<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 20, 2003

Smjatt og Sötr 

Í MH eignaðist ég frábærar vinkonur. Sem eru mínar bestu vinkonur í dag. Við erum 8 stk. Það fyndna var að í skólanum vorum við bara svona ágætar vinkonur, hittumst bara í skólanum en yfirleitt ekki fyrir utan það. Og svo kom að því að skólinn var búinn og við skyldum útskrifast. Þetta var fyrir rúmum 7 árum. Þá vorum við svo hræddar um að missa kontaktinn við hvora aðra að við stofnuðum matarklúbb og drykkjuklúbb og böndin styrktust enn meira. Og þeir klúbbar eru ennþá til. Matarklúbburinn okkar heitir Smjatt og drykkjuklúbburinn Sötr.

Í gær var svo jólasmjatti. Og við vorum bara 5 saman. Tvær búa í útlöndum og ein í fríi úti yfir jólin. Það góða við að vera 8 saman er að það er alltaf einhver til taks. Alltaf einhver til að hringja í eða skreppa með í sund eða bæinn. Mjög þægilegt og gaman að eiga alltaf einhverja af þeim að. En alla vega. Jólasmjatti var í gær og það var yndislegt. Hann var heima hjá Emblu og við elduðum humar í forrétt og hinn árlega kalkúnarétt í aðalrétt. Það má segja að við séum komnar með okkar eigin hefðir hvað þetta varðar. Svona eins og fjölskyldur gera. Sem er frábært. Þær eru svo stór hluti af mér að ég gæti auðveldlega kallað þær fjölskylduna mína. Love you guys!!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker