mánudagur, desember 01, 2003
Jólin
Ég er ekki jóastelpa. Ég veit ekki af hverju! Vildi stundum að ég væri jólastelpa. Eiginlega vildi ég það heilmikið. Mér hefur fundist ég eitthvað svo löngu vaxin upp úr þessu eitthvað.... sándar kjá¡nalega, ég veit, en svoleiðis er það. Ég hef hlustað á fólk lýsa jólaspenningnum og gleðinni og ég hef jafnvel tekið undir það, en ekki verið hreinskilin. Mér hefur fundist jólin einn leiðinlegasti tími ársins í mörg ár. Og það er jú frekar ömurlegt að vera í fýlupokinn í partýinu þar sem allir eru í svaka gleðigír.
Þess vegna hef ég ákveðið (talaði um mikilvægi ákvarðana í bloggi hér um daginn...!) að gera heiðarlega tilraun til að virkilega troða mér í jólaskap þessi jólin! Og ég tók þessu markmiði mínu svo alvarlega að ég er nú þegar - og nb. í dag er 1. des!! - búin að baka eina smákökusort, skreyta með kertum og ljósum, búa til aðventukrans, fara í eitt aðventukaffiboð, skrifa öll jólakortin og versla næstum allar jólagjafirnar! Geri aðrir betur. Og viti menn, mér finnst þetta stúss bara þræl skemmtilegt og það sem meira er, það hefur kveikt á nokkrum jólaljósum í hjarta mér!
Þetta gerðist eiginlega allt með þegar jólablað Húsa og Híbýla rann ljúflega inn um lúguna hjá mér. Gövöð hvað það er lekkert blað. Og ég sem hélt að það yrði slökkt á jólaljósunum mínum það sem eftir er, allt frá því fjölskyldan sundraðist fyrir 14 árum.
En það er enn von!
Svo nú er bara að halda jólaskapinu til streitu fram að jólum! Og auðvitað er ég meira að segja með plan um hvernig það skuli takst. Það er búið að gjóða í aðventukaffiboð á næsta sunnudag á Hverfisgötuna. Þá leggjumst við Viggi á eitt og bjóðum allri fjölskyldunni hans og minni í aðventukaffihlaðborð. Svo er jólasveinaleikur og jólaglögg í vinnunni, jólapartý hjá Leynifélaginu, jólaSmjatti og Mandela jólahittingur + brjálað að gera í Gallup í sínum rannsóknarjólaham. Svo jólin eiga eftir að eiga mig alla þetta árið! Well, ef ekki, það er alla vega ekki hægt að segja annað en ég hafi reynt að vera jólastelpa :)
Þess vegna hef ég ákveðið (talaði um mikilvægi ákvarðana í bloggi hér um daginn...!) að gera heiðarlega tilraun til að virkilega troða mér í jólaskap þessi jólin! Og ég tók þessu markmiði mínu svo alvarlega að ég er nú þegar - og nb. í dag er 1. des!! - búin að baka eina smákökusort, skreyta með kertum og ljósum, búa til aðventukrans, fara í eitt aðventukaffiboð, skrifa öll jólakortin og versla næstum allar jólagjafirnar! Geri aðrir betur. Og viti menn, mér finnst þetta stúss bara þræl skemmtilegt og það sem meira er, það hefur kveikt á nokkrum jólaljósum í hjarta mér!
Þetta gerðist eiginlega allt með þegar jólablað Húsa og Híbýla rann ljúflega inn um lúguna hjá mér. Gövöð hvað það er lekkert blað. Og ég sem hélt að það yrði slökkt á jólaljósunum mínum það sem eftir er, allt frá því fjölskyldan sundraðist fyrir 14 árum.
En það er enn von!
Svo nú er bara að halda jólaskapinu til streitu fram að jólum! Og auðvitað er ég meira að segja með plan um hvernig það skuli takst. Það er búið að gjóða í aðventukaffiboð á næsta sunnudag á Hverfisgötuna. Þá leggjumst við Viggi á eitt og bjóðum allri fjölskyldunni hans og minni í aðventukaffihlaðborð. Svo er jólasveinaleikur og jólaglögg í vinnunni, jólapartý hjá Leynifélaginu, jólaSmjatti og Mandela jólahittingur + brjálað að gera í Gallup í sínum rannsóknarjólaham. Svo jólin eiga eftir að eiga mig alla þetta árið! Well, ef ekki, það er alla vega ekki hægt að segja annað en ég hafi reynt að vera jólastelpa :)
Comments:
Skrifa ummæli