atriði fyrir okkur. Kannski fram að þessu, því unanfarið hefur mig virkilega langað að eignast kappann í lítilli sætri kirkjuathöfn með vinum og fjölskyldu. Höfum aldrei trúlofað okkur þó þögult loforð um trú liggi fyrir báðum. Ég viðurkenni sem sagt að að ég er að bííííða eftir bónorðinu því mig langar að eiga þetta ævintýri með honum. Reyndar þegar við bjuggum í mörg ár á Njálsgötunni eigi stutt frá Hallgrímskirkju á árum áður, bað hann mig oft hálfsofandi á laugardags- og sunnudagsmorgnum um að giftast sér. Bara svona kósí uppi í rúmi, þegar kirkjuklukkurnar sungu svo svakalega happí. Við heyrðum alltaf í þeim heim. Svakalega fallegt. Ég sagði já í hvert sinn. En hvíti kjóllinn, kransinn, vinirnir og játningin er eftir. Draumurinn. Veruleikinn.
Vinkonurnar segja mér að fara á hnén (þær skynja óþolinmæði mína ansi sterkt!) en ég er svo gamaldags að ég gæti það ekki. Sorrý, það er bara hlutverk karlmannsins. Þótt það sé alls ekki hlutverk mitt að vera heima með börnin í eldhúsinu. Ó, neits. Ætli í mér sé ekki bara þessi þessi endalausi leikur sem er í konum, að vilja láta ganga á eftir sér.
föstudagur, desember 12, 2003
Kommentin
Oh, hvað ég er ánægð með ykkur. Eftir að ég grátbað um komment hér streyma þau inn! Ekkert smá gaman að fá að vita skoðun annarra á því sem maður er að spá!
Love you big time :)
Hallelúja!
Love you big time :)
Hallelúja!
Meiri dúx pælingar...
Hann Steinn Kári í Gallup (sá sem ég sagði ykkur frá í gær - var að furða sig á því að ég væri dúx...) er bara snillingur. Hann las bloggið og kom með snilldar hugmynd. Nýyrði yfir gellur og töffara sem dúxa í skóla.
LÚX = einhver sem spáir í lúkkinu en er samt dúx!
DELLA = einhver sem dúxar og er líka gella...
Kannski ég sé bara lúxus della?
LÚX = einhver sem spáir í lúkkinu en er samt dúx!
DELLA = einhver sem dúxar og er líka gella...
Kannski ég sé bara lúxus della?
Komment
Jó listen kids!
eitthvað hafa blogglesendur mínir verið daufir við kommentin... Endilega fáið útrás og skrifið mér komment :)
eitthvað hafa blogglesendur mínir verið daufir við kommentin... Endilega fáið útrás og skrifið mér komment :)
fimmtudagur, desember 11, 2003
Getur verið að ég sé skóladúx?
Varð allt í einu hugsað til þess að ég var skóladúx í mannfræðinni í fyrra. Og er auðvitað stolt af því. Ég útskrifaðist með hæstu einkunn í mannfræði frá HÍ frá upphafi. Og geri aðrir betur! Rétt slefaði í ágætiseinkunnina. Fékk klapp frá kennurum og áhorfendum útskriftaathafnarinnar að launum. Og smá stolt. Og vonandi styrk í framhaldsnám þegar að því kemur.
Það var einn vinnufélagi sem minnti mig á dúxinn mig fyrir stuttu. Já, hann minnti mig frekar skemmtilega á það því það kom upp úr kafinu að honum fannst það ansi skrýtið að ég hefði orðið dúx. Bara ótrúlegt. Ég væri sko ekki týpan í það. Ég varð náttúrulega bara hissa (...ég meina - sjéníið ég!!) og krauf málið til mergjar. Upp úr kafinu kom að hann meinti auðvitað ekkert illt með þessu enda sauðmeinlaus góður vinur í Gallup. Hann átti bara erfitt með að meðtaka dúxstimpilinn því ég væri einhvern vegin ekki gúrutýpan sem liggur með nefið ofan í bókunum dag og nótt og talaði ekki í orðtökum. Ég virkaði enginn kúristi og veldi frekar að fara á djammið heldur en að lesa. Og þá gæti ég ekki verið dúx! Já, staðalmyndirnar eru að fara með okkur.
Fólki þótti oft undarlegt að ég væri í mannfræði. Ég, pían sjálf. En.... en... en... þú málar þig í framan og gengur í pæjufötum... ertu viss um að þú sért ekki í viðskiptafræðinni? Já, nei, sko.... þú ert nebblega ekki í strápilsi og lopapeysu eins og allir mannfræðingar. Eða eitthvað! Nei, ég er sko sannur MH-ingur (reyndar oft sögð týpísk MH týpa... I wonder why!) og mannfræðingur úr HÍ :) Og er stolt af því - féll meira að segja ágætlega í hópinn!
En ég skil vinnufélaga minn vel með þetta komment. Vezalingurinn (djók Steinn!!) Ég lúkka kúl (ó je beibí) og geng ekki einu sinni með gleraugu eftir allan skólalesturinn. Ég fúnkera ágætlega félagslega og finnst gaman að djæva hér og þar og alls staðar. En ég er líka dugleg. Og mín kenning er sú að dúxar séu ekki endilega þeir klárustu - þvert á móti, en þeir eru ábyggilega svaka duglegir og með óbilandi metnað í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Skipuleggja dæmið frá upphafi til enda, frestunarárátta er ekki til í þeirra orðaforða og sjálfsagi er lykilatriði. Að pííííína sig til að lesa. Og lííííííma fræðin á heilann. Launa sér með nammi eftir hverjar 5 blaðsíður! Og það gerði ég. Og ég afsanna hér með dúxstaðalmyndina af nördinum með þykku gleraugun sem kann ekki neitt, getur ekki neitt nema lesa og læra. Já, þetta er sko mont blogg í dag! Og hana nú :)
Það var einn vinnufélagi sem minnti mig á dúxinn mig fyrir stuttu. Já, hann minnti mig frekar skemmtilega á það því það kom upp úr kafinu að honum fannst það ansi skrýtið að ég hefði orðið dúx. Bara ótrúlegt. Ég væri sko ekki týpan í það. Ég varð náttúrulega bara hissa (...ég meina - sjéníið ég!!) og krauf málið til mergjar. Upp úr kafinu kom að hann meinti auðvitað ekkert illt með þessu enda sauðmeinlaus góður vinur í Gallup. Hann átti bara erfitt með að meðtaka dúxstimpilinn því ég væri einhvern vegin ekki gúrutýpan sem liggur með nefið ofan í bókunum dag og nótt og talaði ekki í orðtökum. Ég virkaði enginn kúristi og veldi frekar að fara á djammið heldur en að lesa. Og þá gæti ég ekki verið dúx! Já, staðalmyndirnar eru að fara með okkur.
Fólki þótti oft undarlegt að ég væri í mannfræði. Ég, pían sjálf. En.... en... en... þú málar þig í framan og gengur í pæjufötum... ertu viss um að þú sért ekki í viðskiptafræðinni? Já, nei, sko.... þú ert nebblega ekki í strápilsi og lopapeysu eins og allir mannfræðingar. Eða eitthvað! Nei, ég er sko sannur MH-ingur (reyndar oft sögð týpísk MH týpa... I wonder why!) og mannfræðingur úr HÍ :) Og er stolt af því - féll meira að segja ágætlega í hópinn!
En ég skil vinnufélaga minn vel með þetta komment. Vezalingurinn (djók Steinn!!) Ég lúkka kúl (ó je beibí) og geng ekki einu sinni með gleraugu eftir allan skólalesturinn. Ég fúnkera ágætlega félagslega og finnst gaman að djæva hér og þar og alls staðar. En ég er líka dugleg. Og mín kenning er sú að dúxar séu ekki endilega þeir klárustu - þvert á móti, en þeir eru ábyggilega svaka duglegir og með óbilandi metnað í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Skipuleggja dæmið frá upphafi til enda, frestunarárátta er ekki til í þeirra orðaforða og sjálfsagi er lykilatriði. Að pííííína sig til að lesa. Og lííííííma fræðin á heilann. Launa sér með nammi eftir hverjar 5 blaðsíður! Og það gerði ég. Og ég afsanna hér með dúxstaðalmyndina af nördinum með þykku gleraugun sem kann ekki neitt, getur ekki neitt nema lesa og læra. Já, þetta er sko mont blogg í dag! Og hana nú :)
miðvikudagur, desember 10, 2003
Sílíkonur
Frábær titill á heimildamyndaþætti sem var í sjónvarpinu í gær. Um konur með sílíkon = sílíkonur! Snilld. Þátturinn sem var danskur, sagði frá einni 91 árs kellu sem fór í lýtaaðgerð til að líta yngri út! Hún lét fylla upp í hrukkurnar og leit út fyrir að vera ekki deginum eldri en 86 ára!! haha! Hún sagðist hafa látið til skara skríða til að líta ekki út fyrir að vera elst í bingóinu sem hún fer í tvisvar í viku! Alveg ótrúleg kelling. Svo sagði frá annarri sem lét laga á sér nefið. Mér fannst þetta eiginlega merkilegasta sagan af þeim öllum. Konan sem fór í aðgerðina er frá Íran en býr í Danmörku og vildi losna við íranska nefið og þar með ákveðin etnísk einkenni. Lýtalæknirinn sagði svona aðgerðir, þ.e. að fólk vildi fá norrænna og evrópskara nef, mjög algengar meðal araba og austur evrópubúa. Alveg ótrúlegt. Ætli henni vegni betur í Köben með danskt nef? Jú, kannski. Alveg hugsanlegt. Og þá fór ég að spá, hún á börn, þau eru örugglega með hennar nef, þ.e. ekki danskt nef, og ætli henni finnist þá nefið á börnunum sínum ljótt? Og börnin bara ljót og sendi þau kannski í aðgerð þegar á líður? Svo var þriðja sagan af þessari klikkó sem lét troða silíkoni í rasskinnarnar á sér af því greyið var svo flatrassa. Shut up! Flatrass, flatrass, flatrass....! Hún var 38 ára, single, barnlaus, með stórt ör á nefinu - en hún var flatrass og bara gat ekki lifað þannig. Hefði frekar átt að eyða peningunum í geðlækni, eins og reyndar þáttastjórnandinn stakk upp á við hana. Hún bara roðnaði og gat engu svarað. Alveg ótrúlegt!
En þátturinn Extreme makover er náttúrulega bara klikkaðastur. Þar voru tvær konur teknar í gegn í kvöld. Þá meina ég algjörlega í gegn í andlitinu og á líkamanum. Svo eftir 6 vikur þegar þær voru búnar að fá ný og fín andlit og minni mjaðmir og betri brjóst, hittu þær vini og ættingja sem voru jú bara venjulegt fólk (og margir meira að segja mjög líkir þeim = ekki perfect eða ljót - því þetta voru jú foreldrar og systkini!!!) sem klöppuðu og grétu fyrir þeirra hönd. Æjæjæj.
Erla sílíkona: Já, læknir, ég ætla að fá nýtt nef, er eitthvað orðin svo leið á þessari kartöflu sem skrælnar alltaf big time á sumrin.
Læknir: Já, ekkert mál. Hérna er katalóginn með vinsælustu nefjunum. Það verða 300 þúsund krónur. Visa eða Euro?
Erla sílíkona: Uh... heyrðu, ég get eiginlega ekki valið á milli þess hvort ég vilji gáfulegt skíðabrekkunef eða uppbrett fyrirsætunef...oh, þetta er svo erfitt.... bíddu, ég ætla að velja Claudíu Schiffer nefið takk.... uh, bara debet sko.
Læknir: Eitthvað fleira?
Erla sílíkona: Já, kannski ögn af fitusogi á utanverðum lærum, er ekki alveg að gera sig svona á heitum íslenskum sumardögum í Laugardalnum.
Læknir: Ekkert mál, hvað marga sentimetra af?
Erla sílíokona: Bara slatta takk. Kannski þannig að ég passi í buxur nr. 28 (er sko nú í 32 - aaaaaallltof feit)
Læknir: Ekkert mál. Myndirðu kannski vilja að ég setti úrgangsfituna úr lærunum í brjóstin, varirnar, hökuna... þú ert nú með svo litla og apalega höku...., eða jafnvel kinnbeinin - það mætti nú alveg hækka þau aðeins, ert soldið búlduleit svona. Þú veist það er ekki í tísku.
Erla sílíkona: Já, vá! Sniðug hugmynd. Bara endilega smá á hvern stað takk. Vá ég á eftir að vera alveg í tísku! Jei.
Og lendi svo á Kleppi.
En þátturinn Extreme makover er náttúrulega bara klikkaðastur. Þar voru tvær konur teknar í gegn í kvöld. Þá meina ég algjörlega í gegn í andlitinu og á líkamanum. Svo eftir 6 vikur þegar þær voru búnar að fá ný og fín andlit og minni mjaðmir og betri brjóst, hittu þær vini og ættingja sem voru jú bara venjulegt fólk (og margir meira að segja mjög líkir þeim = ekki perfect eða ljót - því þetta voru jú foreldrar og systkini!!!) sem klöppuðu og grétu fyrir þeirra hönd. Æjæjæj.
Erla sílíkona: Já, læknir, ég ætla að fá nýtt nef, er eitthvað orðin svo leið á þessari kartöflu sem skrælnar alltaf big time á sumrin.
Læknir: Já, ekkert mál. Hérna er katalóginn með vinsælustu nefjunum. Það verða 300 þúsund krónur. Visa eða Euro?
Erla sílíkona: Uh... heyrðu, ég get eiginlega ekki valið á milli þess hvort ég vilji gáfulegt skíðabrekkunef eða uppbrett fyrirsætunef...oh, þetta er svo erfitt.... bíddu, ég ætla að velja Claudíu Schiffer nefið takk.... uh, bara debet sko.
Læknir: Eitthvað fleira?
Erla sílíkona: Já, kannski ögn af fitusogi á utanverðum lærum, er ekki alveg að gera sig svona á heitum íslenskum sumardögum í Laugardalnum.
Læknir: Ekkert mál, hvað marga sentimetra af?
Erla sílíokona: Bara slatta takk. Kannski þannig að ég passi í buxur nr. 28 (er sko nú í 32 - aaaaaallltof feit)
Læknir: Ekkert mál. Myndirðu kannski vilja að ég setti úrgangsfituna úr lærunum í brjóstin, varirnar, hökuna... þú ert nú með svo litla og apalega höku...., eða jafnvel kinnbeinin - það mætti nú alveg hækka þau aðeins, ert soldið búlduleit svona. Þú veist það er ekki í tísku.
Erla sílíkona: Já, vá! Sniðug hugmynd. Bara endilega smá á hvern stað takk. Vá ég á eftir að vera alveg í tísku! Jei.
Og lendi svo á Kleppi.
mánudagur, desember 08, 2003
Dýr smekkur?
Það er nú bara þannig að það koma tímar þegar allt snyrtidótið manns virðist klárast á sama tíma. Og það er alveg óþolandi. Þvílík og önnur eins útgjöld að kaupa lagerinn! Náði að kaupa mér snyrtivörur (bara það sem vantaði) fyrir 15 þúsund kall á engum tíma. Og það voru meira að segja bara 5 hlutir! Andlitskrem, sjampó og næring, vax í hárið og ilmvatn! Reyndar dugar þetta mér alveg heillengi en mér er sama! Ég hef greinilega þróað með mér dýran smekk hvað þetta varðar! Einu sinni gat maður bara keypt andlitskrem í Bónus en í dag er það bara eitt sérstakt sem hægt er að nota frá Kanebo. Maður er orðinn það snobbaður. Merkin eiga mig gjörsamlega! Sjampóin verða að koma af hárgreiðslustofu og ilmvatnið er auðvitað Ralph Lauren. Þetta er ekkert eðlilegt - ég er orðin háð þessum vörum! Markaðsfræðin er búin að ééééta mig....böööööööö
sunnudagur, desember 07, 2003
Aðventukaffiboð Hverfisgötunnar
Það var svakalega gaman í innflutningspartýinu hjá Helgu og Unnari. Fórum á Stuðmannaball á Nasa og þvílíkt stuð! Og ég elskaði sérstaklega þegar Ragga Gísla tók "Valla og Jarðaberjamaukið hans" með Grýlunum (...hvað er að ske?...) því ég fékk svona nettan MH fíling en eins og alþjóð veit tók söngfuglinn Erla þetta lag á forkeppni í MH fyrir söngvakeppni framhaldsskólanna. Og ó já, maður tók þetta með trompi, var með álpappír í hárinu og allt. Man að mér fannst ég hefði átt að vinna!
Héldum svo aðventukaffiboð í dag og systkini Vigga, makar og börn mættu ásamt tengdó og Elvu, Torfa og Úlfi æðislega. Við Viggi stóðum á haus í morgun og bökuðum 4 kökur og bjuggum til salöt og brauð. Ekkert smá myndarlegt þetta par á Hverfisgötunni. Þetta var svona partur af því að troða sér í jólaskap, og jú, líka finna tilefni til að hitta familíuna og ræða málin. Þegar bræðurnir Helgason koma saman er aldrei leiðinlegt skal ég segja ykkur! Maður hlær sig yfirleitt máttlausan. Þeir espa hvern annan upp og bæta í fíflaskapinn og djókinn hjá hver öðrum - taka það eins langt og þeir geta. Mottóið þeirra hvað þetta varðar er: "Aldrei að hætta"! Ég held ég geri þetta aðventukaffiboð Hverfisgötunnar hér með að árlegum viðburði. Svona aðventukaffiboð eru víst danskur siður en hvad for helvede, heimurinn er orðinn að hrærigraut svo ég bý hér með til hefð að alheims aðventukaffihlaðborði á Hverfisgötunni! Jei.
Héldum svo aðventukaffiboð í dag og systkini Vigga, makar og börn mættu ásamt tengdó og Elvu, Torfa og Úlfi æðislega. Við Viggi stóðum á haus í morgun og bökuðum 4 kökur og bjuggum til salöt og brauð. Ekkert smá myndarlegt þetta par á Hverfisgötunni. Þetta var svona partur af því að troða sér í jólaskap, og jú, líka finna tilefni til að hitta familíuna og ræða málin. Þegar bræðurnir Helgason koma saman er aldrei leiðinlegt skal ég segja ykkur! Maður hlær sig yfirleitt máttlausan. Þeir espa hvern annan upp og bæta í fíflaskapinn og djókinn hjá hver öðrum - taka það eins langt og þeir geta. Mottóið þeirra hvað þetta varðar er: "Aldrei að hætta"! Ég held ég geri þetta aðventukaffiboð Hverfisgötunnar hér með að árlegum viðburði. Svona aðventukaffiboð eru víst danskur siður en hvad for helvede, heimurinn er orðinn að hrærigraut svo ég bý hér með til hefð að alheims aðventukaffihlaðborði á Hverfisgötunni! Jei.
laugardagur, desember 06, 2003
Laugardagsþynnka
Já, í dag býð ég ykkur kæru lesendur upp á laugardagsþynnkuna! Hún lýsir sér í ómáluðu og fölu andliti, þreytu, hausverk og ógleði! En er þess virði. Sem betur fer sjáið þið mig ekki!! Það var jólaglögg í vinnunni í gær og það var alveg svakalega gaman. Fyrst vorum við uppi í vinnu og glöggðum okkur vel og lengi þar. Þar fór fram IMG IDOLIÐ 2003 sem ég, Vilborg og Trausti höfðum skipulagt. Þetta var svaka flott hjá okkur (maður á alltaf að hrósa sjálfum sér...það sagði ...einhver!) Við höfðum tekið upp dómana um keppendurna fyrirfram og það var sýnt á breiðtjaldi. Það voru þrír keppendur sem stóðu sig svakalega vel þótt þetta hafi nú verið meira grín en alvara. Ég var í hlutverki Bubba í dómnefndinni og maður er nú bara eftir þetta alvarlega að spá í að leggja leiklistina fyrir sig!! Eeeeeeemmmmett! En ég hafði gaman að þessu og fólk gat hlegið að fíblaskapnum í okkur - og þegar upp er staðið er það það sem skiptir máli. Jólabarnið mitt hún Sóley sæta var þokkalega ánægð með sinn jólasvein (mig mig mig...!) enda gerði ég þar líka mitt besta. Súkkulaðihúðaði jarðaber handa henni, kveikti á kertum, gaf henni desert og heimabakaðar smákökur og málaði handa henni mynd! En þetta var svo skemmtilegt, og hún alltaf að tala við mig um hvað jólasveinninn hennar var að gera fyrir hana og ég varð að halda pókerfeisinu í heila 4 daga sem tókst!
Í kvöld er svo innflutningspartý hjá Helgu og Unnari. Það er bara þétt plan hverja helgi fram að jólum. Nú, ég fór í laugardagsþynnkunni í Kringluna og keypti mér leðurbuxur og ætla að reyna að troða mér í þær fyrir kvöldið. Fékk það tips í búðinni að kaupa of litlar buxur því leðrið muni gefa svo eftir, en það er spurning hvort ég verði ekki bara með klesstan pönnukökurass í partýinu í kvöld þar sem þær verða ábyggilega ekki búnar að víkka fyrir fyrstu notkun í kvöld!
Í kvöld er svo innflutningspartý hjá Helgu og Unnari. Það er bara þétt plan hverja helgi fram að jólum. Nú, ég fór í laugardagsþynnkunni í Kringluna og keypti mér leðurbuxur og ætla að reyna að troða mér í þær fyrir kvöldið. Fékk það tips í búðinni að kaupa of litlar buxur því leðrið muni gefa svo eftir, en það er spurning hvort ég verði ekki bara með klesstan pönnukökurass í partýinu í kvöld þar sem þær verða ábyggilega ekki búnar að víkka fyrir fyrstu notkun í kvöld!
fimmtudagur, desember 04, 2003
Jólasveinaleikurinn
Ég verð bara að segja ykkur að ég elska þennan jólasveinaleik sem er í gangi í vinnunni! Hann er svo skemmtilegur og sniðugur og maður er uppspenntur alla vikuna um hvað muni gerast næst! Það er svo gaman að hrekkja - og gleðja jólabarnið sitt og horfa á alla hina vera að gera það sama. Ég vildi að það væri alltaf jólasveinaleikur! Mitt jólabarn er æðislegt. Mér þykir óendanlega vænt um það. Fæ mig ekki til að hrekkja það alvarlega. Ég bara gæti það ekki! En tek þátt í því að fullum hug ef einhver biður mig um aðstoð við að hrella sitt jólabarn! Mæli með þessu! Koddaðleika :)
mánudagur, desember 01, 2003
Jólin
Ég er ekki jóastelpa. Ég veit ekki af hverju! Vildi stundum að ég væri jólastelpa. Eiginlega vildi ég það heilmikið. Mér hefur fundist ég eitthvað svo löngu vaxin upp úr þessu eitthvað.... sándar kjá¡nalega, ég veit, en svoleiðis er það. Ég hef hlustað á fólk lýsa jólaspenningnum og gleðinni og ég hef jafnvel tekið undir það, en ekki verið hreinskilin. Mér hefur fundist jólin einn leiðinlegasti tími ársins í mörg ár. Og það er jú frekar ömurlegt að vera í fýlupokinn í partýinu þar sem allir eru í svaka gleðigír.
