<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, desember 07, 2003

Aðventukaffiboð Hverfisgötunnar 

Það var svakalega gaman í innflutningspartýinu hjá Helgu og Unnari. Fórum á Stuðmannaball á Nasa og þvílíkt stuð! Og ég elskaði sérstaklega þegar Ragga Gísla tók "Valla og Jarðaberjamaukið hans" með Grýlunum (...hvað er að ske?...) því ég fékk svona nettan MH fíling en eins og alþjóð veit tók söngfuglinn Erla þetta lag á forkeppni í MH fyrir söngvakeppni framhaldsskólanna. Og ó já, maður tók þetta með trompi, var með álpappír í hárinu og allt. Man að mér fannst ég hefði átt að vinna!

Héldum svo aðventukaffiboð í dag og systkini Vigga, makar og börn mættu ásamt tengdó og Elvu, Torfa og Úlfi æðislega. Við Viggi stóðum á haus í morgun og bökuðum 4 kökur og bjuggum til salöt og brauð. Ekkert smá myndarlegt þetta par á Hverfisgötunni. Þetta var svona partur af því að troða sér í jólaskap, og jú, líka finna tilefni til að hitta familíuna og ræða málin. Þegar bræðurnir Helgason koma saman er aldrei leiðinlegt skal ég segja ykkur! Maður hlær sig yfirleitt máttlausan. Þeir espa hvern annan upp og bæta í fíflaskapinn og djókinn hjá hver öðrum - taka það eins langt og þeir geta. Mottóið þeirra hvað þetta varðar er: "Aldrei að hætta"! Ég held ég geri þetta aðventukaffiboð Hverfisgötunnar hér með að árlegum viðburði. Svona aðventukaffiboð eru víst danskur siður en hvad for helvede, heimurinn er orðinn að hrærigraut svo ég bý hér með til hefð að alheims aðventukaffihlaðborði á Hverfisgötunni! Jei.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker