fimmtudagur, desember 18, 2003
18. desember...
Þann 18. desember 1992 hittumst við Viggi fyrst. Fyrir 11 árum.
Það var kalt föstudagskvöld og ég og Elva Ruth í gelgjugírnum okkar á leið á djammið. Stríluðum okkur heima í Eskihlíðinni, settum á okkur svartan varalit og dökkbrúnan augnskugga. Það var algjört möst þá. Fór ekki út á djammið án svarta varalitsins. Ég lúkkaði kannski dálítið scary svoleiðis, með stóran hring í nefinu í þokkabót. En þetta var kúl. Við vorum í tísku. Ég í heimasaumuðu hippabuxunum mínum, sem ég saumaði úr gömlu gardíniuefni sem ég hafði fundið á gömlum lager í Vouge. Man að mér fannst þær æðislegar. Síðar sagði Viggi mér að hann þoldi ekki þessar gelgjubuxur. Ég skildi það náttulega ekki þá - ég meina, ég var á hippatímabilinu mínu. Og svo var ég í dökkbrúnu leðurvesti, sem var einu sinni jakki, nema ég klippti ermarnar af. Já, ég var hippi, Hlustaði bara á Janis Joplin, Jimi Hendrix og Lou Reed. Jú, og ekki má gleyma Jet black Joe. Vá, hvað þeir voru flottir...
Alla vega. Ég og Elva ætluðum okkur að fara á Sykurmolatónleika í Tunglinu. Komum of seint og það var uppselt. Mikill bömmer. Svo við fórum og keyptum okkur pylsu og kók fyrir peninginn. Úti í kuldanum vissum við ekkert hvað við áttum af okkur að gera, komnar í djammgírinn og til í tuskið. Og hvað skyldi gera? Elva var í Flensborg og mundi eftir að strákarnir á pungaborðinu voru eitthvað að tala um að þeir væru á leiðinni á jólaball HSÍ á Hótel Íslandi. Svo við húkkuðum okkur far upp í Ármúla og héldum á ballið. Nema það kom eitt lítið babb í bátinn. Við vorum búnar að eyða peningnum í pylsur og kók og farið uppeftir. Svo við áttum ekki fyrir miðanum á ballið. Og nú voru góð ráð dýr. Þarna vorum við í anddyrinu að ráfa um, ekki alveg vitandi hvað skyldi til bragðs að taka, heyrðum í stuðinu í Sálinni óma inni í sal og sáum fyrir okkur dapurt kvöld. Þá gengur að okkur eldri maður. Hann var fínn í tauinu, í jakkafötum, get ímyndað mér einhver svona stjórnargæi í einhverju handboltafélaginu. Án þess að ég viti nokkuð um það. Hann sá að við vorum eitthvað að vandræðast þarna og spurði hvort hann mætti ekki bara splæsa á okkur inn á ballið. Það þyrftu sko allir að fá að komast á þetta frábæra jólaball og skemmta sér í kvöld. Svo tók hann upp tékkheftið og skrifaði eina feita. Hann s.s. borgaði fyrir okkur inn á ballið og sagði okkur bara vel að skemmta okkur og lifa!
Og þarna vorum við mættar á HSÍ ballið svaka ánægðar. Elva Ruth fór strax til punganna og ég elti. Á meðal þeirra var Víglundur. Hann var að vísu ekki í Flensborg, s.s. ekki ekta pungur. Hann var í jakkafötum, með hárið greitt í tagl, með hringi í báðum eyrum. Vá, hvað hann var sætur. Við tjúttuðum við hei kanínu og alla hina slagarana allt kvöldið í góðum gír. Og þar með var það komið. Ég ætlaði sko ekki að sleppa þessum eðaldansara og hressa strák.
Og svo leið tíminn og í dag eru liðin 11 ár. Búið að vera mikið að gerast á þessum tíma og tíminn liðið hratt. Það er nú ekki einu sinni þannig að þegar maður er 16 og hálfs (ATH. og hálfs!) að maður sé búinn að ákveða lífsförunautinn.
En stundum eru örlögin bara góð við mann.
Ég er samt viss um að Viggi muni ekki eftir að þessi dagur er í dag. Man ekkert svona.
En ég fyrirgef honum það. Eins og allt annað í lífinu. Af því örlögin eru okkar.
Það var kalt föstudagskvöld og ég og Elva Ruth í gelgjugírnum okkar á leið á djammið. Stríluðum okkur heima í Eskihlíðinni, settum á okkur svartan varalit og dökkbrúnan augnskugga. Það var algjört möst þá. Fór ekki út á djammið án svarta varalitsins. Ég lúkkaði kannski dálítið scary svoleiðis, með stóran hring í nefinu í þokkabót. En þetta var kúl. Við vorum í tísku. Ég í heimasaumuðu hippabuxunum mínum, sem ég saumaði úr gömlu gardíniuefni sem ég hafði fundið á gömlum lager í Vouge. Man að mér fannst þær æðislegar. Síðar sagði Viggi mér að hann þoldi ekki þessar gelgjubuxur. Ég skildi það náttulega ekki þá - ég meina, ég var á hippatímabilinu mínu. Og svo var ég í dökkbrúnu leðurvesti, sem var einu sinni jakki, nema ég klippti ermarnar af. Já, ég var hippi, Hlustaði bara á Janis Joplin, Jimi Hendrix og Lou Reed. Jú, og ekki má gleyma Jet black Joe. Vá, hvað þeir voru flottir...
Alla vega. Ég og Elva ætluðum okkur að fara á Sykurmolatónleika í Tunglinu. Komum of seint og það var uppselt. Mikill bömmer. Svo við fórum og keyptum okkur pylsu og kók fyrir peninginn. Úti í kuldanum vissum við ekkert hvað við áttum af okkur að gera, komnar í djammgírinn og til í tuskið. Og hvað skyldi gera? Elva var í Flensborg og mundi eftir að strákarnir á pungaborðinu voru eitthvað að tala um að þeir væru á leiðinni á jólaball HSÍ á Hótel Íslandi. Svo við húkkuðum okkur far upp í Ármúla og héldum á ballið. Nema það kom eitt lítið babb í bátinn. Við vorum búnar að eyða peningnum í pylsur og kók og farið uppeftir. Svo við áttum ekki fyrir miðanum á ballið. Og nú voru góð ráð dýr. Þarna vorum við í anddyrinu að ráfa um, ekki alveg vitandi hvað skyldi til bragðs að taka, heyrðum í stuðinu í Sálinni óma inni í sal og sáum fyrir okkur dapurt kvöld. Þá gengur að okkur eldri maður. Hann var fínn í tauinu, í jakkafötum, get ímyndað mér einhver svona stjórnargæi í einhverju handboltafélaginu. Án þess að ég viti nokkuð um það. Hann sá að við vorum eitthvað að vandræðast þarna og spurði hvort hann mætti ekki bara splæsa á okkur inn á ballið. Það þyrftu sko allir að fá að komast á þetta frábæra jólaball og skemmta sér í kvöld. Svo tók hann upp tékkheftið og skrifaði eina feita. Hann s.s. borgaði fyrir okkur inn á ballið og sagði okkur bara vel að skemmta okkur og lifa!
Og þarna vorum við mættar á HSÍ ballið svaka ánægðar. Elva Ruth fór strax til punganna og ég elti. Á meðal þeirra var Víglundur. Hann var að vísu ekki í Flensborg, s.s. ekki ekta pungur. Hann var í jakkafötum, með hárið greitt í tagl, með hringi í báðum eyrum. Vá, hvað hann var sætur. Við tjúttuðum við hei kanínu og alla hina slagarana allt kvöldið í góðum gír. Og þar með var það komið. Ég ætlaði sko ekki að sleppa þessum eðaldansara og hressa strák.
Og svo leið tíminn og í dag eru liðin 11 ár. Búið að vera mikið að gerast á þessum tíma og tíminn liðið hratt. Það er nú ekki einu sinni þannig að þegar maður er 16 og hálfs (ATH. og hálfs!) að maður sé búinn að ákveða lífsförunautinn.
En stundum eru örlögin bara góð við mann.
Ég er samt viss um að Viggi muni ekki eftir að þessi dagur er í dag. Man ekkert svona.
En ég fyrirgef honum það. Eins og allt annað í lífinu. Af því örlögin eru okkar.
Comments:
Skrifa ummæli