Þess vegna hef ég ákveðið (talaði um mikilvægi ákvarðana í bloggi hér um daginn...!) að gera heiðarlega tilraun til að virkilega troða mér í jólaskap þessi jólin! Og ég tók þessu markmiði mínu svo alvarlega að ég er nú þegar - og nb. í dag er 1. des!! - búin að baka eina smákökusort, skreyta með kertum og ljósum, búa til aðventukrans, fara í eitt aðventukaffiboð, skrifa öll jólakortin og versla næstum allar jólagjafirnar! Geri aðrir betur. Og viti menn, mér finnst þetta stúss bara þræl skemmtilegt og það sem meira er, það hefur kveikt á nokkrum jólaljósum í hjarta mér!
Þetta gerðist eiginlega allt með þegar jólablað Húsa og Híbýla rann ljúflega inn um lúguna hjá mér. Gövöð hvað það er lekkert blað. Og ég sem hélt að það yrði slökkt á jólaljósunum mínum það sem eftir er, allt frá því fjölskyldan sundraðist fyrir 14 árum.
En það er enn von!
Svo nú er bara að halda jólaskapinu til streitu fram að jólum! Og auðvitað er ég meira að segja með plan um hvernig það skuli takst. Það er búið að gjóða í aðventukaffiboð á næsta sunnudag á Hverfisgötuna. Þá leggjumst við Viggi á eitt og bjóðum allri fjölskyldunni hans og minni í aðventukaffihlaðborð. Svo er jólasveinaleikur og jólaglögg í vinnunni, jólapartý hjá Leynifélaginu, jólaSmjatti og Mandela jólahittingur + brjálað að gera í Gallup í sínum rannsóknarjólaham. Svo jólin eiga eftir að eiga mig alla þetta árið! Well, ef ekki, það er alla vega ekki hægt að segja annað en ég hafi reynt að vera jólastelpa :)
Þess vegna hef ég ákveðið (talaði um mikilvægi ákvarðana í bloggi hér um daginn...!) að gera heiðarlega tilraun til að virkilega troða mér í jólaskap þessi jólin! Og ég tók þessu markmiði mínu svo alvarlega að ég er nú þegar - og nb. í dag er 1. des!! - búin að baka eina smákökusort, skreyta með kertum og ljósum, búa til aðventukrans, fara í eitt aðventukaffiboð, skrifa öll jólakortin og versla næstum allar jólagjafirnar! Geri aðrir betur. Og viti menn, mér finnst þetta stúss bara þræl skemmtilegt og það sem meira er, það hefur kveikt á nokkrum jólaljósum í hjarta mér!
Þetta gerðist eiginlega allt með þegar jólablað Húsa og Híbýla rann ljúflega inn um lúguna hjá mér. Gövöð hvað það er lekkert blað. Og ég sem hélt að það yrði slökkt á jólaljósunum mínum það sem eftir er, allt frá því fjölskyldan sundraðist fyrir 14 árum.
En það er enn von!
Svo nú er bara að halda jólaskapinu til streitu fram að jólum! Og auðvitað er ég meira að segja með plan um hvernig það skuli takst. Það er búið að gjóða í aðventukaffiboð á næsta sunnudag á Hverfisgötuna. Þá leggjumst við Viggi á eitt og bjóðum allri fjölskyldunni hans og minni í aðventukaffihlaðborð. Svo er jólasveinaleikur og jólaglögg í vinnunni, jólapartý hjá Leynifélaginu, jólaSmjatti og Mandela jólahittingur + brjálað að gera í Gallup í sínum rannsóknarjólaham. Svo jólin eiga eftir að eiga mig alla þetta árið! Well, ef ekki, það er alla vega ekki hægt að segja annað en ég hafi reynt að vera jólastelpa :)