<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 11, 2003

Getur verið að ég sé skóladúx? 

Varð allt í einu hugsað til þess að ég var skóladúx í mannfræðinni í fyrra. Og er auðvitað stolt af því. Ég útskrifaðist með hæstu einkunn í mannfræði frá HÍ frá upphafi. Og geri aðrir betur! Rétt slefaði í ágætiseinkunnina. Fékk klapp frá kennurum og áhorfendum útskriftaathafnarinnar að launum. Og smá stolt. Og vonandi styrk í framhaldsnám þegar að því kemur.

Það var einn vinnufélagi sem minnti mig á dúxinn mig fyrir stuttu. Já, hann minnti mig frekar skemmtilega á það því það kom upp úr kafinu að honum fannst það ansi skrýtið að ég hefði orðið dúx. Bara ótrúlegt. Ég væri sko ekki týpan í það. Ég varð náttúrulega bara hissa (...ég meina - sjéníið ég!!) og krauf málið til mergjar. Upp úr kafinu kom að hann meinti auðvitað ekkert illt með þessu enda sauðmeinlaus góður vinur í Gallup. Hann átti bara erfitt með að meðtaka dúxstimpilinn því ég væri einhvern vegin ekki gúrutýpan sem liggur með nefið ofan í bókunum dag og nótt og talaði ekki í orðtökum. Ég virkaði enginn kúristi og veldi frekar að fara á djammið heldur en að lesa. Og þá gæti ég ekki verið dúx! Já, staðalmyndirnar eru að fara með okkur.

Fólki þótti oft undarlegt að ég væri í mannfræði. Ég, pían sjálf. En.... en... en... þú málar þig í framan og gengur í pæjufötum... ertu viss um að þú sért ekki í viðskiptafræðinni? Já, nei, sko.... þú ert nebblega ekki í strápilsi og lopapeysu eins og allir mannfræðingar. Eða eitthvað! Nei, ég er sko sannur MH-ingur (reyndar oft sögð týpísk MH týpa... I wonder why!) og mannfræðingur úr HÍ :) Og er stolt af því - féll meira að segja ágætlega í hópinn!

En ég skil vinnufélaga minn vel með þetta komment. Vezalingurinn (djók Steinn!!) Ég lúkka kúl (ó je beibí) og geng ekki einu sinni með gleraugu eftir allan skólalesturinn. Ég fúnkera ágætlega félagslega og finnst gaman að djæva hér og þar og alls staðar. En ég er líka dugleg. Og mín kenning er sú að dúxar séu ekki endilega þeir klárustu - þvert á móti, en þeir eru ábyggilega svaka duglegir og með óbilandi metnað í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Skipuleggja dæmið frá upphafi til enda, frestunarárátta er ekki til í þeirra orðaforða og sjálfsagi er lykilatriði. Að pííííína sig til að lesa. Og lííííííma fræðin á heilann. Launa sér með nammi eftir hverjar 5 blaðsíður! Og það gerði ég. Og ég afsanna hér með dúxstaðalmyndina af nördinum með þykku gleraugun sem kann ekki neitt, getur ekki neitt nema lesa og læra. Já, þetta er sko mont blogg í dag! Og hana nú :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker